Enski boltinn

Michael Owen komið með sitt eigið App

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen er mikill áhugamaður um hestamennsku.
Michael Owen er mikill áhugamaður um hestamennsku. Nordic Photos / Getty Images
Michael Owen er einn þekktasti knattspyrnumaður heims þó svo að hann hafi ekki mikið spilað með liði sínu, Manchester United, undanfarið vegna meiðsla. Hann hefur þó greinilega nýtt tímann vel því kappinn er kominn með glænýtt svokallað „App" fyrir iPhone, iPod Touch og iPad.

Owen er með tæpa milljón „fylgjendur" á Twitter og hefur nú gefið aðdáendum sínum tækifæri til að kynnast sér og sínum áhugamálum enn betur.

Hann er til dæmis mikill hestamaður og er sjálfsagt hægt að kynnast þeirri hlið hans betur í gegnum Michael Owen-appið. Það er ókeypis og má nálgast hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×