Körfubolti

Milwaukee jafnaði metin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik liðanna í nótt.
Úr leik liðanna í nótt. Patrick McDermott/Getty Images

Allt er jafnt í úrslitum Austurdeildarinnar eftir annan leik Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks í NBA körfuboltanum.

Atlanta vann fyrsta leik liðanna 116-113 en Milwaukee jafnaði metin á heimavelli í kvöld með 125-91 stórsigri.

Milwaukee lagði grunninn að sigrinum í öðrum leikhlutanum sem þeir unnu 43-17. Rosalegar tölur og sigurinn öruggur.

Giannis Antetokounmpo var ansi öflugur í liði Milwaukee. Hann skoraði 25 og tók níu fráköst. Grikkinn öflugur.

Trae Young gerði 48 stig í fyrsta leiknum en Milwaukee náði að hægja á honum í kvöld. Hann var þó stigahæstur með 15 stig.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×