Enski boltinn

Eggert Gunnþór og félagar úr leik í enska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Wolves duttu út úr enska bikarnum í kvöld eftir 0-1 tap á heimavelli á móti b-deildarliði Birmingham. Eggert Gunnþór var í byrjunarliðinu en sigurmark Birmingham kom eftir að Eggerti hafði verið skipt útaf vellinum.

Wade Elliott skoraði sigurmark Birmingham á 74. mínútu leiksins þegar hann fylgdi á eftir eigin skoti sem í stöngina. Elliott sendi boltann í netið liggjandi í markteignum. Eggert Gunnþór hafði farið af velli aðeins sjö mínútum áður.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum og því varð að fara fram nýr leikur. Það bjuggust flestir við því að Wolves færi áfram á heimavelli en Birmingham tryggði sér með þessu útileik á móti Sheffeld United í 4. umferð enska bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×