Körfubolti

Dominykas Milka felldi Drungilas í gær en komst upp með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dominykas Milka sést hér stíga fyrir Adomas Drungilas í þessu umdeilda atviki.
Dominykas Milka sést hér stíga fyrir Adomas Drungilas í þessu umdeilda atviki. Skjámynd/S2 Sport

Þrír dómarar misstu af því í gær þegar Keflvíkingurinn Dominykas Milka felldi Þórsarann Adomas Drungilas í þriðja leik úrslitaeinvígis Keflavíkur og Þórs.

Dominykas Milka og Adomas Drungilas eru í harðri baráttu í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla í körfubolta og skipta þeir miklu máli fyrir sín lið.

Það er ekki hægt að segja annað en að Dominykas Milka hafi verið heppinn með að fá ekki þriðju villu sína undir lok annars leikhluta þegar hann felldi Adomas Drungilas sem hafði rétt áður tekið varnarfrákast.

Adomas Drungilas missti boltann í framhaldinu og þar sem að þetta gerðist undir hans eigin körfu fengu Keflvíkingar boltann í dauðafæri til að skora sem og þeir gerðu. Keflavík náði um leið ellefu stiga forskoti rétt fyrir hálfleik.

Það sást greinilega í endursýningunni hvernig Milka komst upp með það að fella landa sinn frá Litháen.

Þetta er jafnvel brot sem menn eru að fá gult spjald fyrir á Evrópumótinu í fótbolta og þar sem Adomas Drungilas var að byrja hraðaupphlaup þá hefði Milka eflaust átt að fá óíþróttamannslega villu fyrir þetta brot.

Hér fyrir neðan má sjá þetta umdeilda atvik sem Þórsarar voru mjög ósáttir með að allir þrír dómarar leiksins misstu af.

Klippa: Milka fellir Drungilas



Fleiri fréttir

Sjá meira


×