Enski boltinn

Hermann spilaði í sigurleik Coventry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Mynd/Arnþór
Hermann Hreiðarsson hafði greinilega góð áhrif á Coventry því liðið vann góðan 3-1 sigur á Middlesbrough í hans fyrsta leik með félaginu.

Hermann gekk nýlega til liðs við Coventry frá Portsmouth þar sem hann fékk lítið sem ekkert að spila. Hann fór beint inn í byrjunarliðið hjá Coventry og spilaði í dag allan leikinn.

Coventry er þó enn í botnsæti deildarinnar en nú með 22 stig. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti.

Brynjar Björn Gunnarsson var á varamannabekk Reading sem tapaði fyrir Hull, 1-0, á útivelli. Reading er í áttunda sætinu með 42 stig.

Þá var Aron Einar Gunnarsson að venju í byrjunarliði Cardiff sem vann Portsmouth, 3-2. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en Cardiff er í þriðja sæti deilarinnar með 49 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×