Körfubolti

Phoenix einum sigri frá úrslitaeinvíginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr rimmu liðanna.
Úr rimmu liðanna. Christian Petersen/Getty Images

Phoenix Suns er komið í ansi vænlega stöðu í úrslitum vesturdeildarinnar í NBA körfuboltanum er þeir komust í 3-1 í einvíginu gegn LA Clippers í nótt.

Suns vann fyrstu tvo leikina en Clippers virtist vera koma til baka úr enn einu einvíginu með sigri í síðasta leik. Phoenix var þó ekki á sama máli.

Mikið jafnræði var með liðunum nær allan leikinn. Phoenix var níu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutan og leiddi með fjórtán stigum í hálfleik.

Góður þriðji leikhluti Clippers, þar sem þeir unnu 30-19, kom þeim á nýjan leik inn í leikinn en Sólirnar reyndust sterkari og unnu að lokum 84-80.

Devin Booker var stigahæstur í liði Phoenix en hann gerði 25 stig. Deandre Ayton hirti hvert frákastið á fætur öðru og endaði með 22 fráköst.

Í liði Clipers var Paul George í aðalhlutverki. Hann gerði 23 stig, tók sextán fráköst og gaf sex stoðsendingar.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×