Handbolti

HM 2011: Hvaða lið fara í úrslitaleikinn í Brasilíu?

Þórir Hergeirsson er þjálfari norska kvennalandsliðsins.
Þórir Hergeirsson er þjálfari norska kvennalandsliðsins. Pjetur
Það ræðst í kvöld hvaða lið leika til úrslita á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna í Brasilíu. Báðir undanúrslitaleikirnir verða sýndir á Stöð 2 sport og ítarleg umfjöllun verður á milli leikja í þættinum Þorsteinn J og gestir. Danir og Frakkar eigast við kl. 19.15, og Norðmenn leika gegn Spánverjum kl. 21.50.

Þáttur Þorsteins J hefst 20.55 og verður Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, gestur þáttarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×