Fleiri fréttir

Nýtt kynþáttaníðsmál komið upp hjá Chelsea

Enn eitt kynþáttaníðsmálið sem tengist Chelsea hefur komið fram í enskum fjölmiðlum. Í þetta sinn tengist það stuðningsmönnum liðsins sem sungu níðsöngva í lest á leið frá Norwich til Lundúna í gær.

Ferguson: United nálægt því að kaupa Van Persie

Sir Alex Ferguson segir að lykillinn að því að stöðva Arsenal í dag sé að stöðva Robin van Persie. Hann segir að United hafi á sínum tíma verið nálægt því að kaupa Van Persie frá Feyenoord.

Balotelli tryggði City sigur á Tottenham í uppbótartíma

Manchester City tók á móti Tottenham á Etihad- vellinum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Mario Balotelli tryggði Manchester City sigur, 3-2, úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Welbeck tryggði United stigin þrjú gegn Arsenal

Manchester United vann gríðarlega mikilvægan sigur, 2-1, gegn Arsenal á Emirates-vellinum í dag. Sigurmark United kom tíu mínútum fyrir leikslok og því er staðan á toppi deildarinnar eins eftir leiki dagsins. Danny Welbeck var hetja Manchester og skoraði sigurmarkið eftir frábæran undirbúning hjá Antonio Valencia.

Dalglish húðskammaði leikmenn í fjölmiðlum

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sakaði leikmenn sína um að bera ekki virðingu fyrir andstæðingi sínum í dag en liðið tapaði 3-1 fyrir Bolton í ensku úrvalsdeildinni.

Frimpong kinnbeinsbrotinn | Frá í þrjá mánuði

Emmanuel Frimpong varð fyrir því óláni að meiðast illa í leik Wolves og Aston Villa í dag. Í ljós hefur komið að hann er kinnbeinsbrotinn og verður frá næstu þrjá mánuðina.

Hermann spilaði í sigurleik Coventry

Hermann Hreiðarsson hafði greinilega góð áhrif á Coventry því liðið vann góðan 3-1 sigur á Middlesbrough í hans fyrsta leik með félaginu.

Keane hetja Aston Villa | Öll úrslit dagsins

Robbie Keane tryggði Aston Villa sigur, Clint Dempsey skroaði þrennu í 5-2 sigri Fulham á Newcastle og Blackburn hélt sér frá fallsvæði ensku úrvalsdeildarinnar. Sex leikjum er nú nýlokið í deildinni.

Tap í fyrsta byrjunarliðsleik Gylfa

Tvö glæsileg mörk tryggðu Sunderland góðan sigur á Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Swansea.

Rio lét sauma Twitter-nafið sitt í skóna

Þeir Rio Ferdinand og Alex Oxlade-Chamberlain munu eigast við á sunnudaginn þegar að lið þeirra, Manchester United og Arsenal, mætast í ensku úrvalsdeildinni. Þeir verða vel skóaðir.

Drogba vill klára tímabilið með Chelsea

Didier Drogba virðist ætla að hafna lokkandi tilboði um að spila með kínversku liði en hann segist vilja klára tímabilið með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

PSG í viðræðum við Tevez

Franska liðið Paris St. Germain freistar þess að kaupa Argentínumanninn Carlos Tevez frá Manchester City á 31 milljón punda.

Smalling og Jones klárir fyrir Arsenal-leikinn

Sir Alex Ferguson segir að leikur Manchester United gegn Arsenal á sunnudaginn verði upphafið á "magnaðri" leikjahrinu. Varnarmennirnir Chris Smalling og Phil Jones eru klárir í slaginn eftir meiðsli.

Warnock: Twitter eitraði fyrir eiganda QPR

Neil Wornock, fyrrum stjóri QPR í ensku úrvalsdeildinni, segir að Twitter hafi átt stóran þátt í því að hann var leystur frá störfum hjá félaginu.

