Söguleg frammistaða Giannis sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 08:00 Giannis Antetokounmpo var hreint út sagt stórkostlegur í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Jonathan Daniel/Getty Images Giannis Antetokounmpo skoraði 50 stig er Milwaukee Bucks tryggði sér meistaratitilinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis var valinn verðmætasti leikmaður einvígisins að leik loknum. Frammistöður hans í einvígi Bucks og Phoenix Suns hafa verið með þeim bestu í sögunni. Tölfræðin talar sínu máli. Eftir að hafa lent 0-2 undir í úrslitaeinvíginu þá fullkomnu Bucks endurkomuna í nótt og unnu seríuna 4-2. Félagið er því orðið meistari í aðeins annað sinn í sögu þess en 50 ár eru frá síðasta meistaratitli. Hinn 26 ára gamli Giannis lagði grunninn að sigrinum í nótt sem og einvíginu með frábærum frammistöðum. Engin þó betri en í nótt þar sem hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og hindraði fimm skot. Þá skoraði hann úr 17 af 19 vítaskotum sínum. Gríska undrið skoraði að meðaltali 35,2 stig í einvíginu gegn Suns ásamt því að taka 13,2 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Hann er aðeins annar leikmaður í sögu deildarinnar til að skora yfir 35 stig að meðaltali í úrslitum ásamt því að taka yfir 10 fráköst og gefa yfir 5 stoðsendingar. Hinn leikmaðurinn er LeBron James en hann náði því með Cleveland Cavaliers árið 2015. Giannis Antetokounmpo averaged 35.2 PPG, 13.2 RPG and 5.0 APG in the Finals.He is the second player in NBA history to average 35+ points, 10+ rebounds and 5+ assists in a Finals series, joining LeBron James (35.8 PPG, 13.3 RPG, 8.8 APG) in 2015. pic.twitter.com/dCwzAQt4yW— NBA.com/Stats (@nbastats) July 21, 2021 Ef það var ekki nóg þá eru Giannis og Shaquille O’Neal einu tveir leikmennirnir sem hafa skorað yfir 40 stig og tekið 10 fráköst eða meira í þremur leikjum í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Shaq náði því með Los Angeles Lakers árið 2000. Giannis Antetokounmpo is the 2nd player in NBA history to record 3 games of 40+ points and 10+ rebounds in the an NBA Finals series, joining Shaquille O Neal in 2000. pic.twitter.com/qafWVbCBu0— NBA History (@NBAHistory) July 21, 2021 Það sem gerir þessa tölfræði enn magnaðri er að fyrir einvígið var alls óvíst hvort Giannis gæti tekið þátt í því þar sem hann var tæpur eftir að meiðast á hné gegn Atlanta Hawks í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikurinn í nótt var hinn fullkomni endir á svo gott sem fullkomnu tímabili fyrir Giannis sem varð einnig aðeins þriðji leikmaður í sögu deildarinnar til að valinn verðmætasti leikmaður deildarkeppninnar, verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins og varnarmaður ársins. Giannis Antetokounmpo joins Michael Jordan and Hakeem Olajuwon as the only players NBA history to win a regular season MVP Award, a Finals MVP Award and a Defensive Player of the Year Award. pic.twitter.com/Ks1Uhf9EA8— NBA History (@NBAHistory) July 21, 2021 Michael Jordan og Hakeem Olajuwon náðu einnig þeim áfanga á ferli sínum. Hér að neðan má svo sjá ótrúlega frammistöðu Giannis í síðari hálfleik leiksins í nótt þar sem hann var einfaldlega óstöðvandi. Það skipti engu máli þó Suns hefðu verið yfir í hálfleik, hann skoraði 33 af 50 stigum sínum í síðari hálfleik og tryggði Bucks fyrsta titilinn í hálfa öld. Gríska undrið kom, sá og sigraði. Giannis EXPLODES for 33 of his 50 points in the 2nd half of Game 6, fueling the @Bucks Taco Bell Comeback en route to their first NBA Championship in 50 years!50 PTS14 REB5 BLK17-19 FTM pic.twitter.com/qDbk0nHWeb— NBA (@NBA) July 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Sjá meira
