Körfubolti

NBA dagsins: Besta frammistaða í fyrsta úrslitaleik síðan hjá Jordan fyrir þrjátíu árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Deandre Ayton, Devin Booker og Chris Paul voru allir að leika sinn fyrsta leik í lokaúrslitum NBA og áttu allir flottan leik.
Deandre Ayton, Devin Booker og Chris Paul voru allir að leika sinn fyrsta leik í lokaúrslitum NBA og áttu allir flottan leik. AP/Ross D. Franklin

Chris Paul beið í sextán á eftir því að fá að spila í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Í gærkvöldi endaði þessa langa bið og kappinn mætti heldur betur tilbúinn.

Paul var með 32 stig og 9 stoðsendingar í 118-105 sigri Phoenix Suns á Milwaukee Bucks en hann varð fyrsti maðurinn síðan Michael Jordan árið 1991 til að vera með meira en 30 stig og 8 stoðsendingar í sínum fyrsta leik í lokaúrslitum.

Jordan lék sinn fyrsta leik í úrslitaeinvígi fyrir þrjátíu árum en þá dugðu reyndar ekki 36 stig og 12 stoðsendingar frá honum til að vinna leik eitt á móti Los Angeles Lakers. Lakers komst í 1-0 en Bulls vann síðan fjóra leiki í röð og tryggði sér titilinn í fyrsta sinn.

Paul sagðist hafa horft á fótboltaleiki og íshokkíleiki í aðdraganda leiksins og það hafði greinilega góð áhrif á kappann.

Paul var illviðráðanlegur í þriðja leikhlutanum þegar Suns liðið sleit sig frá Milwaukee Bucks en hann skoraði þá 16 af 32 stigum sínum og hitti úr sex af sjö skotum.

„Þegar hann er í þessum gír, þá viltu bara halda breiddinni á vellinum og leyfa honum að stjórna hljómsveitinni,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix Suns.

„Hann var hitta úr skotunum sínum og þegar það gerist þá nærast allir í liðnu á hans leik,“ sagði Williams.

Chris Paul las það sérstaklega vel þegar leikmenn Bucks reyndu að skipta í varnarleiknum og bjó í framhaldinu til alls konar vesen fyrir Milwaukee menn.

Hér fyrir neðan má sjá myndbrot og viðtöl úr þessum leik eitt í lokaúrslitum NBA 2021.

Klippa: NBA dagsins (NBA Finals Leikur 1)
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×