Coleman ráðinn landsliðsþjálfari Wales

Knattspyrnusamband Wales hefur staðfest að Chris Coleman hafi verið ráðinn þjálfari velska landsliðsins og verður hann þar með eftirmaður Gary Speed sem lést seint á síðasta ári.

Eggert Gunnþór og félagar úr leik í enska bikarnum

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Wolves duttu út úr enska bikarnum í kvöld eftir 0-1 tap á heimavelli á móti b-deildarliði Birmingham. Eggert Gunnþór var í byrjunarliðinu en sigurmark Birmingham kom eftir að Eggerti hafði verið skipt útaf vellinum.

Henry gæti misst af Manchester United leiknum

Thierry Henry meiddist á æfingu með Arsenal í vikunni og er tæpur fyrir leikinn á móti Manchester United um næstu helgi. Henry hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins með misjöfnum árangri en Arsenal tapaði þeim síðari á móti Swansea á sunnudaginn.

Chelsea kaupir þrjá bræður frá Luton

Chelsea hefur gengið frá kaupum á tvíburabræðrunum tólf ára Rio og Cole auk þrettán ára bróður þeirra Jay DaSilva frá Luton Town. Fari svo að leikmennirnir spili fyrir Chelsea nær kaupverðið um milljón pundum eða sem nemur um 192 milljónum íslenskra króna.

Michael Owen komið með sitt eigið App

Michael Owen er einn þekktasti knattspyrnumaður heims þó svo að hann hafi ekki mikið spilað með liði sínu, Manchester United, undanfarið vegna meiðsla. Hann hefur þó greinilega nýtt tímann vel því kappinn er kominn með glænýtt svokallað "App“ fyrir iPhone, iPod Touch og iPad.

Fyrsti bikarsigur QPR í 17 tilraunum - Bolton komst áfram

Heiðar Helguson kom inná sem varamaður í síðari hálfleik þegar QPR vann 1-0 sigur á MK Dons í 3. umferð enska bikarsins í kvöld. Grétar Rafn Steinsson var ekki í leikmannahópi Bolton sem vann 2-0 sigur á Macclesfield Town.

Ferguson segir Solskjær geta höndlað pressuna á Old Trafford

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir Ole Gunnar Solskjær, fyrrum framherja félagsins, kjörinn til þess að höndla þá pressu sem fylgi starfi knattspyrnustjóra Mancehster United. Solskjær leiddi Molde nýverið til sigurs í norsku deildinni á sínu fyrsta tímabili sem stjóri liðsins.

Brasilíumaðurinn Henrique á leið til QPR

Heiðar Helguson fær aukna samkeppni í framlínu QPR á næstunni en enska félagið hefur komist að samkomulagi við Sao Paulo í Brasilíu um félagaskipti framherjans Henrique. Óvíst er hvort Henrique komi til liðsins á láni eða verði keyptur til félagsins.

Henry biðst afsökunar á óvönduðu orðavali

Thierry Henry, sóknarmaður Arsenal, hefur beðist afsökunar á að blóta stuðningsmanni að loknu 3-2 tapi gegn Swansea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Henry, sem gekk til liðs við Arsenal á tveggja mánaða lánssamningi fyrr í mánuðinum, viðurkenndi að hafa misst stjórn á skapi sínu þegar stuðningsmaður móðgaði hann.

Newcastle að kaupa framherja frá Freiburg

Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Newcastle vera að ganga frá kaupum á sóknarmaninnum Papiss Cisse sem hefur leikið með Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni.

Joe Hart: Þetta var ekki fallegt

Joe Hart, markvörður Manchester City hélt hreinu á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og sá til þess að mark Edin Dzeko í fyrri hálfleik nægði City-liðinu til þess að vinna leikinn og ná þriggja stiga forskoti á Manchester United á toppnum.

