Fleiri fréttir

Ólafur Stígsson: Mjög sáttur við strákana

Ólafur Stígsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld gegn KA eftir erfitt gengi undanfarið. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn færast fjær fallbaráttunni.

Skoraði frá­bært mark í 100. leiknum sínum fyrir Breiða­blik

Hildur Antonsdóttir skoraði fjórða mark Breiðabliks í þægilegum 4-0 sigri á Fylki í gær. Þetta var leikur númer 100 í treyju Breiðablisk hjá þessum öfluga miðjumanni sem er að koma til baka eftir að hafa slitið krossbönd á síðustu leiktíð.

„Sindri, fokking skammastu þín“

„Mér finnst allt tal um rautt spjald argasta vitleysa,“ sagði Atli Viðar Björnsson um brot Sindra Snæs Magnússonar, leikmanns ÍA, gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Rauða spjaldið fór reyndar á loft, vegna mótmæla.

„Það sem við köllum gott svindl“

Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær.

Breytingar hjá Vestra

Heiðar Birnir Torleifsson er hættur sem þjálfari Vestra í Lengjudeild karla en þetta staðfesti félagið í kvöld.

„Mér finnst dómararnir alveg mega stíga aðeins upp“

„Það er bara frábært að koma hérna og vinna. Þetta er erfitt lið að eiga við en við erum hæst ánægð með stigin þrjú,“ sagði Eiður Ben Eiríksson, annar þjálfari Vals, eftir 2-0 sigur Vals á Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

Kjartan: Við þurfum að trúa

Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ósáttur eftir 4-0 tap síns liðs gegn Breiðablik í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

„Sterkir karakterar verða til í mótlæti“

ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok.

Ísak Andri á láni til ÍBV

Stjarnan hefur ákveðið að senda hinn unga Ísak Andra Sigurgeirsson á láni til ÍBV sem leikur í Lengjudeildinni.

Leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna

Valur, topplið Pepsi Max deildar kvenna í knattspyrnu, vann góðan 2-1 útisigur á Selfossi í síðustu umferð. Selfyssingar hefðu þurft þrjú stig til að hleypa toppbaráttu deildarinnar í algjört uppnám en Valsliðið náði að sigla heim torsóttum sigri.

Hún er svona ekta nía, sníkjudýr í teignum

Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er mjög hrifin af Bryndísi Örnu Níelsdóttur, framherja Fylkis. Markið sem Bryndís Arna skoraði í 1-2 tapi Fylkis gegn ÍBV var til umræðu í Pepsi Max Mörkunum og þar fór Margrét Lára fögrum orðum um framherjann unga.

Þórdís Hrönn til Kýpur

Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið til Apollon Limassol á láni frá Breiðabliki ef marka má heimildir Fótbolta.net.

KR með fjögurra stiga forskot á toppnum

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag. KR vann 2-0 sigur gegn grönnum sínum í Gróttu og eru nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Grindavík og Víkingur skiptu stigunum á milli sín, sem og ÍA og Haukar.

Kwame Quee með malaríu

Kwame Quee, leikmaður Víkings í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, hefur greinst með malaríu. Hann mun því að öllum líkindum missa af næstu leikjum Víkinga.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum

Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Sjá næstu 50 fréttir