Fleiri fréttir

Kitson eyðilagði endurkomu Owen

Michael Owen spilaði í kvöld sinn fyrsta leik með liði Newcastle í eitt ár þegar hans menn töpuðu 1-0 fyrir Reading á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Owen skoraði reyndar mark eftir 7 mínútna leik en það var dæmt af vegna rangstöðu. Það var Dave Kitson sem skoraði sigurmark Íslendingaliðsins eftir 52 mínútna leik og heldur liðið enn í von um sæti í Evrópukeppninni.

Kevin Nolan: Allardyce er ekki að taka við öðru liði

Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, segist enn vera í miklu uppnámi vegna ákvörðunar Sam Allardyce að hætta sem knattspyrnustjóri hjá félaginu. Hann segist hlakka til þess að spila fyrir Sammy Lee, en fullvissar alla um að Allardyce hafi ekki verið að hætta hjá félaginu til að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá öðru liði í úrvalsdeildinni. Hann hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester City.

Thierry Henry skýtur föstum skotum á Tottenham

Litlir kærleikar eru milli grannliðanna Arsenal og Tottenham í norðurhluta Lundúna og nú hefur framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal skvett olíu á eldinn með því að gera grín að leikmönnum Tottenham.

Lee tekinn við Bolton

Sammy Lee hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Bolton í stað Sam Allardyce sem hætti störfum um helgina. Lee er 48 ára gamall og var áður aðstoðarmaður Allardyce. Hann hefur einnig starfað með Liverpool og enska landsliðinu. Lee segist ætla að halda áfram því góða starfi sem Allardyce hafi verið að vinna hjá félaginu.

Ívar Ingimars: Mitt hlutverk að halda aftur af Owen

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Reading tekur á móti Newcastle. Þetta verður fyrsti leikur Michael Owen með liði sínu síðan hann meiddist illa á HM í sumar og það kemur í hlut Ívars Ingimarssonar að gæta þess að Owen skori ekki í endurkomunni.

Sven Göran: Ég er vel liðinn á Englandi

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist aldrei hafa fundið fyrir öðru en að hann væri vel liðinn á Englandi í stjórnartíð sinni. Hann viðurkennir að liðið hefði átt að standa sig mun betur á HM í sumar.

Wenger: Við sköpum flest færi allra liða

Arsene Wenger var ekki ánægður með það hvað hans menn í Arsenal fóru illa með færin í dag þegar liðið lagði Fulham 3-1 á heimavelli. Hann segir liðið skulda stuðningsmönnunum að hirða þriðja sætið í deildinni.

Arsenal lagði Fulham

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Arsenal lagði Fulham 3-1 á Emirates vellinum. Heimamenn voru ekki sérstaklega sannfærandi í leiknum en komust yfir með marki Julio Baptista strax eftir fjórar mínútur. Simon Davies jafnaði fyrir Fulham á 78. mínútu en þeir Adebayor og Gilberto (víti) innsigluðu sigur Arsenal í lokin. Heiðar Helguson kom inn sem varamaður hjá Fulham á 60. mínútu.

Birmingham og Sunderland í úrvalsdeild á ný

Topplið Birmingham og Sunderland í ensku Championship deildinni tryggðu sér bæði sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þegar keppinautar liðsins í Derby County töpuðu fyrir Crystal Palace. Fyrrum samherjarnir Steve Bruce og Roy Keane hjá Manchester United eru knattspyrnustjórar liðanna, en stutt er síðan bæði lið voru í úrvalsdeildinni.

Sam Allardyce hættur hjá Bolton

Sam Allardyce sagði í dag af sér sem knattspyrnustjóri Bolton. Þessi tíðindi koma eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir stuðningsmenn liðsins. "Þetta er ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið, en það er kominn tími á breytingar hjá Bolton," sagði Allardyce. Hann hefur undanfarið verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester City.

Ballack fór í uppskurð

Miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Chelsea fór í ökklauppskurð í gær og óvíst er hvort hann verður meira með liðinu á leiktíðinni. Þetta er mikið áfall fyrir Chelsea á lokasprettinum en miðvörðurinn Ricardo Carvalho meiddist á hné í dag og verður tæplega meira með liðinu í vor.

Ferguson: Skulda Sam tvo stóra kossa

Sir Alex Ferguson var í sjöunda himni í dag eftir að hans menn náðu fimm stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og fóru langt með að tryggja sér meistaratitilinn. Það var ekki síst fyrir það að Bolton náði að hirða tvö stig af Chelsea á útivelli.

Gammarnir svífa yfir Elland Road

Nú er aðeins ein umferð eftir af ensku Championship deildinni og þar eru Birmingham og Sunderland nánast búin að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. Leeds United, sem náði langt í Meistaradeild Evrópu fyrir nokkrum árum, er nánast dauðadæmt til að falla niður í 1. deild - eða C-deildina á Englandi.

Ferguson: Við eigum skilið að vinna deildina

Sir Alex Ferguson stökk hæð sína af gleði í dag þegar hans menn unnu dramatískan sigur á Everton og tryggðu sér fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Ferguson segir að liðið ef hans menn verði meistarar - sé það vegna þess að þeir eigi það skilið.

Mourinho: Þetta er ekki búið enn

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, neitar alfarið að gefast upp í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þó hans menn séu nú fimm stigum á eftir toppliði Manchester United eftir leiki dagsins. Chelsea náði aðeins jafntefli við Bolton á heimavelli í dag á meðan United vann dramatískan sigur á Everton á útivelli.

Hermann skoraði sjálfsmark

Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton áttu ekki góðan dag í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið steinlá 4-1 fyrir Blackburn. Hermann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum og er liðið nú í næstneðsta sæti deildarinnar og missti West Ham upp fyrir sig. Sigur hefði þýtt að Charlton hefði komið sér í góð mál fyrir ofan Wigan og West Ham, en nú bíður liðsins erfiður slagur í síðustu tveimur leikjunum.

West Ham heldur enn í vonina

West Ham vann í dag gríðarlegar mikilvægan 3-0 útisigur á Wigan í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool tapaði 2-1 fyrir Portsmouth og Sheffield United náði einnig í mikilvæg stig með 1-0 sigri á botnliði Watford, sem þegar er fallið.

Dramatík á Goodison Park - United í vænlegri stöðu

Manchester United er komið í afar vænlega stöðu í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann ótrúlegan sigur á Everton á útivelli í dag 4-2 eftir að hafa lent undir 2-0. Á sama tíma gerði Chelsea 2-2 jafntefli við Bolton á heimavelli og því er forysta United orðin fimm stig á toppnum þegar aðeins þrír leikir eru eftir.

Tevez fær að spila með West Ham

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham fékk í kvöld grænt ljóst frá enska knattspyrnusambandinu til að tefla Argentínumanninum Carlos Tevez fram í síðustu leikjum tímabilsins. Félagið var í dag sektað um 5,5 milljónir punda vegna félagaskipta hans sem reyndust ólögleg en samningamál hans hafa nú verið gerð upp.

Yfirtökutilboð í Southampton á frumstigi

Svo gæti farið að enska 1. deildarfélagið Southampton yrði nýjasta knattspyrnufélagið á Englandi til að komast í eigu amerískra fjárfesta. Félagið tilkynnti í dag að viðræður vegna yfirtökutilboðs væru á frumstigi, en heimildir herma að Paul Allen, annar stofnenda tölvurisans Microsoft, sé á bak við tilboðið.

Föstudagsslúðrið á Englandi

Tottenham er áberandi á slúðursíðum ensku blaðanna í dag. The Sun segir að Manchester United sé að undirbúa tilboð í framherjann Jermain Defoe sem sé ósáttur í herbúðum Tottenham. Lundúnaliðið sé að íhuga 5-6 milljón punda tilboð í Kieron Dyer hjá Newcastle, en launakröfur hans geti þar sett strik í reikninginnn því leikmaðurinn sé með helmingi hærri laun en launahæsti maður Tottenham.

Upson úr leik hjá West Ham

Varnarmaðurinn Matthew Upson spilar ekki meira með liði West Ham á leiktíðinni vegna kálfameiðsla. Upson gekk í raðir West Ham frá Birmingham í janúar en hefur aðeins spilað 40 mínútur í tveimur leikjum fyrir liðið þar sem hann var tekinn meiddur af velli í bæði skiptin. Framtíð hans hjá félaginu þykir ótrygg, en hann hefur kostað félagið 146,000 pund á mínútu miðað við framlag sitt til þessa.

Henry ætlar að vera hjá Arsenal eins lengi og Wenger

Thierry Henry hefur nú enn á ný þurft að slökkva í orðrómi um framtíð sína hjá Arsenal, en bresku blöðin hafa gert því skóna að hann sé á förum eftir erfitt tímabil í vetur. Henry bendir á að hann sé nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið og segist ætla að vera hjá félaginu á meðan Wenger situr í stjórastóli. Henry hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla í vetur.

