NBA dagsins: Gömlu hetjurnar mættu og sáu Hirtina jafna úrslitaeinvígið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 15:01 Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson veifa til áhorfenda á leik Milwaukee Bucks og Phoenix Suns í Fiserv Forum í nótt. getty/Stacy Revere Leikmenn úr eina meistaraliði Milwaukee Bucks fylgdust með gamla liðinu sínu vinna Phoenix Suns í nótt, 109-103, og jafna þar með metin í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn. Khris Middleton skoraði fjörutíu stig í leiknum í nótt, þar af tíu stig í röð undir lok leiks. Giannis Antetokounmpo var með 26 stig, fjórtán fráköst og átta stoðsendingar fyrir Milwaukee sem vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21. Milwaukee hefur unnið tvo leiki í röð eftir að Phoenix komst í 2-0 í úrslitaeinvíginu. Næsti leikur fer fram í Phoenix aðfaranótt sunnudags. Klippa: NBA dagsins: 15. júlí Þetta er aðeins í þriðja sinn og í fyrsta sinn síðan 1974 sem Milwaukee er í úrslitum NBA. Hirtirnir urðu meistarar 1971 og töpuðu svo fyrir Boston Celtics í oddaleik í úrslitunum þremur árum seinna. Aðalmennirnir í liði Milwaukee á þessum gullaldarárum voru mættir í Fiserv Forum höllina í nótt og fylgdust með gamla liðinu sínu. Þetta voru þeir Kareem Abdul-Jabbar, Oscar Robertson og Bob Dandridge. Þeir tveir fyrstnefndu sátu saman og fengu veglegt lófaklapp þegar þeir voru kynntir í fyrri hálfleik. Treyjur þremenninganna (nr. 1, 10 og 33) hanga uppi í rjáfri í Fiserv Forum. Kareem var valinn besti leikmaður úrslitanna 1971 þegar Milwaukee vann Baltimore Bullets, 4-0. Í úrslitaeinvíginu var Kareem með 27,0 stig, 18,5 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Robertson, sem var þá kominn á efri ár í körfuboltanum, skoraði 23,5 stig, tók 5,0 fráköst og gaf 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu og Dandridge var með 20,3 stig, 9,8 fráköst og 3,3 stoðsendingar. Milwaukee á einn heimaleik eftir á tímabilinu en sjötti leikurinn í úrslitaeinvíginu fer fram þar í borg aðfaranótt miðvikudags. Ef þarf verður oddaleikurinn svo í Phoenix aðfaranótt föstudags. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Khris Middleton skoraði fjörutíu stig í leiknum í nótt, þar af tíu stig í röð undir lok leiks. Giannis Antetokounmpo var með 26 stig, fjórtán fráköst og átta stoðsendingar fyrir Milwaukee sem vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21. Milwaukee hefur unnið tvo leiki í röð eftir að Phoenix komst í 2-0 í úrslitaeinvíginu. Næsti leikur fer fram í Phoenix aðfaranótt sunnudags. Klippa: NBA dagsins: 15. júlí Þetta er aðeins í þriðja sinn og í fyrsta sinn síðan 1974 sem Milwaukee er í úrslitum NBA. Hirtirnir urðu meistarar 1971 og töpuðu svo fyrir Boston Celtics í oddaleik í úrslitunum þremur árum seinna. Aðalmennirnir í liði Milwaukee á þessum gullaldarárum voru mættir í Fiserv Forum höllina í nótt og fylgdust með gamla liðinu sínu. Þetta voru þeir Kareem Abdul-Jabbar, Oscar Robertson og Bob Dandridge. Þeir tveir fyrstnefndu sátu saman og fengu veglegt lófaklapp þegar þeir voru kynntir í fyrri hálfleik. Treyjur þremenninganna (nr. 1, 10 og 33) hanga uppi í rjáfri í Fiserv Forum. Kareem var valinn besti leikmaður úrslitanna 1971 þegar Milwaukee vann Baltimore Bullets, 4-0. Í úrslitaeinvíginu var Kareem með 27,0 stig, 18,5 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Robertson, sem var þá kominn á efri ár í körfuboltanum, skoraði 23,5 stig, tók 5,0 fráköst og gaf 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu og Dandridge var með 20,3 stig, 9,8 fráköst og 3,3 stoðsendingar. Milwaukee á einn heimaleik eftir á tímabilinu en sjötti leikurinn í úrslitaeinvíginu fer fram þar í borg aðfaranótt miðvikudags. Ef þarf verður oddaleikurinn svo í Phoenix aðfaranótt föstudags. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira