Körfubolti

Lakers-maður gripinn glóðvolgur með gras og handtekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ekki er vitað hvort Alex Caruso var svona hissa þegar hann var handtekinn í gær.
Ekki er vitað hvort Alex Caruso var svona hissa þegar hann var handtekinn í gær. getty/Sean M. Haffey

Alex Caruso, leikmaður Los Angeles Lakers, var handtekinn í Texas í gær fyrir vörslu maríjúana.

Caruso var handtekinn þegar hann var að fara um borð um flugvél á Easterwood flugvellinum á lóð A&M háskólans.

Um fimmtíu grömm af maríjúana fundust í farangri Carusos. Hann var látinn laus eftir að hafa borgað tryggingu.

Hinn 27 ára Caruso hefur leikið með Lakers síðan 2017. Hann varð meistari með liðinu á síðasta tímabili.

Í vetur var Caruso með 6,4 stig, 2,9 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.