Park hjá sérfræðingi í Bandaríkjunum

Miðjumaðurinn Ji-Sung Park hjá Manchester United er nú í Bandaríkjunum hjá sérfræðingi þar sem hann leitar sér lækninga vegna hnémeiðsla. Park hefur ekki komið við sögu hjá toppliðinu síðan í mars og mun ekki leika meira með liðinu í vor. Óttast er að hann gæti orðið allt að eitt ár frá keppni vegna meiðsla sinna. Félagi hans Louis Saha er þó að verða klár í slaginn og gæti snúið aftur gegn Everton um helgina.

Ferguson reiður út í Mourinho

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist gáttaður á því að enska knattspyrnusambandið skuli ekki vera búið að taka Jose Mourinho inn á teppi fyrir ummæli sín að undanförnu þar sem hann hefur hvað eftir annað látið í veðri vaka að sérstakar reglur gildi í dómgæslu í leikjum United.

West Ham sektað um 5,5 milljónir punda

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham var í dag sektað um 5,5 milljónir punda eða rúmar 700 milljónir króna eftir að niðurstaða komst loks í félagaskiptamál þeirra Javier Mascherano og Carlos Tevez. Stig verða ekki dregin af liðinu í úrvalsdeildinni en Tevez fær ekki leikheimild með liðinu nema hann geri við það nýjan samning. Sektin er sú stærsta í sögu úrvalsdeildarinnar, en refsingin varð ekki eins þung og reiknað var með því þeir sem stóðu að félagaskiptunum á sínum tíma eru flestir hættir störfum.

Roy Keane náði athygli leikmanna með karatetilþrifum

Markvörðurinn Darren Ward hjá Sunderland segir að knattspyrnustjórinn Roy Keane geri lítið af því að öskra á leikmenn sína til að ná athygli þeirra, en segir að komið hafi til þess að Keane hafi tekið karatespörk í leiktöfluna til að undirstrika mál sitt. Sunderland á góða möguleika á að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni í vor eftir skelfilega byrjun á leiktíðinni.

Wenger: Flutningurinn á Emirates hefur kostað okkur stig

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir engan vafa á því í sínum huga að flutningur liðsins á Emirates völlinn hafi reynst því erfiðari en fólk geri sér grein fyrir. Ungir leikmenn liðsins hafi fundist þeir vera að spila á hlutlausum velli framan af tímabili, en séu nú óðum að venjast nýjum aðstæðum.

Fimmtudagsslúðrið á Englandi

Bresku slúðurblöðin eru full af safaríku efni í dag þar sem meðal annars er sagt frá því að Portúgalarnir Cristiano Ronaldo og Jose Mourinho hafi skotið föstum skotum sín á milli í viðtölum við sjónvarpsstöð frá heimalandi sínu.

Eggert: Við verðum að byggja nýjan leikvang

Eggert Magnússon segir að West Ham verði að byggja nýjan knattspyrnuleikvang ef félagið ætli sér að verða rótgróinn klúbbur og eitt af sex stærstu félögunum á Englandi. Hann segir jafnframt að Alan Curbishley stjóri verði ekki látinn selja leikmenn þó liðið falli í 1. deilidina í vor.

Wenger segir Ferguson vera stjóra ársins

Arsene Wenger og Alex Ferguson hafa háð margt einvígið með liðum sínum Arsenal og Manachester United á síðasta áratug í ensku úrvalsdeildinni. Oft hefur andað köldu á milli þeirra, en þeir bera þó virðingu fyrir hvor öðrum eins og sést á ummælum Arsene Wenger í fjölmiðlum í dag.

Middlesbrough kaupir Woodgate

Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough staðfesti í dag formlega að það hefði gengið frá kaupum á enska landsliðsmiðverðinum Jonathan Woodgate frá Real Madrid fyrir 7 milljónir punda. Woodgate hefur verið sem lánsmaður hjá enska liðinu í vetur og hefur náð ferlinum á skrið á ný á heimaslóðunum eftir alvarleg meiðsli undanfarin ár. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning á Riverside.

Lehmann verður áfram hjá Arsenal

Þýska blaðið Bild hafði í dag eftir landsliðsmarkverðinum Jens Lehmann að hann ætlaði að vera hjá Arsenal eina leiktíð í viðbót. Samningur hans hjá Arsenal rennur út í sumar en markvörðurinn vildi semja til tveggja ára á meðan félagið bauð aðeins eins árs samning. Ef marka má fréttaflutning Bild virðist sem Lehmann hafi dregið í land með kröfur sínar.

