Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 07:33 Giannis Antetokounmpo skoraði 41 stig í fyrsta heimaleik Milwaukee Bucks í úrslitum NBA-deildarinnar frá 1974. getty/Justin Casterline Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. Giannis skoraði 42 stig og tók tólf fráköst í öðrum leik liðanna á fimmtudaginn sem Phoenix vann. Hann átti annan stórleik í nótt, skoraði 41 stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar, og að þessu sinni vann Milwaukee. Giannis hitti meira að segja úr þrettán af sautján vítaskotum sínum í leiknum. Giannis TAKES OVER in Game 3! 41 PTS13 REB14-23 FGM13-17 FTM@Giannis_An34 joins @SHAQ as the only players in #NBAFinals history with back-to-back 40+ point, 10+ rebound games, as the Bucks win Game 3! #ThatsGame Game 4: Wed, 9 PM ET, ABC pic.twitter.com/lIazIIZbAo— NBA (@NBA) July 12, 2021 Eftir slaka frammistöðu í öðrum leiknum lék leikstjórnandinn Jrue Holiday vel í nótt, skoraði 21 stig, gaf níu stoðsendingar og setti niður fimm þriggja stiga skot. Khris Middleton skoraði átján stig fyrir Milwaukee. @Jrue_Holiday11 (21 PTS, 9 AST) and @Khris22m (18 PTS, 7 REB, 6 AST) help lead the @Bucks to victory in Game 3! #NBAFinals #ThatsGame Game 4: Wednesday, 9pm/et, ABC pic.twitter.com/U21VrpePY7— NBA (@NBA) July 12, 2021 Chris Paul skoraði nítján stig fyrir Phoenix og gaf níu stoðsendingar. Jae Crowder og Deandre Ayton skoruðu átján stig hvor. Devin Booker náði sér ekki á strik, skoraði aðeins tíu stig og brenndi af ellefu af fjórtán skotum sínum. Phoenix setti niður tuttugu þrista í öðrum leiknum en að þessu sinni voru þeir aðeins níu. Á meðan skoraði Milwaukee fjórtán þriggja stiga körfur og var með fína nýtingu (38,9 prósent). Milwaukee vann frákastabaráttuna, 47-36, og skoraði tuttugu stig eftir sóknarfráköst. Þá skoruðu heimamenn 54 stig inni í teig gegn fjörutíu stigum gestanna. Fjórði leikur liðanna fer fram á heimavelli Milwaukee á miðvikudaginn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Giannis skoraði 42 stig og tók tólf fráköst í öðrum leik liðanna á fimmtudaginn sem Phoenix vann. Hann átti annan stórleik í nótt, skoraði 41 stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar, og að þessu sinni vann Milwaukee. Giannis hitti meira að segja úr þrettán af sautján vítaskotum sínum í leiknum. Giannis TAKES OVER in Game 3! 41 PTS13 REB14-23 FGM13-17 FTM@Giannis_An34 joins @SHAQ as the only players in #NBAFinals history with back-to-back 40+ point, 10+ rebound games, as the Bucks win Game 3! #ThatsGame Game 4: Wed, 9 PM ET, ABC pic.twitter.com/lIazIIZbAo— NBA (@NBA) July 12, 2021 Eftir slaka frammistöðu í öðrum leiknum lék leikstjórnandinn Jrue Holiday vel í nótt, skoraði 21 stig, gaf níu stoðsendingar og setti niður fimm þriggja stiga skot. Khris Middleton skoraði átján stig fyrir Milwaukee. @Jrue_Holiday11 (21 PTS, 9 AST) and @Khris22m (18 PTS, 7 REB, 6 AST) help lead the @Bucks to victory in Game 3! #NBAFinals #ThatsGame Game 4: Wednesday, 9pm/et, ABC pic.twitter.com/U21VrpePY7— NBA (@NBA) July 12, 2021 Chris Paul skoraði nítján stig fyrir Phoenix og gaf níu stoðsendingar. Jae Crowder og Deandre Ayton skoruðu átján stig hvor. Devin Booker náði sér ekki á strik, skoraði aðeins tíu stig og brenndi af ellefu af fjórtán skotum sínum. Phoenix setti niður tuttugu þrista í öðrum leiknum en að þessu sinni voru þeir aðeins níu. Á meðan skoraði Milwaukee fjórtán þriggja stiga körfur og var með fína nýtingu (38,9 prósent). Milwaukee vann frákastabaráttuna, 47-36, og skoraði tuttugu stig eftir sóknarfráköst. Þá skoruðu heimamenn 54 stig inni í teig gegn fjörutíu stigum gestanna. Fjórði leikur liðanna fer fram á heimavelli Milwaukee á miðvikudaginn. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira