Middleton bestur þegar mest á reyndi og allt jafnt í úrslitaeinvíginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 07:31 Khris Middleton var aðalmaðurinn hjá Milwaukee Bucks í sigrinum á Phoenix Suns í nótt. getty/Jonathan Daniel Khris Middleton skoraði fjörutíu stig þegar Milwaukee Bucks jafnaði metin í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta með 109-103 sigri á Phoenix Suns í nótt. Staðan í einvíginu er nú 2-2 en allir leikirnir í því hafa unnist á heimavelli. Fimmti leikur liðanna fer fram í Phoenix aðfaranótt laugardags. Middleton hafði haft frekar hægt um sig í úrslitaeinvíginu en átti frábæran leik í nótt. Sem fyrr sagði skoraði hann fjörutíu stig, þar af tíu í röð undir lok leiks. Milwaukee var sex stigum undir fyrir hann, 76-82, en var sterkari aðilinn þegar mest var undir. @Khris22m's #NBAPlayoffs career-high 40 POINTS propel the @Bucks to victory, tying the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 5: Saturday, 9 PM ET, ABC pic.twitter.com/807eZqygKG— NBA (@NBA) July 15, 2021 Giannis Antetokounmpo, sem skoraði samtals 83 stig í öðrum og þriðja leiknum, var með 26 stig, fjórtán fráköst og átta stoðsendingar í leiknum í nótt auk þess sem hann varði skot frá Deandre Ayton á ögurstundu. EVERY ANGLE of @Giannis_An34's CLUTCH BLOCK! #ThatsGame #NBAFinals Game 5: Saturday, 9pm/et, ABC pic.twitter.com/PKsPkSYnIs— NBA (@NBA) July 15, 2021 Brook Lopez skoraði fjórtán stig og Jrue Holiday þrettán. Pat Connaughton kom með ellefu stig og níu fráköst af bekknum. Eftir slaka frammistöðu í síðasta leik var Devin Booker sjóðheitur í nótt. Hann skoraði 42 stig og hitti úr sautján af 28 skotum sínum. Hann lenti hins vegar í villuvandræðum og spilaði lítið í 4. leikhluta. @DevinBook went off for 42 POINTS on 17-28 shooting in Game 4. #ThatsGame #NBAFinalsGame 5: Sat, 9pm/et, ABC pic.twitter.com/oFs3b5i0DQ— NBA (@NBA) July 15, 2021 Chris Paul skoraði tíu stig og gaf sjö stoðsendingar en hitti illa og tapaði boltanum fimm sinnum. Jae Crowder var með fimmtán stig og Ayton með sex en tók sautján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Milwaukee hitti illa fyrir utan (24,1 prósent) en tapaði boltanum aðeins fimm sinnum en Phoenix sautján sinnum. Milwaukee skoraði 24 stig eftir tapaða bolta hjá Phoenix. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Staðan í einvíginu er nú 2-2 en allir leikirnir í því hafa unnist á heimavelli. Fimmti leikur liðanna fer fram í Phoenix aðfaranótt laugardags. Middleton hafði haft frekar hægt um sig í úrslitaeinvíginu en átti frábæran leik í nótt. Sem fyrr sagði skoraði hann fjörutíu stig, þar af tíu í röð undir lok leiks. Milwaukee var sex stigum undir fyrir hann, 76-82, en var sterkari aðilinn þegar mest var undir. @Khris22m's #NBAPlayoffs career-high 40 POINTS propel the @Bucks to victory, tying the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 5: Saturday, 9 PM ET, ABC pic.twitter.com/807eZqygKG— NBA (@NBA) July 15, 2021 Giannis Antetokounmpo, sem skoraði samtals 83 stig í öðrum og þriðja leiknum, var með 26 stig, fjórtán fráköst og átta stoðsendingar í leiknum í nótt auk þess sem hann varði skot frá Deandre Ayton á ögurstundu. EVERY ANGLE of @Giannis_An34's CLUTCH BLOCK! #ThatsGame #NBAFinals Game 5: Saturday, 9pm/et, ABC pic.twitter.com/PKsPkSYnIs— NBA (@NBA) July 15, 2021 Brook Lopez skoraði fjórtán stig og Jrue Holiday þrettán. Pat Connaughton kom með ellefu stig og níu fráköst af bekknum. Eftir slaka frammistöðu í síðasta leik var Devin Booker sjóðheitur í nótt. Hann skoraði 42 stig og hitti úr sautján af 28 skotum sínum. Hann lenti hins vegar í villuvandræðum og spilaði lítið í 4. leikhluta. @DevinBook went off for 42 POINTS on 17-28 shooting in Game 4. #ThatsGame #NBAFinalsGame 5: Sat, 9pm/et, ABC pic.twitter.com/oFs3b5i0DQ— NBA (@NBA) July 15, 2021 Chris Paul skoraði tíu stig og gaf sjö stoðsendingar en hitti illa og tapaði boltanum fimm sinnum. Jae Crowder var með fimmtán stig og Ayton með sex en tók sautján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Milwaukee hitti illa fyrir utan (24,1 prósent) en tapaði boltanum aðeins fimm sinnum en Phoenix sautján sinnum. Milwaukee skoraði 24 stig eftir tapaða bolta hjá Phoenix. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira