Körfubolti

Milwaukee í úrslit í fyrsta sinn í 47 ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmennirnir fagna sigrinum í austurdeildinni.
Leikmennirnir fagna sigrinum í austurdeildinni. EPA-EFE/JOHN AMIS

Milwaukee Bucks er komið í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar eftir að hafa unnið 4-2 sigur á Atlanta Hawks í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar.

Þetta er fyrsta úrslitaeinvígið sem Milwaukee kemst í, síðan þeir fóru í úrslitin árið 1974. Þeir mæta Phoenix í fyrsta úrslitaleiknum á þriðjudaginn í Phoenix.

Hinn gríski Giannis Antetokounmpo var ekki einu sinni með Bucks í nótt en hann missti af öðrum leiknum í röð vegna hnémieðsla. Það kom þó ekki að sök.

Khris Middleton tók við keflinu og gerði 32 stig en þar á meðal gerði hann sextán stig í röð í þriðja leikhlutanum sem Milwaukee vann 44-29 sem var lykillinn að sigirnum.

Middleton var þó ekki einn að bera Milwaukee liðið því Jrue Holiday gerði 27 stig og fjórir aðrir leikmenn skiluðu að minnsta kosti tíu stigum.

Hjá Haukunum var Cam Reddish stigahæstur með 21 stig.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.