Fleiri fréttir

Woodward íhugar að vera áfram hjá United

Ed Woodward, hinn óvinsæli stjórnarformaður Manchester United, gæti frestað starfslokum sínum hjá félaginu til að hjálpa til við að finna nýjan knattspyrnustjóra.

Þægilegt hjá Manchester City gegn Everton

Manchester City sýndi mátt sinn og megin þegar að liðið vann Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag, 3-0. Everton sáu ekki til sólar og sigurinn var aldrei í hættu.

Solskjær látinn fara frá Man. United

Ole Gunnar Solskjær hefur verið leystur frá störfum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta staðfestir félagið á samfélagsmiðlum og á vefsíðu sinni.

Arsenal gjörsigraðir á Anfield

Liverpool lék sér að Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin áttust við á Anfield í kvöld.

Á­fall fyrir Hamranna: Ogbonna frá út tíma­bilið

Stórt skarð var höggið í titilvonir West Ham United er liðið lagði Liverpool óvænt 3-2 í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Ítalski miðvörðurinn Angelo Ogbonna meiddist í leiknum og verður frá út tímabilið.

Vill að Livra­mento fái meiri vernd frá dómurum deildarinnar

Tino Livramento, hægri bakvörður Southampton, er einn af þeim leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem er hvað oftast brotið á. Ralph Hasenhüttl, þjálfari liðsins, segir að Livramento verði að fá meiri vernd frá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar.

Sex leikmenn Man. United sagðir kallaðir á krísufund með Solskjær

Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United er mikið til umræðu í Englandi eftir slakt gengi liðsins á þessari leiktíð. Sumir eru að telja niður þar til að norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær verði rekinn en hann er enn að berjast fyrir lífi sínu sem stjóri félagsins.

Þurfa að endurtaka endurtekna leikinn

Exeter City og Bradford þurfa að mætast í þriðja sinn í fyrstu umferð FA bikarsins eftir að Exeter gerði sex skiptingar í sigri liðsins í framlengingu síðastliðið þriðjudagskvöld.

Sex stig dregin af Reading

Sex stig hafa verið dregin af enska B-deildarliðinu Reading sökum brota á fjárhagsreglum ensku deildarkeppninnar. Um er að ræða annað lið deildarinnar sem lendir í stigafrádrætti á leiktíðinni.

Sterling sagður vilja komast aftur til Liverpool

Enski landsliðsmaðurinn Raheem Sterling gæti verið á förum frá Manchester City og spænskir miðlar hafa verið mjög forvitnir um það hvort hann gæti verið á leiðinni til Barcelona.

Totten­ham fyrst liða til að ná stigi af Arsenal

Tottenham Hotspur var hársbreidd frá því að verða fyrsta liðið til að næla í sigur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu nú í dag. Lokatölur 1-1 en jöfnunarmark Arsenal kom í uppbótartíma.

Dæmdur í átján mánaða fangelsi vegna dauða Sala

David Henderson, sem skipulagði flugið sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala lést í, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hann var fundinn sekur í síðasta mánuði um að bera ábyrgð á slysinu.

Carra: Frábært starf fyrir Steven Gerrard

Jamie Carragher, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports og liðsfélagi Steven Gerrard til fjölda ára, er ánægður fyrir hönd síns gamla félaga sem varð í gær knattspyrnustjóri hjá Aston Villa.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.