Körfubolti

Við erum margir heimastrákar sem höfum gengið í gegnum margt saman

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs, átti erfitt með að finna réttu orðinn eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Þarna eigast Styrmir Snær og Hörður Axel við og Emil stendur vaktina fyrir aftan liðsfélaga sinn.
Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs, átti erfitt með að finna réttu orðinn eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Þarna eigast Styrmir Snær og Hörður Axel við og Emil stendur vaktina fyrir aftan liðsfélaga sinn. Vísir/Hulda Margrét

Emil Karel Einarsson fyrirliði þórsara var sigurreifur í leikslok en ekki maður margra orða þar sem hann var rennblautur eftir fagnaðarlætin í leikslok.

,,Þetta er bara besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ sagði Emil Karel eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn.

Emil hrósaði liðsheildinni sérstaklega, en annars átti hann erfitt með að finna réttu orðinn í geðshræringunni.

,,Það er ekkert annað hægt að segja.Þetta er frábær liðsheild. Við erum margir heimastrákar og höfum farið í gegnum súrt og sætt saman. Ég veit bara varla hvað ég á að segja þetta er bara svo ótrúlega gaman!“


Tengdar fréttir

„Fyrir klúbbinn og Jóhönnu“

Lárus Jónsson þjálfari Þórsara var að vonum sigurreifur eftir að hans menn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×