Enski boltinn

Inter búið að bjóða í Tevez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez er mögulega á leið til Ítalíu.
Carlos Tevez er mögulega á leið til Ítalíu. Nordic Photos / Getty Images
Marrimo Moratti, forseti Inter á Ítalíu, hefur staðfest að félagið hafi lagt fram 25 milljóna evra tilboð í Carlos Tevez, leikmann Manchester City.

Moratti sagði reyndar fyrir helgi að hann teldi að félagið væri búið að missa af Tevez og talið langlíklegast að hann myndi enda hjá AC Milan. Viðræður AC Milan og City fóru hins vegar út um þúfur og því gat Inter blandað sér í slaginn á ný.

Forráðamenn Inter neituðu hins vegar að tjá sig frekar um málið fyrr en eftir leik liðsins gegn AC Milan um helgina. Inter vann leikinn, 1-0, og staðfesti Moratti eftir leikinn að félagið hafi lagt fram tilboð.

„Það eru engin leyndarmál í fótbolta," sagði Moratti. „Tilboðið er upp á 25 milljónir evra. Það er nú undir City komið að samþykkja tilboðið eða hafna því."

„En ég held að það séu önnur félög sem hafa áhuga á honum - nokkur ensk félög sem og Paris Saint-Germain."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×