Körfubolti

Elvar Már í belgísku deildina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson er á leiðinni til Belgíu.
Elvar Már Friðriksson er á leiðinni til Belgíu. Vísir/Bára

Körfuknattleiksmaðurinn Elvar Már Friðriksson er á leiðinni til Belgíu eftir eitt tímabil með litháíska liðinu Siauliai. Hann var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar á seinasta tímabili.

Elvar mun leika með Antwerp Giants frá Belgíu á næsta tímabili. Hann lék 36 leiki með Siauliai á seinustu leiktíð þar sem hann skoraði að meðaltali 15,3 stig í leik, tók 2,9 fráköst og gaf 7,5 stoðsendingar.

„Að yfirgefa Siauliai var mjög erfið ákvörðun því að ég hef kynnst frábæru fólki hérna. Ég vil þakka öllum fyrir því að okkur fjölskyldunni leið mjög vel hérna. Takk fyrir alla hjálpina,“ er haft eftir Elvari á heimasíðu Siauliai.

Á seinasta tímabili hafnaði Antwerp Giants í þriðja sæti belgísku deildarinnar, en frá og með næsta tímabili mun liðið spila í BNXT-deildinni sem er sameiginleg deild Hollands og Belgíu. Liðið hefur einu sinni orðið belgískur meiastari og fjórum sinnum unnið belgíska bikarinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.