Enski boltinn

Grétar Rafn skoraði er Bolton vann Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Grétar Rafn Steinsson var á meðal markaskorara Bolton sem gerði sér lítið fyrir og skellti Liverpool í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Með sigrinum komst Bolton úr fallsæti en liðið er nú með nítján stig í sautjánda sætinu. Liverpool fékk í dag tækifæri til að koma sér upp fyrir Newcastle og í sjötta sætið en nýtti það ekki.

Slæmur varnarleikur varð Liverpool að falli í dag en Mark Davies skoraði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu eftir að hafa keyrt inn í teig Liverpool-manna.

Nigel Reo-Coker tvöfaldaði svo forystuna eftir sendingu frá Chris Eagles. Reo-Coker fékk boltann inn í teig og náði að skila honum í netið með liprum töktum.

Craig Bellamy náði að minnka muninn áður en flautað var til hálfleiks eftir stunginsendingu Andy Carroll inn fyrir vörn Bolton.

En allt kom fyrir ekki og Grétar Rafn gerði endanlega út um leikinn strax í upphafi þess síðari. Boltinn féll fyrir hann eftir hornspyrnu og skoraði hann með laglegu skoti úr teignum.

Sannfærandi sigur Bolton staðreynd og er þetta í fyrsta sinn síðan 2006 sem liðið nær í stig gegn Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×