Fleiri fréttir

CP3 sendi Phoenix í úrslit í fyrsta sinn í 28 ár

Phoenix Suns komust í nótt í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í þriðja sinn í sögu félagsins. Chris Paul var í sannkölluðu aðalhlutverki í að slá út sitt gamla félag LA Clippers með 130-103 sigri.

Haukar styrkja sig fyrir komandi tíma­bil

Sólrún Inga Gísladóttir hefur samið við silfurlið Hauka um að leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfubolta næstu þrjú árin. Sólrún Inga hefur undanfarin ár leikið með Coastal Georgia Mariners í bandaríska háskólaboltanum.

Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt

Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.

„Ekki verðlaunin sem ég var að sækjast eftir“

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var í dag valinn besti leikmaður tímabilsins í Domino's deild karla en hann hefði viljað skipta verðlaununum út fyrir Íslandsmeistaratitil.

Slökktu fyrst á deildarmeisturum Keflavíkur og svo í gosinu

Keflvíkingar voru ekki búnir að tapa leik síðan í febrúar þegar þeir mættu Þórsurum í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla í körfubolta. Þór vann þrjá af fjórum leikjum og tyggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

Landsliðsmaður heim á Krókinn

Sigtryggur Arnar Björnsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur ákveðið að snúa aftur heim úr atvinnumennsku og spila með Tindastóli á næstu leiktíð.

„Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt“

Milwaukee Bucks náðu í nótt 2-1 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar með 113-102 sigri gegn Atlanta Hawks. Khris Middleton átti risastóran þátt í sigrinum og skoraði fleiri stig en Atlanta í fjórða leikhlutanum.

Phoenix einum sigri frá úrslitaeinvíginu

Phoenix Suns er komið í ansi vænlega stöðu í úrslitum vesturdeildarinnar í NBA körfuboltanum er þeir komust í 3-1 í einvíginu gegn LA Clippers í nótt.

Milwaukee jafnaði metin

Allt er jafnt í úrslitum Austurdeildarinnar eftir annan leik Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks í NBA körfuboltanum.

Adomas Drungilas valinn verðmætasti leikmaðurinn

Adomas Drungilas, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's deild karla. Hann átti stórleik þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

„Fyrir klúbbinn og Jóhönnu“

Lárus Jónsson þjálfari Þórsara var að vonum sigurreifur eftir að hans menn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn.

„Einhliða ákvörðun mín og snýst bara um tíma“

„Ég er búinn að segja upp sem aðalþjálfari liðsins vegna anna annars staðar,“ segir Darri Freyr Atlason sem er hættur sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta. Hann býður þó áfram fram starfskrafta sína í Vesturbænum.

„Þyrfti að henda ansi mörgum bolum og derhúfum“

Brynjar Þór Björnsson, sem unnið hefur átta Íslandsmeistaratitla með KR, hefur trú á því að Þór Þorlákshöfn verði Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta sinn í kvöld. Brynjar segir gríðarlega pressu vera á Keflvíkingum.

Darri sagður hættur hjá KR

Darri Freyr Atlason er hættur sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta og einn af dáðustu sveinum þessa sigursæla liðs, Helgi Már Magnússon, gæti verið að taka við liðinu.

Loksins hnigu Sólirnar til viðar

Los Angeles Clippers eru orðnir þaulæfðir í því að lenda 2-0 undir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en ná alltaf að svara fyrir sig. Þeir unnu Phoenix Suns 106-92 í nótt í úrslitum vesturdeildarinnar og minnkuðu muninn í 2-1.

Durant fer fyrir Ólympíuliði Bandaríkjanna

Kevin Durant er stærsta nafnið Ólympíuliði Bandaríkjanna í körfubolta. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem eiga að vinna Ólympíugull fyrir Bandaríkin fjórða skiptið í röð.

„Minnti á KR-liðið sem vann alla þessa titla“

Rætt var um magnaðan varnarleik Keflvíkinga og Þórslið sem var mjög ólíkt sjálfu sér í Dominos Körfuboltakvöldi, eftir að Keflavík minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.

Young stórkostlegur þegar Haukarnir tóku forystuna

Trae Young hefur farið á kostum í úrslitakeppni NBA og átti enn einn stórleikinn þegar Atlanta Hawks sigraði Milwaukee Bucks, 113-116, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt.

Vanessa Bryant semur við þyrlufyrirtækið

Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, hefur ákveðið að semja í máli sínu gegn flugmanninum og eiganda þyrlunnar sem brotlenti í Los Angeles janúar á síðasta ári þar sem Kobe, dóttir hans, Gianna, sjö aðrir létust.

Sjá næstu 50 fréttir