Fleiri fréttir

Hermann: Gekk allt hratt fyrir sig

Hermann Hreiðarsson segir að hann hafi ekki tekið sér langan umhugsunartíma þegar honum stóð til boðast að gera þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 2-1

Íslandsmeistarar FH sigruðu ÍA 2-1 með dramatísku sigurmarki Atla Guðnasonar úr síðustu spyrnu leiksins. ÍA komst yfir þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum en FH sótti án afláts á loka kafla leiksins og uppskar tvö mörk og verðskuldaðan sigur.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-1

Leikmenn Fram geta nagað sig í handarbökin eftir 1-1 jafntefli þeirra við Stjörnuna í Laugardalnum í kvöld. Þeir voru manni fleiri í tæplega hálftíma og klúðruðu víti en náðu ekki að slíta sig frá Stjörnumönnum sem nældu sér í stig á lokamínútum leiksins.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Keflavík 2-1

Selfyssingar sýndu styrk sinn í fallbaráttunni í dag og sigruðu Keflvíkinga 2-1 sanngjarnlega. Leikurinn var líflegur, gestirnir bitu frá sér á köflum en heimamenn stjórnuðu þó leiknum þorra leiksins og sóttu öll stigin þrjú.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-2

KR bjargaði sér naumlega frá neyðarlegu tapi fyrir botnliði Grindavíkur í kvöld. Heimamenn komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik en KR-ingar jöfnuðu metin með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍBV 0-3

ÍBV vann öruggan þriggja marka sigur á Val í 20. umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Eyjamenn mættu með nýja þjálfara í leikinn en Magnús Gylfason gekk úr starfi sínu sem þjálfari daginn áður. Ian Jeffs leikmaður liðsins sér um að þjálfa liðið ásamt Dragan Kazic það sem eftir er af tímabilinu.

Helena tekur við Val af Gunnari

Helena Ólafsdóttir var í kvöld ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val og tekur hún við starfinu af Gunnari Rafni Borgþórssyni. Gunnar Rafn tók við Val árið 2010 og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra.

Einar: Þetta er rosalega stórt skref

Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga, var mættur út á sjó aðeins nokkrum tímum eftir að Ólafsvíkur-Víkingar tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla. Skipstjórinn var á leiknum og hafði alveg skilning á því að Einar mætti syfjaður í vinnuna í gærmorgun.

Getum verið mjög ánægðir með tímabilið

Keflavík nánast gulltryggði sæti sitt í Pepsi-deild karla með 5-0 sigri á Fram á sunnudagskvöldið. Sigurbergur Elísson skoraði tvö marka Keflavíkur en þessi tvítugi miðjumaður er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu.

Bjarki Gunnlaugs: Átti eitthvað inni hjá fótboltaguðinum

Bjarki Gunnlaugsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag og ræddi þá um Íslandsmeistaratitilinn sem hann vann með FH í gærkvöldi. Bjarki hefur ákveðið að þetta sé hans síðasta tímabil í boltanum og það tókst hjá honum að enda ferilinn sem Íslandsmeistari.

Pepsi-mörkin: Þátturinn frá því í gær í heild sinni inn á Vísi

Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í leikjunum úr 19. umferð Pepsideildar karla á Stöð 2 sport í gær. Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni á Vísi. Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson voru sérfræðingar þáttarins.

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 19. umferð

Nítjánda umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gærkvöld. FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni og Grindvíkingar féllu úr efstu deild. Farið var yfir gang mála í leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport. Markaregnið er að þessu sinni skreytt með tónlist frá íslensku hljómsveitinni Lights on the highway - Lagið heitir: Leiðin heim.

Förum til Noregs til þess að vinna

Ísland vann um helgina virkilega mikilvægan sigur, 2-0, á Norður-Írum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu kvenna sem fram fer árið 2013 í Svíþjóð.

FH Íslandsmeistari 2012 - myndir

FH varð í kvöld Íslandsmeistari karla í knattspyrnu. Jafntefli gegn Stjörnunni dugði til þess að tryggja FH titilinn.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 0-4

Titilvonir KR-inga eru endanlega úti eftir 4-0 sigur Breiðabliks á liðinu í nítjándu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Frammistaða Vesturbæjarliðsins var hörmuleg og sigurinn sannarlega verðskuldaður.

Jafntefli gæti fært FH-ingum titilinn

Pepsi-deild karla fer aftur af stað á morgun eftir þrettán daga landsleikjahlé og það gæti farið svo að FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn og Grindavík félli þótt enn væru þrjár umferðir eftir af deildinni.

Edda: Verðum eins og vel samstilltur kvennakór

Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári.

