Fleiri fréttir

Auðvelt hjá Berlin

Füchse Berlin styrkti stöðu sína í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í dag með öruggum sigri, 28-20, á Balingen.

Kiel lagði AG í Meistaradeildinni

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel höfðu betur gegn danska ofurliðinu AG Köbenhavn í Meistaradeildinni í dag. Lokatölur 28-26 í bráðfjörugum og skemmtilegum leik.

Ernir Hrafn slakur í tapleik

Ernir Hrafn Arnarson og félagar í Düsseldorf fengu skell á heimavelli gegn Saarlouis í dag. Lokatölur 25-34.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 23-30

Akureyri vann öruggan sigur á Val í Vodafone-höllinni í síðasta leik liðanna fyrir landsleikjafríið langa. Akureyri var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn aldrei í hættu. Bjarni Fritzson var atkvæðamestur í liði Akureyrar með tíu mörk en Sturla Ásgeirsson gerði níu fyrir Val.

Slæmt tap hjá Löwen | Kári í stuði gegn meisturunum

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen urðu af mikilvægum stigum í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar er þeir töpuðu fyrir Flensburg í dag, 37-34. Flensburg átti stig á Löwen fyrir leikinn og Löwen er nú þrem stigum á eftir Flensburg og Hamburg. Löwen er í fimmta sæti.

HM 2011: Rakel Dögg gerði upp Brasilíuferðina í þætti Þorsteins J

Ítarleg umfjöllun var um undanúrslitaleikina í HM kvenna í handbolta í gær á Stöð 2 sport. Rakel Dögg Bragadóttir var gestur þáttarins en hún meiddist alvarlega á hné nokkrum dögum áður en HM hófst í Brasilíu. Rakel tók að sér nýtt hlutverki í leikmannahópnum á meðan keppnin fór fram í Brasilíu og fór hún yfir mótið með Þorsteini J., Geir Sveinssyni, og Guðjóni Guðmundssyni.

HM kvenna 2011: Þórir og norsku stelpurnar í úrslitaleikinn

Norska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á HM kvenna í handbolta eftir öruggan átta marka sigur á Spáni, 30-22, í undanúrslitaleiknum í kvöld. Þórir Hergeirsson er þar með búinn að koma norska liðinu í úrslitaleikinn á tveimur stórmótum í röð en norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar undir hans stjórn í fyrra.

Jesper Nielsen: Við ætlum að vinna Kiel

Danska ofurliðið AG Köbehavn fær alvöru próf um helgina er það sækir besta lið Þýskalands í dag, Kiel, heim. AG ætti að fá svör í þeim leik hversu langt félagið er frá því að geta keppt við bestu lið Evrópu.

HM kvenna: Frönsku stelpurnar unnu Dani og fóru í úrslitaleikinn

Franska kvennalandsliðið í handbolta er komið í úrslitaleikinn á HM í Brasilíu eftir fimm marka sigur á Danmörku, 28-23, í undanúrslitaleik í kvöld. Þetta er önnur heimsmeistarakeppnin í röð sem Frakkland fer í úrslitaleikinn en þær töpuðu fyrir Rússum fyrir tveimur árum. Frakkar mæta annaðhvort Noregi eða Spáni í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn hefst klukkan tíu.

Aron Pálmarsson: Vinnum AG ef við spilum okkar leik

Aron Pálmarsson var í viðtali hjá HBOLD.dk í tilefni af því að Aron og félagar hans í THW Kiel taka á móti dönsku meisturunum í AG Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni á sunnudaginn. AG er í efsta sæti riðilsins einu stigi á undan Kiel.

Ljóst hvaða lið mætast í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum

HSÍ hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram hvaða fjögur karlalið og fjögur kvennalið munu taka þá í Deildarbikar HSÍ sem fer fram eins og áður á milli jóla og nýárs. Í ár líkt og í fyrra ber keppnin heitið Flugfélags Íslands Deildarbikarinn.

Ólafur Stefánsson og Sigfús báðir í 28 manna forvalshóp fyrir EM í Serbíu

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur tilkynnt hvaða 28 leikmenn koma til greina í sextán manna hóp hans fyrir Evrópumótið í Serbíu sem hefst í næsta mánuði. Guðmundur varð að senda forvalslista sinn inn til EHF og hann getur ekki kallað á aðra leikmenn þegar hann velur lokahóp sinn.

HM 2011: Hvaða lið fara í úrslitaleikinn í Brasilíu?

Það ræðst í kvöld hvaða lið leika til úrslita á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna í Brasilíu. Báðir undanúrslitaleikirnir verða sýndir á Stöð 2 sport og ítarleg umfjöllun verður á milli leikja í þættinum Þorsteinn J og gestir. Danir og Frakkar eigast við kl. 19.15, og Norðmenn leika gegn Spánverjum kl. 21.50.

Fer Þórir með Noreg í úrslit?

