Martha Hermannsdóttir: Honum verður ekki að ósk sinni í ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2021 16:19 Martha Hermannsdóttir var frábær í liði KA/Þórs í dag. vísir/bára Martha Hermannsdóttir leikmaður KA/Þór var frábær fyrir liðið í dag þegar þær mættu ÍBV í fyrsta leik Olís deildar kvenna. Hún skoraði 9 mörk, þar af eitt af vítalínunni þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Það mark tryggði sigur KA/Þór á móti ÍBV í háspennuleik sem endaði 26-24. Sigurður Bragason þjálfari ÍBV var að vonum svekktur eftir leikinn en gat ekki annað en grínast með að nú þyrfti Martha að fara að hætta. Hún væri of góð. „Hann var að segja að ég þyrfti að fara að hætta þessu. Ég sagði við hann að þetta væri bara svo gaman, hann þekkti það en þetta er frábær sigur. Rut meiddist auðvitað í síðasta leik þannig við hinar þurftum að stíga aðeins upp og taka aðeins meira til okkar. Þá mæðir oft aðeins meira á þessum eldri og reyndari, ég tel mig vera í þeim hóp þannig ég tók það bara og það gekk bara mjög vel,“ sagði Martha kampakát eftir leikinn. Martha var meidd nánast allt síðasta tímabil en gat hjálpað KA/Þór í úrslitakeppninni sem endaði með Íslandsmeistaratitlinum. „Ég er bara loksins góð. Ég kom inn í úrslitakeppnina í fyrra og var frekar óörugg þar sem ég var að stíga upp úr meiðslunum. Maður þorir ekki alveg að beita sér 100% en ég æfði vel í sumar og ég held ég sé bara í toppstandi.“ Spurð út í það hvort Sigurði verði að ósk sinni að hún hætti, brosti Martha og hafði þetta að segja, „Nei honum verður ekki að ósk sinni í ár og jafnvel ekki heldur á næsta ári því ég er að hugsa um að vera með þá líka.“ Leikurinn var mikill spennutryllir og skiptust liðin á að halda í forystuna. „Já þetta var svakalegur leikur. Það var einn aðili að segja mér hérna áðan að það skiptist tólf sinnum á forystunni í leiknum. Þannig forystan var fram og til baka og það sýnir bara að þetta eru jöfn lið. Við vorum dálítið að leka í fyrri hálfleik. Við erum vanar að spila góðan varnarleik og ná góðum hraðaupphlaupum en þær voru að skora dálítið á okkur. Sem betur fer var Matea geggjuð í markinu, hún bjargaði okkur oft á ögurstundum annars hefðu þær jafnvel náð meiri forystu. Við náðum svo að komast yfir í seinni hálfleik og þær jöfnuðu svo aftur. Þannig liðin voru mikið að skiptast á og það sýnir bara að þetta eru tvö geggjuð lið með góða markvörslu.“ Spurð út í deildina telur Martha að það verði fleiri lið sem geti keppt að titlinum. „Þetta verður bara rosalega skemmtileg deild. Það eru mörg lið búinn að styrkja sig og stíga upp. Ég held að allir leikir verði bara baráttuleikir og það verður barátta um að komast í úrslitakeppnina.“ Markmið liðsins og hennar eru klár fyrir mótið. „Við erum búnar að setja okkur það markmið að vera í úrslitakeppninni. Það er erfitt að koma inn í deild og verja titill. Eins og þær sögðu í Seinni Bylgjunni þá var þetta kannski auðveldara í fyrra hjá okkur þar sem við komum frekar óvænt og það var í raun lítill pressa. Nú er pressa á okkur þar sem við erum Íslandsmeistarar en við erum bara með það sterkann hóp að við ætlum að standast þessa pressu og stefnum auðvitað á titilinn aftur. Það sem ég stefni að er að vera heil og vera með, geta spilað og hjálpað liðinu eins og ég get.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 26-24 | Íslandsmeistararnir byrja titilvörnina á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs hófu titilvörn sína á tveggja marka sigri gegn ÍBV. Lokatölur 26-24 í jöfnum og spennandi leik sem setti tóninn fyrir komandi tímabil. 18. september 2021 15:30 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Sjá meira
