Körfubolti

Styrmir Snær: Það eru bókstaflega allir hérna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Styrmir kyssir bikarinn stoltur í kvöld.
Styrmir kyssir bikarinn stoltur í kvöld. vísir/hulda margrét

Styrmir Snær Þrastarson vissi eiginlega ekki alveg hvernig hann átti að haga sér eftir að Þór Þorlákshöfn tryggði sér titilinn

„Ég hef aldrei unnið neitt áður. Ekki í yngri flokkum og ekki í meistaraflokki. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Styrmir.

Þorlákshöfn er ekki stórt félag á landsvísu en Styrmir sagði það gera þetta enn sætara.

„Ég get eiginlega ekki lýst þessu. Þetta er svo stórt fyrir lítið bæjarfélag. Það eru bókstaflega allir í stúkunni.“

Styrmir var stífdekkaður í síðari hálfleik en náði samt að setja mark sitt á leikinn. Aðspurður sagði hann málið vera einfalt.

„Ég skeit í Keflavík í síðasta leik, svo fór ég og hugsaði minn gang. Svo átti ég lélegan fyrri hálfleik en svo kom þetta bara.“


Tengdar fréttir

Adomas Drungilas valinn verðmætasti leikmaðurinn

Adomas Drungilas, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's deild karla. Hann átti stórleik þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

„Fyrir klúbbinn og Jóhönnu“

Lárus Jónsson þjálfari Þórsara var að vonum sigurreifur eftir að hans menn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×