Körfubolti

„Ekki verðlaunin sem ég var að sækjast eftir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður Axel tekur við verðlaununum úr höndum Hannesar, formanns KKÍ.
Hörður Axel tekur við verðlaununum úr höndum Hannesar, formanns KKÍ. vísir/sigurjón

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var í dag valinn besti leikmaður tímabilsins í Domino's deild karla en hann hefði viljað skipta verðlaununum út fyrir Íslandsmeistaratitil.

Verðlaunahátíð KKÍ fór fram í dag á Grand Hótel og þar stóð Hörður Axel uppi með bikarinn besti leikmaður tímabilsins. Hann fór fyrir liði deildarmeistara Keflavíkur sem töpuðu þó í úrslitaeinvíginu 3-1 gegn Þór frá Þorlákshöfn.

„Þetta voru ekki verðlaunin sem ég var að sækjast eftir,“ sagði hreinskilinn Hörður í leikslok.

Auðvitað á að maður að vera stoltur af því að fá þetta og þau verðlaun sem maður fékk og maður er það. En á sama tíma væri ég til í að skipta þessu út fyrir það sem við vorum með okkar helstu markmið að sækja.“

„Ég er keppnismaður og hef alltaf verið það. Ég set liðið fram fyrir minn eigin frama og það er kannski það sem ég er að gera akkúrat núna. Mér líður ekkert rosalega vel að hafa fengið þessi verðlaun og hálf óþægilega af því við náðum ekki að klára þetta.“

Sara Rún Hinriksdóttir úr liði Hauka var valinn besti leikmaðurinn í kvennaflokki en hún var í liði Hauka sem þurfti að sætta sig við silfur eftir 3-0 tap gegn Val í úrslitum Domino's deild kvenna. Hún var ekki viðstödd verðlaunafhendinguna í dag.

Bestu ungu leikmenn ársins voru valin Elísabeth Ýr Ægisdóttir úr Haukum og Styrmir Snær Þrastarson úr Þór Þorlákshöfn.

Klippa: Sportpakkinn - Lokahóf KKÍ

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×