Sigurður Bragason þjálfari ÍBV var að vonum svekktur eftir leikinn en gat ekki annað en grínast með að nú þyrfti Martha að fara að hætta. Hún væri of góð. „Hann var að segja að ég þyrfti að fara að hætta þessu. Ég sagði við hann að þetta væri bara svo gaman, hann þekkti það en þetta er frábær sigur. Rut meiddist auðvitað í síðasta leik þannig við hinar þurftum að stíga aðeins upp og taka aðeins meira til okkar. Þá mæðir oft aðeins meira á þessum eldri og reyndari, ég tel mig vera í þeim hóp þannig ég tók það bara og það gekk bara mjög vel,“ sagði Martha kampakát eftir leikinn. Martha var meidd nánast allt síðasta tímabil en gat hjálpað KA/Þór í úrslitakeppninni sem endaði með Íslandsmeistaratitlinum. „Ég er bara loksins góð. Ég kom inn í úrslitakeppnina í fyrra og var frekar óörugg þar sem ég var að stíga upp úr meiðslunum. Maður þorir ekki alveg að beita sér 100% en ég æfði vel í sumar og ég held ég sé bara í toppstandi.“ Spurð út í það hvort Sigurði verði að ósk sinni að hún hætti, brosti Martha og hafði þetta að segja, „Nei honum verður ekki að ósk sinni í ár og jafnvel ekki heldur á næsta ári því ég er að hugsa um að vera með þá líka.“ Leikurinn var mikill spennutryllir og skiptust liðin á að halda í forystuna. „Já þetta var svakalegur leikur. Það var einn aðili að segja mér hérna áðan að það skiptist tólf sinnum á forystunni í leiknum. Þannig forystan var fram og til baka og það sýnir bara að þetta eru jöfn lið. Við vorum dálítið að leka í fyrri hálfleik. Við erum vanar að spila góðan varnarleik og ná góðum hraðaupphlaupum en þær voru að skora dálítið á okkur. Sem betur fer var Matea geggjuð í markinu, hún bjargaði okkur oft á ögurstundum annars hefðu þær jafnvel náð meiri forystu. Við náðum svo að komast yfir í seinni hálfleik og þær jöfnuðu svo aftur. Þannig liðin voru mikið að skiptast á og það sýnir bara að þetta eru tvö geggjuð lið með góða markvörslu.“ Spurð út í deildina telur Martha að það verði fleiri lið sem geti keppt að titlinum. „Þetta verður bara rosalega skemmtileg deild. Það eru mörg lið búinn að styrkja sig og stíga upp. Ég held að allir leikir verði bara baráttuleikir og það verður barátta um að komast í úrslitakeppnina.“ Markmið liðsins og hennar eru klár fyrir mótið. „Við erum búnar að setja okkur það markmið að vera í úrslitakeppninni. Það er erfitt að koma inn í deild og verja titill. Eins og þær sögðu í Seinni Bylgjunni þá var þetta kannski auðveldara í fyrra hjá okkur þar sem við komum frekar óvænt og það var í raun lítill pressa. Nú er pressa á okkur þar sem við erum Íslandsmeistarar en við erum bara með það sterkann hóp að við ætlum að standast þessa pressu og stefnum auðvitað á titilinn aftur. Það sem ég stefni að er að vera heil og vera með, geta spilað og hjálpað liðinu eins og ég get.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 26-24 | Íslandsmeistararnir byrja titilvörnina á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs hófu titilvörn sína á tveggja marka sigri gegn ÍBV. Lokatölur 26-24 í jöfnum og spennandi leik sem setti tóninn fyrir komandi tímabil. 18. september 2021 15:30 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 26-24 | Íslandsmeistararnir byrja titilvörnina á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs hófu titilvörn sína á tveggja marka sigri gegn ÍBV. Lokatölur 26-24 í jöfnum og spennandi leik sem setti tóninn fyrir komandi tímabil. 18. september 2021 15:30