Stelpurnar eiga enn mikið inni Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos. skrifar 13. desember 2011 07:00 Mynd/Pjetur „Fyrir þetta mót vonaðist ég eftir kannski einum sigri. Og það var kannski stór ákvörðun að ætla sér upp úr riðlinum en það var raunhæft. Ég er bara mjög ánægður með útkomuna, glæsilegur árangur að ná þremur sigrum í riðlinum og vera í 16 liða úrslitum. Þetta er glæsilegt hjá stelpunum," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, í gær í Barueri. Ágúst hefur ásamt „Stelpunum okkar" fangað athygli íslensku þjóðarinnar með frábærum árangri á fyrsta heimsmeistaramóti liðsins frá upphafi. Liðið vann 3 leiki og tapaði 3 og var nálægt því að ná öðru sætinu í A-riðli en endaði í því fjórða. Byrjaði allt í TékkaleikjunumMynd/PjeturHvernig útskýrir þú þá stemningu sem myndaðist í íslenska liðinu á þessu móti? „Það gaf okkur mikið að vinna Svartfjallaland í fyrsta leik. Þetta byrjaði eiginlega með leikjunum gegn Tékkum á Íslandi. Það var mikill stígandi í þeim leikjum og ég fann að stelpurnar fengu meira sjálfstraust eftir því sem leið nær heimsmeistaramótinu. Það er frábær liðsheild í þessum hópi." „Tapleikurinn gegn Angóla er eftir á að hyggja ekkert óeðlileg úrslit. Angóla er bara með hörkulið og við vorum kannski aðeins of hátt uppi andlega eftir sigurinn gegn Svartfjallalandi." Er eitthvað hægt að gera betur í undirbúningi liðsins fyrir svona stórmót – þarf liðið meiri tíma til æfinga? „Ég held að undirbúningurinn hafi verið góður. Liðið kom ekki of snemma saman fyrir þetta mót, ég vildi hafa þetta svona. Það er ekki gott að vera of lengi saman, það eru lið á þessu móti sem voru saman í nokkrar vikur fyrir mótið og það gaf þeim ekki neitt. Þetta var 10 daga undirbúningur, með allt liðið, 2 æfingaleikir á Íslandi og einn í London á leiðinni út. Þetta plan gekk upp og ég er sáttur." Hrósar HSÍ og aðstoðarmönnunumMynd/PjeturÁgúst hrósar starfsfólki HSÍ og aðstoðarmönnum sínum á þessu móti. „Öll umgjörð liðsins er til fyrirmyndar, ég get ekki kvartað. Það er allt gert til þess að láta hlutina ganga upp. Allur aðbúnaður fyrir okkur þjálfarana og leikmenn er fyrsta flokks." Þjálfarinn hefur margoft lýst því yfir að það sé mikilvægast fyrir íslenskar handboltakonur sem ætli sér að verða betri að komast að hjá liðum í sterkari deild en á Íslandi. „Með fullri virðingu fyrir íslensku deildinni þurfa fleiri leikmenn að komast í betri deildir, spila fleiri erfiða leiki og bæta sig á öllum sviðum. Við sjáum það á þessu móti að við eigum enn mikið inni á mörgum sviðum. Við þurfum að fá fleiri leikmenn sem geta þolað mikið álag á stuttum tíma. Það gerist aðeins í lyftingasalnum og á aukaæfingum," segir Ágúst. Þær þurfa að gera meiraMynd/Pjetur„Þetta á við um alla leikmenn á Íslandi í kvennaboltanum. Þær þurfa að gera meira til að verða betri. Möguleikarnir eru til staðar og leikmenn þurfa ekki endilega að fara til liða í efstu deild í Noregi, Danmörku eða Þýskalandi. Það er hægt að bæta sig í næstefstu deild í þessum löndum. Á þessu móti spilum við 5 leiki á 7 dögum og það er nánast jafnmikið og margir leikmenn á Íslandi hafa leikið í deildarkeppninni. Það eru góðir þjálfarar á Íslandi og tæknilega stöndum við samhliða mörgum af þessum