Frammistöður hans í einvígi Bucks og Phoenix Suns hafa verið með þeim bestu í sögunni. Tölfræðin talar sínu máli. Eftir að hafa lent 0-2 undir í úrslitaeinvíginu þá fullkomnu Bucks endurkomuna í nótt og unnu seríuna 4-2. Félagið er því orðið meistari í aðeins annað sinn í sögu þess en 50 ár eru frá síðasta meistaratitli. Hinn 26 ára gamli Giannis lagði grunninn að sigrinum í nótt sem og einvíginu með frábærum frammistöðum. Engin þó betri en í nótt þar sem hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og hindraði fimm skot. Þá skoraði hann úr 17 af 19 vítaskotum sínum. Gríska undrið skoraði að meðaltali 35,2 stig í einvíginu gegn Suns ásamt því að taka 13,2 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Hann er aðeins annar leikmaður í sögu deildarinnar til að skora yfir 35 stig að meðaltali í úrslitum ásamt því að taka yfir 10 fráköst og gefa yfir 5 stoðsendingar. Hinn leikmaðurinn er LeBron James en hann náði því með Cleveland Cavaliers árið 2015. Giannis Antetokounmpo averaged 35.2 PPG, 13.2 RPG and 5.0 APG in the Finals.He is the second player in NBA history to average 35+ points, 10+ rebounds and 5+ assists in a Finals series, joining LeBron James (35.8 PPG, 13.3 RPG, 8.8 APG) in 2015. pic.twitter.com/dCwzAQt4yW— NBA.com/Stats (@nbastats) July 21, 2021 Ef það var ekki nóg þá eru Giannis og Shaquille O’Neal einu tveir leikmennirnir sem hafa skorað yfir 40 stig og tekið 10 fráköst eða meira í þremur leikjum í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Shaq náði því með Los Angeles Lakers árið 2000. Giannis Antetokounmpo is the 2nd player in NBA history to record 3 games of 40+ points and 10+ rebounds in the an NBA Finals series, joining Shaquille O Neal in 2000. pic.twitter.com/qafWVbCBu0— NBA History (@NBAHistory) July 21, 2021 Það sem gerir þessa tölfræði enn magnaðri er að fyrir einvígið var alls óvíst hvort Giannis gæti tekið þátt í því þar sem hann var tæpur eftir að meiðast á hné gegn Atlanta Hawks í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikurinn í nótt var hinn fullkomni endir á svo gott sem fullkomnu tímabili fyrir Giannis sem varð einnig aðeins þriðji leikmaður í sögu deildarinnar til að valinn verðmætasti leikmaður deildarkeppninnar, verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins og varnarmaður ársins. Giannis Antetokounmpo joins Michael Jordan and Hakeem Olajuwon as the only players NBA history to win a regular season MVP Award, a Finals MVP Award and a Defensive Player of the Year Award. pic.twitter.com/Ks1Uhf9EA8— NBA History (@NBAHistory) July 21, 2021 Michael Jordan og Hakeem Olajuwon náðu einnig þeim áfanga á ferli sínum. Hér að neðan má svo sjá ótrúlega frammistöðu Giannis í síðari hálfleik leiksins í nótt þar sem hann var einfaldlega óstöðvandi. Það skipti engu máli þó Suns hefðu verið yfir í hálfleik, hann skoraði 33 af 50 stigum sínum í síðari hálfleik og tryggði Bucks fyrsta titilinn í hálfa öld. Gríska undrið kom, sá og sigraði. Giannis EXPLODES for 33 of his 50 points in the 2nd half of Game 6, fueling the @Bucks Taco Bell Comeback en route to their first NBA Championship in 50 years!50 PTS14 REB5 BLK17-19 FTM pic.twitter.com/qDbk0nHWeb— NBA (@NBA) July 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Sjá meira