Nýju markaprinsessur landsliðsins

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið markadrottning kvennalandsliðsins í mörg ár en Elín Metta og Sandra María, tvær 17 ára stelpur, slógu í gegn í Pepsi-deild kvenna í ár og eru í íslenska landsliðshópnum fyrir gríðarlega mikilvæga leiki í undankeppni EM.

Ólafsvíkur-Víkingar geta komist upp á morgun

Víkingar úr Ólafsvík geta tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla á næsta sumri með hagstæðum úrslitum á móti KA á Akureyrarvelli í 21. umferð 1. deildar karla á morgun.

Allar með á æfingu nema Rakel Hönnudóttir

Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir voru báðar með á æfingu kvennalandsliðsins í dag og það er mikil bjartsýni í íslenska hópnum um að þær geti báðar verið með á móti Norður-Írlandi á morgun í næstsíðasta leik íslenska liðsins í undankeppni EM. Sigur tryggir íslenska liðinu í það minnsta þátttökurétt í umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM.

Lærið í lagi en ökklinn teygður hjá Katrínu fyrirliða

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalands-liðsins, er bjartsýn á að geta tekið þátt í afar mikilvægum landsleikjum á móti Norður-Írlandi og Noregi í undankeppni EM. Katrín æfði ekki með liðinu í gær en það var þó vegna annarra meiðsla en ógnuðu þátttöku hennar í lokaleikjum undankeppninnar.

Margrét Lára fer í aðgerð við fyrsta tækifæri

Margrét Lára Viðarsdóttir er komin til móts við íslenska kvennalandsliðið og verður væntanlega með í mikilvægum leikjum á móti Norður-Írlandi og Noregi. Markahæsti leikmaður liðsins var ekki í hópnum til að byrja með vegna meiðsla en tók þátt í síðasta leik Kristianstad og landsliðsþjálfarinn kallaði á hana í framhaldinu.

Utan vallar: Upp með hausinn og áfram gakk!

Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að fara allan tilfinningaskalann síðustu daga. Fyrst vannst frábær sigur á Norðmönnum, sem hleypti mestu bjartsýnismönnum á mikið flug, en í kjölfarið fylgdi skellur á Kýpur sem kom öllum niður á jörðina. Þó svo tapið gegn Kýpur hafi verið sárt og leikurinn hreinasta hörmung hjá íslenska liðinu þá eru knattspyrnuáhugamenn almennt jákvæðir fyrir íslenska liðinu. Það er líka full ástæða til.

Margrét Lára verður með eftir allt saman

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur tekið markaskorarann Margréti Láru Viðarsdóttur inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Norður-Írum og Noregi.

Grimsley valin best í Pepsi-deild kvenna

Kayle Grimsley í Íslandsmeistaraliði Þórs/KA var í dag valin besti leikmaður umferða 10 til 18 í Pepsi-deild kvenna. Þjálfari Þórs/KA, Jóhann Kristinn Gunnarsson, var þess utan valinn besti þjálfarinn.

Lars Lagerbäck: Verð svekktur ef við vinnum ekki

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Kýpur ytra í dag en leikurinn hefst klukkan 17.00. Strákarnir fóru til Kýpur með þrjú stig í ferðatöskunni eftir sigur á Norðmönnum. Landsliðsþjálfarinn ætlar sér sigur í kvöld og segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að strákarnir hafi ekki báða fætur á jörðinni.

Íslenska landsliðið hefur aldrei unnið tvo fyrstu leikina

Íslenska karlalandsliðið getur náð sögulegum árangri á Kýpur í kvöld þegar liðið mætir heimamönnum í öðrum leik sínum í undankeppni HM í Brasilíu 2014. Með sigri verður liðið með fullt hús eftir tvo leiki sem hefur aldrei gerst áður í sögu Íslands í undankeppnum HM og EM.

Elín Metta og Sandra María bættu met Margrétar Láru

Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen tryggðu sér um helgina markadrottningartitilinn í Pepsi-deild kvenna og settu um leið nýtt met því aldrei hafa yngri leikmenn orðið markahæstar í efstu deild kvenna.

Sjöunda tapið í röð hjá 21 árs landsliðinu - töpuðu 0-5 í Belgíu

Íslenska 21 árs landsliðið lék sinn síðasta leik í undankeppni EM í kvöld þegar strákarnir hans Eyjólfs Sverrissonar töpuðu 5-0 á móti Belgíu í Freethiel. Íslenska liðið vann Belga í fyrsta leiknum sínum í riðlinum en tapaði síðan sjö síðustu leikjunum sínum með markatölunni 2-20.

Sjá næstu 50 fréttir