sterku þjóðum. Við þurfum hins vegar að vinna betur með líkamsstyrk og hlaupagetu. Það geta leikmenn gert sjálfir með aðstoð fagfólks." Hvað finnst þér um handboltann sem þú hefur séð hér á HM í Brasilíu? Er eitthvað nýtt undir sólinni að koma fram á þessu móti? Nýjar áherslur og leikstílar? „Nei, það finnst mér ekki. Það er ekki mikið sem hefur komið á óvart. Noregur og Rússland eru með sín sérkenni og halda þeim áfram. Spánn hefur reyndar komið mér á óvart og það er framþróun í þeirra leik. Ég er hrifinn af því sem Spánn er að gera. Það sem hefur komið mest á óvart á þessu móti er hve slakir Þjóðverjarnir voru. Það er í raun ótrúlegt hve lítið kom út úr þessu liði miðað við þau gæði sem eru í leikmannahópnum." Í erfiðasta riðlinumMynd/PjeturA-riðillinn sem leikinn var í Santos, var það erfiðasti riðillinn á þessu móti þegar uppi er staðið? „Já, það er samdóma álit þeirra sem eru að fylgjast með þessu móti. Það var ekkert lélegt lið í riðlinum, nánast allt hörkuleikir. Það var mikið afrek hjá okkur að fara með 6 stig út úr riðlinum." Ísland var með í fyrsta sinn á stórmóti í handbolta kvenna í desember fyrir ári á Evrópumeistaramótinu í Danmörku. Ísland hefur nú þegar leikið tvo leiki í riðlakeppninni fyrir það mót og árangurinn hefur ekki verið nógu góður. Tap gegn Spánverjum og Úkraínu. „Við erum ekkert í sérstakri stöðu í riðlinum og í vor verða þrír leikir í þessum riðli. Við þurfum bara að vinna alla þessa leiki gegn Spánverjum, Úkraínu og Sviss til þess að eiga möguleika. Það er ekkert annað sem kemur til greina en að stefna á að vera inni á næstu stórmótum," sagði Ágúst Jóhannsson. Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
„Fyrir þetta mót vonaðist ég eftir kannski einum sigri. Og það var kannski stór ákvörðun að ætla sér upp úr riðlinum en það var raunhæft. Ég er bara mjög ánægður með útkomuna, glæsilegur árangur að ná þremur sigrum í riðlinum og vera í 16 liða úrslitum. Þetta er glæsilegt hjá stelpunum," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, í gær í Barueri. Ágúst hefur ásamt „Stelpunum okkar" fangað athygli íslensku þjóðarinnar með frábærum árangri á fyrsta heimsmeistaramóti liðsins frá upphafi. Liðið vann 3 leiki og tapaði 3 og var nálægt því að ná öðru sætinu í A-riðli en endaði í því fjórða. Byrjaði allt í TékkaleikjunumMynd/PjeturHvernig útskýrir þú þá stemningu sem myndaðist í íslenska liðinu á þessu móti? „Það gaf okkur mikið að vinna Svartfjallaland í fyrsta leik. Þetta byrjaði eiginlega með leikjunum gegn Tékkum á Íslandi. Það var mikill stígandi í þeim leikjum og ég fann að stelpurnar fengu meira sjálfstraust eftir því sem leið nær heimsmeistaramótinu. Það er frábær liðsheild í þessum hópi." „Tapleikurinn gegn Angóla er eftir á að hyggja ekkert óeðlileg úrslit. Angóla er bara með hörkulið og við vorum kannski aðeins of hátt uppi andlega eftir sigurinn gegn Svartfjallalandi." Er eitthvað hægt að gera betur í undirbúningi liðsins fyrir svona stórmót – þarf liðið meiri tíma til æfinga? „Ég held að undirbúningurinn hafi verið góður. Liðið kom ekki of snemma saman fyrir þetta mót, ég vildi hafa þetta svona. Það er ekki gott að vera of lengi saman, það eru lið á þessu móti sem voru saman í nokkrar vikur fyrir mótið og það gaf þeim ekki neitt. Þetta var 10 daga undirbúningur, með allt liðið, 2 æfingaleikir á Íslandi og einn í London á leiðinni út. Þetta plan gekk upp og ég er sáttur." Hrósar HSÍ og aðstoðarmönnunumMynd/PjeturÁgúst hrósar starfsfólki HSÍ og aðstoðarmönnum sínum á þessu móti. „Öll umgjörð liðsins er til fyrirmyndar, ég get ekki kvartað. Það er allt gert til þess að láta hlutina ganga upp. Allur aðbúnaður fyrir okkur þjálfarana og leikmenn er fyrsta flokks." Þjálfarinn hefur margoft lýst því yfir að það sé mikilvægast fyrir íslenskar handboltakonur sem ætli sér að verða betri að komast að hjá liðum í sterkari deild en á Íslandi. „Með fullri virðingu fyrir íslensku deildinni þurfa fleiri leikmenn að komast í betri deildir, spila fleiri erfiða leiki og bæta sig á öllum sviðum. Við sjáum það á þessu móti að við eigum enn mikið inni á mörgum sviðum. Við þurfum að fá fleiri leikmenn sem geta þolað mikið álag á stuttum tíma. Það gerist aðeins í lyftingasalnum og á aukaæfingum," segir Ágúst. Þær þurfa að gera meiraMynd/Pjetur„Þetta á við um alla leikmenn á Íslandi í kvennaboltanum. Þær þurfa að gera meira til að verða betri. Möguleikarnir eru til staðar og leikmenn þurfa ekki endilega að fara til liða í efstu deild í Noregi, Danmörku eða Þýskalandi. Það er hægt að bæta sig í næstefstu deild í þessum löndum. Á þessu móti spilum við 5 leiki á 7 dögum og það er nánast jafnmikið og margir leikmenn á Íslandi hafa leikið í deildarkeppninni. Það eru góðir þjálfarar á Íslandi og tæknilega stöndum við samhliða mörgum af þessum sterku þjóðum. Við þurfum hins vegar að vinna betur með líkamsstyrk og hlaupagetu. Það geta leikmenn gert sjálfir með aðstoð fagfólks." Hvað finnst þér um handboltann sem þú hefur séð hér á HM í Brasilíu? Er eitthvað nýtt undir sólinni að koma fram á þessu móti? Nýjar áherslur og leikstílar? „Nei, það finnst mér ekki. Það er ekki mikið sem hefur komið á óvart. Noregur og Rússland eru með sín sérkenni og halda þeim áfram. Spánn hefur reyndar komið mér á óvart og það er framþróun í þeirra leik. Ég er hrifinn af því sem Spánn er að gera. Það sem hefur komið mest á óvart á þessu móti er hve slakir Þjóðverjarnir voru. Það er í raun ótrúlegt hve lítið kom út úr þessu liði miðað við þau gæði sem eru í leikmannahópnum." Í erfiðasta riðlinumMynd/PjeturA-riðillinn sem leikinn var í Santos, var það erfiðasti riðillinn á þessu móti þegar uppi er staðið? „Já, það er samdóma álit þeirra sem eru að fylgjast með þessu móti. Það var ekkert lélegt lið í riðlinum, nánast allt hörkuleikir. Það var mikið afrek hjá okkur að fara með 6 stig út úr riðlinum." Ísland var með í fyrsta sinn á stórmóti í handbolta kvenna í desember fyrir ári á Evrópumeistaramótinu í Danmörku. Ísland hefur nú þegar leikið tvo leiki í riðlakeppninni fyrir það mót og árangurinn hefur ekki verið nógu góður. Tap gegn Spánverjum og Úkraínu. „Við erum ekkert í sérstakri stöðu í riðlinum og í vor verða þrír leikir í þessum riðli. Við þurfum bara að vinna alla þessa leiki gegn Spánverjum, Úkraínu og Sviss til þess að eiga möguleika. Það er ekkert annað sem kemur til greina en að stefna á að vera inni á næstu stórmótum," sagði Ágúst Jóhannsson.
Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira