Handbolti

Yfirburðir í seinni hálfleik skiluðu Sigvalda og félögum stórsigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sigvaldi skoraði tvö mörk fyrir pólsku meistarana í dag.
Sigvaldi skoraði tvö mörk fyrir pólsku meistarana í dag. PA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar hans í Vive Kielce unnu í dag stórsigur á útivelli gegn Gornik Zabrze í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 21-30, en Sigvaldi skoraði tvö mörk fyrir Kielce.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og heimamenn héldu í við pólsku meistarana lengi vel. Þegar að flautað var til hálfleiks höfðu þeir eins marks forystu, 15-14.

Leikmenn Zabrze byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu þrjú mörk gegn einu marki Kielce á fyrstu mínútum hálfleiksins og komust í 18-15. Þá tóku Sigvaldi og félagar við sér og næstu tíu mörk leiksins voru þeirra.

Þegar að tæpar tíu mínútur voru til leiksloka hafði staðan sveiflast úr 18-15 í 18-25 og sigur Kielce manna því orðinn formsatriði.

Sigvaldi og félagar unnu að lokum níu marka sigur, 21-30. Liðið hefur ekki tapað deildarleik síðan 9. október 2019.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.