Handbolti

Guðmundur Guðmundsson hættir með Melsungen

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðmundur hefur þjálfað Melsungen frá því í mars í fyrra.
Guðmundur hefur þjálfað Melsungen frá því í mars í fyrra. Swen Pförtner/picture alliance via Getty Images

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins og MT Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, er að hætta með liðið eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Frá þessu er greint á Instagram-reikningnum Handball.Leaks, en félagið hefur þó ekki sent frá sér tilkynningu á heimasíðu sinni.

Þá er einnig greint frá því að Svíinn Robert Hedlin muni taka við starfi Guðmundar.

Guðmundur tók við þýska liðinu í mars á síðasta ári og undir hans stjórn komst liðið í bikarúrslit, en þurfti að sætta sig við silfurverðlaun. Liðið hafnaði í áttunda sæti deildarinnar með 41 stig.

Melsungen hefur hinsvegar farið illa af stað í deildinni á þessu tímabili og hefur aðeins náð í eitt stig úr fyrstu þrem leikjum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×