Þórir Hergeirsson á möguleika á því að koma norska kvennalandsliðinu í úrslitaleikinn á HM þegar Noregur mætir Spáni í undanúrslitum á HM kvenna í Brasilíu í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 24-27

FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 útisigur á botnliði Gróttu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Grótta tapaði þarna sínum ellefta deildarleik í röð en FH-ingar voru nálægt því að missa frá sér sigurinn í lokin.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 30-27

HK tryggði sér þátttökurétt í deildarbikarnum með sigri á Fram í N1-deild karla í kvöld. Með sigrinum fór HK um leið upp í annað sæti deildarinnar.

HM kvenna 2011: Spánn sló út Brasilíu eftir mikla dramatík

Spánn varð fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á HM kvenna í handbolta í Brasilíu eftir dramatískan sigur á heimastúlkum í Brasilíu. Spánn mætir Noregi í undanúrslitunum á föstudaginn en í hinum leiknum spila Danmörk og Frakkland.

Rhein-Neckar Löwen datt út úr þýska bikarnum í kvöld

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen duttu út fyrir þýsku meisturunum í HSV Hamburg í sextán liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld. HSV Hamburg vann leikinn 33-32 í framlengingu en Michael Kraus skoraði sigurmark Hamburg af vítalínunni.

AG með fimm stiga forskot eftir öruggan sigur á Viborg

AG Kaupmannahöfn vann öruggan 29-23 sigur á Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þetta var fjórtán sigur liðsins í sextán deildarleikjum á þessu tímabili og liðið er nú með fimm stiga forskot á KIF Kolding á toppi deildarinnar.

Aron með fimm mörk þegar Kiel sló Füchse Berlin úr úr bikarnum

Alfreð Gíslason hafði betur á móti Degi Sigurðssyni í 16 liða úrslitum þýska bikarsins í Berlín í kvöld. THW Kiel vann Füchse Berlin 39-28 og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum. Kiel er ríkjandi bikarmeistari og hefur unnið þýska bikarinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum.

HM kvenna 2011: Dönsku stelpurnar komnar í undanúrslit - unnu Angóla

Danska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti í undanúrslitunum á HM kvenna í handbolta í Brasilíu með því að vinna 28-23 sigur á Angóla í átta liða úrslitunum dag. Dönsku stelpurnar mæta Frökkum í undanúrslitunum en þær frönsku slógu út heimsmeistara Rússa fyrr í dag.

HM 2011: Rússar spila ekki um verðlaun

Heimsmeistarar Rússlands, sem slógu stelpurnar okkar úr leik í 16-liða úrslitum HM í Brasilíu, töpuðu í dag fyrir Frökkum í fjórðungsúrslitum keppninnar, 25-23.

Karen Knútsdóttir er með bestu vítanýtinguna

Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi íslenska kvennalandsliðsins, sýndi stáltaugar á vítalínunni á HM í Brasilíu og nýtti 13 af 14 vítum sínum í keppninni sem gerir 93ja prósenta vítanýtingu.

Stelpurnar eiga enn mikið inni

Ágúst Jóhannsson, þjálfari stelpnanna okkar, fór yfir sögulegt heimsmeistaramót í Brasilíu í samtali við Sigurð Elvar Þórólfsson.

Eins og að missa Ólaf Stefánsson

Rakel Dögg Bragadóttir var ekki með á þessu heimsmeistaramóti vegna meiðsla, en hún sleit krossband í hægra hné rétt fyrir mótið. Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari þekkir vel til Rakelar enda er hann þjálfari Levanger í Noregi þar sem Rakel hefur leikið undanfarin ár.

HM 2011: Ísland endaði í tólfta sæti

Fjórðungsúrslitunum á HM í Brasilíu lauk í kvöld með öruggum sigri heimamanna á Fílabeinsströndinni, 35-22. Þar með er ljóst hvernig liðin raðast niður í 9.-16. sæti keppninnar og enduðu stelpurnar okkar í tólfta sæti, eins og áður hefur verið greint frá.

HM kvenna 2011: Þær dönsku sluppu með skrekkinn á móti Japan

Sigurganga danska kvennalandsliðsins í handbolta á HM í Brasilíu endaði næstum því í sextán liða úrslitum keppninnar í kvöld þegar þær unnu 23-22 sigur á móti Japan í framlengdum leik í sextán liða úrslitum keppninnar. Danir og Norðmenn komust því í átta liða úrslitin en Íslands og Svíþjóð eru úr leik.

HM kvenna 2011: Frakkar slógu út Svía | Snéru leiknum í lokin

Frakkland tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum á HM kvenna í handbolta í Brasilíu með því að vinna 26-23 sigur á Svíþjóð í 16 liða úrslitunum í dag. Svíar voru þremur mörkum yfir í hálfleik en misstu leikinn frá sér í lokin.

Knútur: Eigum ekki fyrir farinu heim

„Ég er gríðarlega stoltur af þessu liði eins og öll þjóðin. Þetta eru æðislegar stelpur, miklir fagmenn, og náum flottum árangri á fyrsta heimsmeistaramótinu. Þær gefast aldrei upp og þetta er bara yndislegur hópur,“ sagði Knútur Hauksson, formaður Handknattleikssambands Íslands, í gær í Barueri.

Evgeny Trefilov í ham - myndir

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, fylgdist vel með þjálfara rússneska landsliðsins, hinum skrautlega Evgeny Trefilov, í leik Íslands og Rússlands í dag.

Sjá næstu 50 fréttir