Fleiri fréttir

Sel­foss heldur á­fram að sækja leik­menn

Selfoss hefur styrkt sig enn frekar fyrir komandi átök í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu næsta sumar. Í dag var staðfest að félagið hefði samið við Evu Núru Abrahamsdóttur um að leika með liðinu næsta sumar.

„Alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla“

„Það leggst bara rosalega vel í mig, þetta er virkilega spennandi verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu í viðtali við Vísi í gær.

Breiða­blik fór illa með ÍA

Breiðablik er Fótbolti.net meistari árið 2021. Blikarnir unnu ÍA 5-1 í úrslitaleiknum á Kópavogsvelli í kvöld eftir að hafa komist í 3-0 á fyrstu þrettán mínútunum.

Valur Reykjavíkurmeistari

Valur er Reykjavíkurmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Fylki í úrslitaleiknum. Leikið var á Origo vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

FH kom til baka og nældi í bronsið

FH endaði í 3. sæti Fótbolta.net mótsins eftir 3-2 sigur á HK í kvöld. Hafnfirðingar lentu 2-0 undir en komu til baka og unnu sætan sigur.

Arf­taki Davíðs Atla mættur í Víkina

Knattspyrnufélagið Víkingur tilkynnti í dag að liðið hefði samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Karl Friðleifur Gunnarsson kemur á láni og þá er Kwame Quee á leiðina í Víkina á nýjan leik.

Jana Sól komin í Val

Jana Sól Valdimarsdóttir hefur ákveðið að yfirgefa uppeldisfélag sitt í Garðabænum og er búin að semja við Val.

„Alltaf erfiðara að verja titil en að vinna hann“

Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, segir það forréttindi að æfa við þær aðstæður sem Valur býður upp á. Kom þetta fram í viðtali Heimis við Stöð 2 Sport.

Frá Vestur­bæ Reykja­víkur til Napolí

Lára Kristín Pedersen gekk í dag til liðs við ítalska úrvalsdeildarfélagið Napoli. Lára Kristín lék með KR í Pepsi Max deild kvenna síðasta sumar en liðið endaði á að falla er Íslandsmótinu í knattspyrnu var hætt.

Fjöldi tillagna til að efla knattspyrnu kvenna

Stofnun U21 eða U23 landsliðs kvenna, áskorun á knattspyrnufélög um kynjakvóta í stjórnum, og hvatning til styrktaraðila um aukinn hlut til knattspyrnu kvenna. Þetta eru þrjár af mörgum tillögum sem starfshópur á vegum KSÍ leggur til í skýrslu um heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna.

Hendrickx orðinn leikmaður KA

Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx, sem leikið hefur með FH og Breiðabliki hér á landi, er á leið aftur til Íslands og mun spila með KA á komandi leiktíð.

Segir Finn hafa kostað rúm­lega tuttugu milljónir

KR-ingurinn Finnur Tomas Pálmason var um miðjan mánuðinn seldur til IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Nú berast fregnir af því að hann hafi kostað rúmlega tuttugu milljónir króna.

Kjartan Henry á heimleið

Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er á heimleið. Kjartan og danska úrvalsdeildarfélagið Horsens hafa komist að samkomulagi um að rifta samningnum.

Tómas Ingi aðstoðar Atla og Ólaf

Tómas Ingi Tómasson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis í Pepsi Max deild karla. Hann leysir Ólaf Inga Skúlason af hólmi.

„KSÍ er að fá frábæra persónu og frábæran þjálfara“

Framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, segir að Blikar sjái á eftir Þorsteini Halldórssyni en samgleðjist honum jafnframt að vera orðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Eysteini segir að Þorsteinn sé afar fær í sínu starfi.

Banda­rískur miðju­maður í raðir Sel­fyssinga

Selfoss hefur samið við bandaríska miðjumanninn Caity Heap og mun hún leika með liðinu í Pepsi Max deild kvenna næsta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Selfoss gaf frá sér í dag.

Valur og Víkingur með stór­sigra

Pepsi Max-deildarlið Vals og Víkings unnu stórsigra á Reykjavíkurmótinu í dag. Valur vann 5-0 sigur á Þrótti Reykjavík á meðan Víkingur vann 6-2 sigur á ÍR.

Valur og Fylkir unnu slagina um borgina

Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valur vann 6-1 sigur á nágrönnum sínum í KR á meðan Fylkir vann Þrótt Reykjavík 3-0.

Leitaði í viskubrunn Óla Þórðar eftir áhuga Breiðabliks og Vals

„Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð Örn Atlason, nýjasti leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Honum stóð einnig til boða að fara til Íslandsmeistara Vals en tók endanlega ákvörðun eftir að hafa heyrt í sínum gamla lærimeistara, Ólafi Þórðarsyni.

Ólafur Ingi tekinn við tveimur landsliðum

Ólafur Ingi Skúlason hefur verið ráðinn nýr þjálfari U19-landsliðs karla og U15-landsliðs kvenna í fótbolta en Knattspyrnusamband Íslands staðfesti þetta í dag.

FH-ingar endurheimta Teit

Teitur Magnússon, U19-landsliðsmaður í fótbolta, er kominn aftur til liðs við FH og hefur skrifað undir samning til tveggja ára við félagið.

Belgi til liðs við KA

KA hefur samið við belgíska miðjumanninn Sebastiaan Brebels um að spila með liðinu á komandi knattspyrnuleiktíð.

Fylkir og Þróttur R. fá liðs­styrk

Pepsi Max deildarlið Fylkis og Þróttar Reykjavíkur fengu liðsstyrk í dag. Sæunn Björnsdóttir gekk í raðir Fylkis og Guðrún Gyða Haralz í raðir Þróttar Reykjavíkur.

Alexandra til Frankfurt

Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Frankfurt.

Íslendingatríó í Le Havre

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, miðjumaður Breiðabliks, er komin út til Le Havre í Frakklandi þar sem hún verður að láni fram að leiktíð í Pepsi Max deildinni.

Valsarar fóru illa með Víkinga

Undirbúningstímabilið í íslenska fótboltanum er komið á fullt og í dag var stórleikur í Reykjavíkurmótinu.

ÍA lagði Gróttu í fyrsta leik ársins

Íslenski fótboltinn er farinn að rúlla á nýjan leik og Grótta tók á móti ÍA á Seltjarnarnesi í Fótbolta.net mótinu. Fór það svo að Skagamenn skoruðu mörkin en þeir unnu 2-0 sigur í kvöld.

Pétur heldur áfram að spila með FH

Varnarmaðurinn reynslumikli Pétur Viðarsson verður áfram í leikmannahópi FH í Pepsi-Max deild karla í fótbolta á komandi leiktíð.

Sjá næstu 50 fréttir