Miðvikudagsslúðrið á Englandi

The Sun heldur því fram í dag að yfirmaður unglingastarfsins hjá Chelsea, Frank Arnesen, hafi verið að skoða leikmenn með hollenska þjálfaranum Guus Hiddink sem nú er landsliðsþjálfari Rússa. Hiddink hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea á næsta tímabili.

Nýr leikvangur á teikniborðinu hjá Portsmouth

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur lagt fram drög að byggingu nýs knattspyrnuleikvangs sem taka mun 36,000 manns í sæti. Hann verður reistur á hafnarsvæðinu í borginni og stefnt er að því að koma honum í gagnið árið 2011. Þetta þýðir að liðið mun flytja sig frá Fratton Park sem tekur aðeins rúmlega 20,000 manns í sæti.

Miðaverð hækkar hjá Manchester United

Stuðningsmenn Manchester United horfa fram á talsverða hækkun á miðaverði á næstu leiktíð, en fregnir herma að miðaverð muni hækka um allt að 14%. Hækkunin verður hvað mest á dýrustu sætunum í stúkunni, en ódýrustu miðarnir sem ætlaðir eru barnafólki verða lækkaðir í verði.

Alan Ball látinn

Alan Ball, yngsti leikmaður enska landsliðsins sem vann heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu árið 1966, er látinn. Hann fékk hjartaáfall á heimili sínu í morgun. Ball spilaði 72 landsleiki fyrir England og spilaði með Everton, Arsenal og Southampton. Hann varð síðar knattspyrnustjóri Portsmouth, Manchester City og Southampton. Hann var aðeins 61 árs gamall.

Mourinho fer ekki frá Chelsea

Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho segir að sér hafi létt mikið eftir fund sem hann átti með forráðamönnum Chelsea um helgina, þar sem endanlega var staðfest að hann væri ekki á förum annað eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum undanfarnar vikur.

Eggert borgar undir 6000 stuðningsmenn

Breska blaðið Daily Mail greinir frá því í dag að Eggert Magnússon stjórnarformaður ætli að greiða fyrir 6000 stuðningsmenn West Ham á útileikinn mikilvæga gegn Wigan í fallslagnum á laugardaginn. Sagt er að West Ham hafi farið fram á að fá fleiri miða en venjulega á leikinn og að 34 rútur muni ferja stuðningsmenn á leikinn.

Mourinho sagður hafa falið sig í þvottakörfu

Tvö bresk blöð halda því fram í dag að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hafi notað mjög óhefðbundnar aðferðir til að koma skilaboðum til sinna manna þegar hann var í leikbanni í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum. Hann fékk þá tveggja leikja bann fyrir framkomu sína á leik gegn Barcelona.

90 milljón punda tilboð í City

Hópur breskra fjárfesta hefur lagt fram 90 milljón punda yfirtökutilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City. Sky sjónvarpsstöðin greinir frá þessu í dag, en tilkynning þess efnis barst kauphöllinni í dag. Forráðamenn City fara mjög varlega í yfirlýsingum vegna þessa og segja tilboðið verða skoðað í rólegheitunum - ekkert segi að tilboðinu verði endilega tekið.

Verðlaunaþrenna hjá Cristiano Ronaldo

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United bætti í dag við verðlaunasafnið sitt á leiktíðinni þegar hann var einróma kjörinn leikmaður ársins hjá samtökum stuðningsmanna í dag. Hann varð á dögunum fyrsti maðurinn í 30 ár til að vera kjörinn bæði besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.

Benitez neitar orðrómi um Torres

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir ekkert til í þeim sögusögnum að félagið sé í viðræðum við Atletico Madrid um kaup á framherjanum Fernando Torres. Þessar sögusagnir gengu fjöllunum hærra í gær eftir slagorðið "You never walk alone" sást prentað á fyrirliðabandið hans hjá Atletico. Þetta er nafnið á þemalagi Liverpool-liðsins.

Manchester City neitaði beiðni granna sinna

Viðureignir grannliðanna City og United í Manchester eru jafnan hörkurimmur og nú er ljóst að viðureign þeirra þann 5. maí verður líklega sérstaklega hörð, því forráðamenn City neituðu grönnum sínum í dag um frestun á leiknum þann 5. maí vegna þáttöku United í Meistaradeildinni.

Dudek líður eins og þræl í herbúðum Liverpool

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki hafa áhyggjur af ummælum markvarðarins Jerzy Dudek í viðtali við dagblaðið The Sun, þar sem hann sagði sér líða eins og þræl í herbúðum liðsins og því vildi hann fara frá félaginu í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir