Íslenski boltinn

Magnús hættur með ÍBV | Hermann orðaður við félagið

Knattspyrnudeild ÍBV sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Magnús Gylfason sé hættur sem þjálfari liðsins.

Dragan Kazic og Ian Jeffs munu stýra ÍBV-liðinu í lokaleikjum tímabilsins.

„Knattspyrnudeild ÍBV og Magnús Gylfason hafa komist að samkomulagi um að Magnús láti af störfum sem þjálfari ÍBV. Knattspyrnudeild ÍBV þakkar Magnúsi og fjölskyldu fyrir vel unnin störf fyrir félagið og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni. Dragan Kazic og Ian Jeffs munu stýra liðinu út tímabilið," segir í yfirlýsingu ÍBV.

Hermt er að knattspyrnudeild ÍBV sé í viðræðum við Hermann Hreiðarsson um að taka að sér liðið og stýra því á næstu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×