„Minnti á KR-liðið sem vann alla þessa titla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 10:00 Þórsarar lentu í vandræðum gegn vörn Keflavíkur og urðu að sætta sig við tap. vísir/Hulda Margrét Rætt var um magnaðan varnarleik Keflvíkinga og Þórslið sem var mjög ólíkt sjálfu sér í Dominos Körfuboltakvöldi, eftir að Keflavík minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík vann þriðja leik liðanna af öryggi, 97-83, en þau mætast í fjórða leik í Þorlákshöfn annað kvöld. „Þetta Þórslið var mjög ólíkt sjálfu sér. Mikið af skrýtnum, töpuðum boltum og mikið af skrýtnum sóknum sem við sáum frá þeim,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson við þá Hermann Hauksson og Benedikt Guðmundsson, sérfræðinga sína. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórsarar ólíkir sjálfum sér „Þetta var ofboðslega þungur sóknarleikur hjá þeim,“ sagði Hermann um Þórsara. „Þeir voru að reyna að spinna sig í gegnum leikmenn Keflavíkur, eins og gekk vel hjá þeim í fyrstu tveimur leikjunum, en Keflvíkingarnir voru mikið fastari fyrir. Þórsarar misstu boltann ofboðslega illa, köstuðu boltanum jafnvel í hendurnar á Keflvíkingum, og voru bara að ströggla alls staðar í sóknarleiknum. Hvort sem það var í þriggja stiga skotum, inni í teig, eða hvort þeir voru að reyna að snúa sig frá andstæðingnum, þá gekk bara ekkert,“ sagði Hermann. Ekki sama gredda í Þórsurum Kjartan Atli sagði varnarleik Keflvíkinga hafa minnt á lið KR sem rakað hefur inn Íslandsmeistaratitlum síðustu ár en horfir nú á eftir titlinum til Þórs eða Keflavíkur: „Vörn Keflvíkinga var algjörlega mögnuð og minnti mann auðvitað á Keflavíkurliðið í vetur. Þetta minnti líka á KR-liðið sem vann alla þessa titla í röð. Stundum bara stigu KR-ingar „ofar“ á mann. Það er ekkert taktískt við það. Þeir voru bara einbeittari, harðari og fljótari, og vörnin varð bara betri án þess að það væri einhver taktíkt á bakvið það. Mér fannst þetta vera þannig hjá Keflavík núna,“ sagði Kjartan og Benedikt tók undir: „Algjörlega. Keflvíkingar voru virkilega grimmir. Tímabilið var undir hjá þeim á meðan að Þórsararnir voru svona… Maður veit hvernig þetta er. Að koma 2-0 yfir í leik þrjú – það er ekki sama greddan í gangi. Það er erfitt að keyra sig upp í leik þrjú, 2-0 yfir. Þetta er því blanda af báðu en þetta var ógeðslega flott vörn hjá Keflavík, sérstaklega á hálfum velli. Einu skiptin sem þeir lentu í vandræðum var eftir tapaða bolta, þegar Þórsararnir komu á ferðinni á þá. Að öðru leyti voru þeir með algjört „lockdown“,“ sagði Benedikt. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Keflavík vann þriðja leik liðanna af öryggi, 97-83, en þau mætast í fjórða leik í Þorlákshöfn annað kvöld. „Þetta Þórslið var mjög ólíkt sjálfu sér. Mikið af skrýtnum, töpuðum boltum og mikið af skrýtnum sóknum sem við sáum frá þeim,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson við þá Hermann Hauksson og Benedikt Guðmundsson, sérfræðinga sína. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórsarar ólíkir sjálfum sér „Þetta var ofboðslega þungur sóknarleikur hjá þeim,“ sagði Hermann um Þórsara. „Þeir voru að reyna að spinna sig í gegnum leikmenn Keflavíkur, eins og gekk vel hjá þeim í fyrstu tveimur leikjunum, en Keflvíkingarnir voru mikið fastari fyrir. Þórsarar misstu boltann ofboðslega illa, köstuðu boltanum jafnvel í hendurnar á Keflvíkingum, og voru bara að ströggla alls staðar í sóknarleiknum. Hvort sem það var í þriggja stiga skotum, inni í teig, eða hvort þeir voru að reyna að snúa sig frá andstæðingnum, þá gekk bara ekkert,“ sagði Hermann. Ekki sama gredda í Þórsurum Kjartan Atli sagði varnarleik Keflvíkinga hafa minnt á lið KR sem rakað hefur inn Íslandsmeistaratitlum síðustu ár en horfir nú á eftir titlinum til Þórs eða Keflavíkur: „Vörn Keflvíkinga var algjörlega mögnuð og minnti mann auðvitað á Keflavíkurliðið í vetur. Þetta minnti líka á KR-liðið sem vann alla þessa titla í röð. Stundum bara stigu KR-ingar „ofar“ á mann. Það er ekkert taktískt við það. Þeir voru bara einbeittari, harðari og fljótari, og vörnin varð bara betri án þess að það væri einhver taktíkt á bakvið það. Mér fannst þetta vera þannig hjá Keflavík núna,“ sagði Kjartan og Benedikt tók undir: „Algjörlega. Keflvíkingar voru virkilega grimmir. Tímabilið var undir hjá þeim á meðan að Þórsararnir voru svona… Maður veit hvernig þetta er. Að koma 2-0 yfir í leik þrjú – það er ekki sama greddan í gangi. Það er erfitt að keyra sig upp í leik þrjú, 2-0 yfir. Þetta er því blanda af báðu en þetta var ógeðslega flott vörn hjá Keflavík, sérstaklega á hálfum velli. Einu skiptin sem þeir lentu í vandræðum var eftir tapaða bolta, þegar Þórsararnir komu á ferðinni á þá. Að öðru leyti voru þeir með algjört „lockdown“,“ sagði Benedikt. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti