Fleiri fréttir

Systir Ronaldos brjáluð út í Ten Hag

Systir Cristianos Ronaldo, Elma, var langt frá því að vera sátt með Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, þegar hann tók bróður hennar af velli í markalausa jafnteflinu gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.

Klopp fær stuðning frá öðrum stjórum

Mikið hefur verið rætt og ritað um reiðikast Jürgens Klopp og bræði fleiri knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni um helgina, gagnvart dómurum. Kollegar Klopps segja hegðun hans skiljanlega.

Leikurinn tafðist þar sem saga þurfti annað markið niður í rétta stærð

Uppi varð fótur og fit á MKM vellinum í Hull fyrir leik heimamanna gegn Birmingham City í ensku B-deildinni í fótbolta í gær, sunnudag. Ástæðan var sú að mörk vallarins voru mishá og því tafðist leikurinn þar sem vallarstarfsmenn þurftu að saga annað markið niður í rétta stærð.

Sagði úr­slitin frá­bær og rauða spjaldið lík­lega verð­skuldað

Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur.

Manchester-liðin skoruðu fjögur

Fjórum af fimm leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta er nú lokið. Manchester United og City unnu sína leiki bæði 4-0. Þá unnu Englandsmeistarar Chelsea 3-1 útisigur á Everton.

Sagði lið sitt hafa átt skilið að vinna

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var nokkuð sáttur við frammistöðu sinna manna í dag en sagði að lærisveinar hans hefðu átt að koma boltanum í netið.

Greenwood hand­tekinn fyrir að rjúfa skil­orð

Mason Greenwood, leikmaður Manhester United hefur verið handtekinn á nýjan leik fyrir brot á skilorði. Greenwood var handtekinn í janúar en var sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hefur verið á skilorði síðan en braut það nýverið og var því handtekinn á nýjan leik.

Kanté missir að öllum líkindum af HM

Það virðast litlar sem engar líkur á því að N‘Golo Kanté geta hjálpað Frakklandi að verja heimsmeistaratitil sinn í knattspyrnu þegar HM fer fram í Katar undir lok þessa árs. Talið er að miðjumaðurinn öflugi verði frá næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla aftan í læri.

Ton­ey sá um Brig­hton

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Brentford vann 2-0 sigur á Brighton & Hove Albion þökk sé tveimur mörkum frá Ivan Toney. Sigurinn var merkilegur fyrir þær sakir að Brentford, heimalið kvöldsins, var aðeins 27 prósent með boltann.

Alexander-Arn­old fór sömu leið og Ari Freyr

Trent Alexander-Arnold hefur verið með betri hægri bakvörðum heims að flestra mati undanfarin misseri. Hann var þó ekki alltaf bakvörður en færði sig þangað til að auka líkur sínar á að spila fyrir aðallið Liverpool.

María útskrifaðist úr háskóla

María Þórisdóttir, leikmaður Manchester United og norska fótboltalandsliðsins, nýtir tímann þegar hún er ekki inni á vellinum til að afla sér menntunar. Hún er nýútskrifuð með MBA-gráðu.

Steve Bruce rekinn frá WBA

Steve Bruce hefur stýrt sínum síðasta leik hjá West Bromwich Albion en enska b-deildarliðið ákvað að segja knattspyrnustjóranum upp störfum í morgun.

Ten Hag ánægður með hugarfar liðsins í mótlæti

Erik Ten Hag, stjóri Man Utd, hrósaði liði sínu sérstaklega fyrir annan endurkomusigurinn á þremur dögum eftir að hafa séð lið sitt leggja Everton að velli í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Potter áfram ósigraður með Chelsea

Chelsea vann öruggan 3-0 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag og er því áfram ósigrað frá því að Graham Potter tók við liðinu 8. september síðastliðinn.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.