Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 19. umferð

Nítjánda umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gærkvöld. FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni og Grindvíkingar féllu úr efstu deild. Farið var yfir gang mála í leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport. Markaregnið er að þessu sinni skreytt með tónlist frá íslensku hljómsveitinni Lights on the highway - Lagið heitir: Leiðin heim.


Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 0-4

Titilvonir KR-inga eru endanlega úti eftir 4-0 sigur Breiðabliks á liðinu í nítjándu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Frammistaða Vesturbæjarliðsins var hörmuleg og sigurinn sannarlega verðskuldaður.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - FH 2-2 | FH Íslandsmeistari

FH og Stjarnan skildu jöfn 2-2 á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld en með úrslitunum tryggðu FH-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu árið 2012. Frábær árangur hjá Fimleikafélaginu sem tryggir sér titilinn þremur umferðum fyrir mótslok.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Selfoss 2-0

Það var ekki besti fótboltaleikur heimsins sem fór fram í Lautinni í dag. Það var eins og leikmenn væru ryðgaðir eftir landsleikjahléð. Það vantaði einhvern neista, einhverja greddu.

FH Íslandsmeistari 2012 - myndir

FH varð í kvöld Íslandsmeistari karla í knattspyrnu. Jafntefli gegn Stjörnunni dugði til þess að tryggja FH titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×