Fleiri fréttir

Magdeburg og Bergischer höfðu betur í Íslendingaslögum dagsins

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og tveir af þeim voru Íslendingaslagir. Magdeburg með Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson innanborðs vann öruggan sigur gegn Daníel Þór Ingasyni og HBW Balingen-Weilstetten 28-17. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer sem vann með minnsta mun gegn Andra Má Rúnarssyni og félögum hans í Stuttgart, 26-25.

Haukur í hóp og Sigvaldi skoraði eitt er Kielce lagði Veazprém í Meistaradeildinni

Haukur Þrastarson var í fyrsta skipti í hóp hjá pólska liðinu Vive Kielce í keppnisleik þegar að liði mætti Telekom Veszprém frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag eftir löng og erfið meiðsli. Sigvaldi Björn Guðjónsson leikur einnig með Kielce, en hann skoraði eitt mark þegar að liðið vann 32-29.

Leikmaður Lemgo handtekinn á Íslandi

Samkvæmt heimildum Vísis var leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Lemgo handtekinn hér á landi í morgun vegna gruns um kynferðisbrot.

„Sjaldan sem menn ná árangri strax“

Á ýmsu hefur gengið hjá Guðmundi Guðmundssyni undanfarna daga. Á sunnudaginn var honum sagt upp störfum hjá Melsungen í Þýskalandi en í gær var hann kynntur sem nýr þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fredericia og tekur við liðinu næsta sumar.

Átta strákar í bann vegna veðmálasvindls

Stór hluti leikmannahóps U19-landsliðs Rússa í handbolta karla er grunaður um að hafa verið í sambandi við veðmálafyrirtæki og hagrætt úrslitum á Evrópumótinu í Króatíu í ágúst.

Neitaði að taka við af Guðmundi

Sænski handboltaþjálfarinn Robert Hedin stendur í framkvæmdum heima hjá sér og ætlar ekki að taka við þýska liðinu Melsungen af Guðmundi Guðmundssyni.

Ýmir og félagar gerðu jafntefli | Kristján Örn skoraði tvö

Forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta er í fullum gangi og í dag voru fjórir Íslendingar í eldlínunni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen gerðu jafntefli gegn Benfica, 31-31, og Kristján Örn Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir franska liðið PAUC í jafntefli gegn norska liðinu ØIF Arendal.

Guðmundur snýr aftur til Danmerkur

Guðmundur Guðmundsson tekur við danska úrvalsdeildarliðinu Fredericia næsta sumar. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Fredericia.

Þjálfari Lem­go varar við van­mati

Valur og Lemgo mætast að Hlíðarenda í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handbolta. Florian Kehrmann, þjálfari þýska félagsins, segir mikilvægt að sýnir menn vanmeti ekki Val.

„Hef reynt að kenna honum að orðum fylgir ábyrgð“

Í viðtali við Vísi eftir eins marks tap Gróttu fyrir Íslandsmeisturum Vals, 21-22, í 1. umferð Olís-deildar karla óskaði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Seltirninga, eftir að dómarar myndu sýna honum meiri virðingu.

Sel­fyssingar á­fram í Evrópu eftir jafn­tefli

Selfyssingar eru komnir áfram í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta eftir að hafa gert jafntefli gegn tékkneska liðinu Koprivnice í dag. Lokatölur 28-28, en Selfoss vann fyrri leikinn með sex mörkum og fara því áfram.

Einar: Fullt af möguleikum til að ná stigum

Einar Jónsson stýrði Fram í fyrsta sinn í deildarleik í átta ár þegar liðið tapaði fyrir Haukum í kvöld, 29-27. Hann kvaðst nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna en var svekktur með tapið.

Haukar og Valur með góða sigra

Haukar og Valur hófu tímabilið í Olís deild kvenna á góðum sigrum í dag. Valur lagði Aftureldingu örugglega í Mosfellsbæ, lokatölur 20-31. Haukar unnu svo sex marka sigur á HK, 21-15.

Martha Hermannsdóttir: Honum verður ekki að ósk sinni í ár

Martha Hermannsdóttir leikmaður KA/Þór var frábær fyrir liðið í dag þegar þær mættu ÍBV í fyrsta leik Olís deildar kvenna. Hún skoraði 9 mörk, þar af eitt af vítalínunni þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Það mark tryggði sigur KA/Þór á móti ÍBV í háspennuleik sem endaði 26-24.

Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Sigurjóns Guðmundssonar

Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina í marki HK þegar að liðið tók á móti KA í fyrstu umferð Olís-deildar karla síðasta fimmtudag. Sigurjón varði 18 bolta og sérfræðingar Seinni bylgjunnar veittu honum verðskuldaða athygli. Sigurjón er sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns Íslands.

Selfyssingar með sex marka forystu eftir fyrri leikinn

Selfyssingar heimsóttu tékkneska liðið Koprivnice í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta í dag. Selfyssingar voru með frumkvæðið allan leikinn og unnu að lokum öruggan sex marka sigur, 25-31.

Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana

Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH.

Guðmundur Guðmundsson hættir með Melsungen

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins og MT Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, er að hætta með liðið eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Kristján Örn hafði betur í Íslendingaslag

Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy tóku á móti Kristjáni Erni Kristjánssyni og félögum hans í PAUC í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. Kristján Örn og félagar höfðu mikla yfirburði strax frá byrjun og unnu að lokum sannfærandi 12 marka sigur, 26-38.

Teitur skoraði fimm í naumu tapi

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í IFK Kristianstad heimsóttu Redbergslids IK í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Teitur skoraði fjögur mörk þegar að liðið tapaði með minnsta mun, 30-29.

Sjá næstu 50 fréttir