Enski boltinn

Dalglish staðfestir áhuga Liverpool á Joao Carlos

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, staðfesti á blaðamannafundi í dag að hann hafi áhuga á að fá miðjumanninn unga Joao Carlos í sínar raðir.

Carlos spilar með Sporting Lissabon í Portúgal og skoraði með unglingaliði félagsins þegar það mætti jafnöldrum sínum í Liverpool á móti U-19 liða.

„Já, það gæti eitthvað verið hæft í þessum fregnum," sagði Dalglish en enskir fjölmiðlar hafa fjallað um þetta síðustu daga. Carlos er nítján ára gamall.

„Við munum tjá okkur nánar um þetta þegar og ef eitthvað meira verður að frétta. Hann er bara strákur. Við eigum ekki von á því að gera mikil viðskipti í janúar, þó svo að akademína gæti fengið nokkra leikmenn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×