Dzeko tryggði Manchester City þriggja stiga forystu

Manchester City sýndi engan stórleik á móti botnliði Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Bosníumaðurinn Edin Dzeko sá til þess að City-liðið vann 1-0 sigur og er aftur komið með þriggja stiga forskot á Manchester United á toppi deildarinnar.

Granero hjá Real Madrid: Vill helst komast til Liverpool

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur ekki mikla trú á spænska miðjumanninum Esteban Granero og umboðsmaður leikmannsins er byrjaður að blaðra um það í fjölmiðlum að leikmaðurinn vilji komast í burtu frá Santiago Bernabéu.

Henry lenti í rifildi við stuðningsmann Arsenal eftir Swansea-leikinn

Hveitibrauðsdagarnir hjá Thierry Henry voru fljótir að líða ef marka má rifildið sem franski leikmaðurinn lenti í við stuðningsmann Swansea eftir tap Arsenal á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í gær. Enskir fjölmiðlar birtu nokkrir fréttir af uppákomu eftir leikinn.

Gary Cahill orðinn leikmaður Chelsea

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest kaupin á enska varnarmanninum Gary Cahill frá Bolton Wanderers. Kaupverðið er talið vera um sjö milljónir punda eða sem nemur 1,3 milljörðum íslenskra króna.

Coleman líklegur arftaki Speed

Allt útlit er fyrir að Chris Coleman verði næsti landsliðsþjálfari Wales í knattspyrnu. Walesverjar hafa verið án landsliðsþjálfara síðan Gary Speed tók eigið líf í lok nóvember. Coleman mun funda með forráðamönnum knattspyrnusambands Wales í vikunni en hann hefur áhuga á starfinu

Dean Windass reyndi að fyrirfara sér

Dean Windass, fyrrum sóknarmaður Hull City, hefur viðurkennt að hafa reynt að taka eigið líf eftir baráttu við áfengi og þunglyndi sem hófst þegar knattspyrnuskórnir fóru á hilluna fyrir tveimur árum.

Steven Kean ráðinn án samráðs við stjórn Blackburn

Í áður óbirtu bréfi frá þremur fyrrverandi stjórnarmeðlimum Blackburn Rovers lýsa þeir yfir áhyggjum sínum með nýja eigendur félagsins, Venkys. Meðal annars kemur fram að ekkert samráð hafi verið haft við stjórnina varðandi brottvikningu Sam Allardyce úr starfi frekar en við ráðninguna á Steve Kean sem eftirmann hans.

Inter búið að bjóða í Tevez

Marrimo Moratti, forseti Inter á Ítalíu, hefur staðfest að félagið hafi lagt fram 25 milljóna evra tilboð í Carlos Tevez, leikmann Manchester City.

Sir Bobby um endurkomu Scholes: Bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi

Sir Bobby Charlton, goðsögn hjá Manchester United, var ánægður þegar hann frétti af því að Paul Scholes væri búinn að taka skóna af hillunni og ætlaði að klára tímabilið með United-liðinu. Paul Scholes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri á Bolton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Hughes vill Samba

Mark Hughes nýr knattspyrnustjóri QPR horfir til fyrrum lærisveina sinna í Blackburn Rovers í leit sinni að leikmönnum en hann hefur þegar boðið í Chris Samba.

Gylfi lagði upp sigurmarkið í sínum fyrsta deildarleik með Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæra innkomu í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar hann lagði upp sigurmark Swansea City í 3-2 sigri á Arsenal. Gylfi kom inn á sem varamaður í hálfleik og lagði upp sigurmarkið sem Danny Graham skoraði á 70. mínútu.

Hermann: Búinn að vera æfingameistarinn í alltof langan tíma

Hermann Hreiðarsson er hættur hjá Portmouth eftir rúmlega fjögur og hálft ár hjá félaginu og er gengin til liðs við Coventry sem er á botni ensku b-deildarinnar eins og er. Hans Steinar Bjarnason talaði við Hermann í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Sjá næstu 50 fréttir