Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Keflavík 2-1 Leifur Viðarsson á Selfossi skrifar 20. september 2012 13:33 Selfyssingar sýndu styrk sinn í fallbaráttunni í dag og sigruðu Keflvíkinga 2-1 sanngjarnlega. Leikurinn var líflegur, gestirnir bitu frá sér á köflum en heimamenn stjórnuðu þó leiknum þorra leiksins og sóttu öll stigin þrjú. Það var aðeins eitt lið á vellinum fyrsta hálftímann og Selfyssingar áttu mörg hálffæri en þó skapaðist aldrei gríðarleg hætta við mark Keflvíkinga. Gestirnir áttu örfáar skyndisóknir en það sama var upp á teningnum og hættan aldrei alvarleg. Þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik virtust Keflvíkingar komast betur og betur inn í leikinn og fóru að sækja meira að marki Selfyssinga. Það kom síðan eins og þruma úr heiðskíru lofti í uppbótartíma fyrri hálfleiks að boltinn barst til Egils Jónssonar, sem lág rétt fyrir framan miðju andstæðingana, sem hamraði boltann af rúmlega 25 metra færi í samskeytin og Ómar Jóhannsson kom engum vörnum við. Þetta var síðasta spyrnan áður en Kristinn Jakobsson, ágætur dómari leiksins, flautaði til leikhlés og heimamenn komnir með forystu. Í upphafi síðari hálfleiks virtust Keflvíkingar ætla að sækja meira og áttu ágætis sókn strax á fyrstu mínútunni. Skömmu síðar áttu heimamenn hins vegar góða sókn og léku varnarmenn gestanna grátt sem endaði á að Jóhann Ragnar Benediktsson braut á Jóni Daða Böðvarsyni og vítaspyrna dæmd. Viðar Örn Kjartansson steig á vítapunktinn og setti boltann öruggt niðri hægra meginn þó svo að Ómar hafi skutlað sér í rétt horn. Staðan 2-0 og Selfyssingar með leikinn í sínum höndum. Eftir fimmtán mínútna leik meiðist Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflvíkinga og þarf að fara af velli. Skömmu síðar gerir Zoran Ljubicic tvær aðrar breytingar á liðinu og ferskar fætur hleypa lífi í leik Keflvíkinga. Þar ber hæst að nefna Jóhann Birni Guðmundsson sem átti nokkra fína spretti og hélt uppi sóknarleik Keflvíkinga. Á áttugustu mínútu náði Jóhann síðan að minnka muninn með stórkostlegu marki utanfótar í fjærhornið. Sending hans fyrir markið var kýld í burtu aftur fyrir fætur Jóhanns sem þakkaði pent fyrir sig. Það var mikil spenna síðustu tíu mínúturnar. Bæði lið gerðu sig líkleg til að skora og ekki munaði miklu hjá báðum liðum. Fleiri mörk voru hins vegar ekki skoruð og heimamenn með mikilvægan sigur og þrjú stig í botnbaráttunni. Selfoss og Fram eru nú jöfn að stigum en Fram með þriggja marka betri markatölu og óhætt að segja að spennan sé á botni deildarinnar þetta árið fyrir síðustu tvær umferðirnar.Zoran Ljubicic: Við ætlum ekkert að hætta “Þetta var slæmt tap. Við vorum í dauðafæri í dag að koma okkur upp í baráttuna um Evrópusæti en við virtumst bara ekki mæta stemdir til leiks. Við vissum að þetta væri erfiður útivöllur og Selfoss liðið er mjög vel mannað en það virtist vera miklu meiri vilji í Selfossliðinu í dag.” “Við byrjuðum leikinn alls ekki vel en þegar líða tók á leikinn fengum við fína möguleika til að skora. Við gáfum boltann allt of auðveldlega frá okkur á miðsvæðinu og vorum að klúðra einföldum sendingum síðan í lok hálfleiksins að fá þetta mark á okkur var hrikalegt.” “Við fórum inn í hálfleik 1-0 undir og reyndum að þjappa liðinu saman en fáum svo á okkur vítaspyrnu sem var mikið áfall. Það var algjör óþarfi en ég ákvað að taka smá áhættu og gera breytingar sem heppnuðust og við náðum að skora eitt mark en það var bara ekki nóg.” “Þessar skiptingar voru gerðar til að breyta leiknum, eins og flestar skiptingar eru, en ég er virkilega ósáttur við þetta tap í dag, að vera í fínum séns fyrir þessa umferð og kasta því frá okkur. Við áttum að gera miklu betur. Mér sýnist að menn hafi bara verið saddir eftir síðasta leik.” “Við ætlum ekkert að hætta, förum í alla leiki til að vinna þá, á því verður engin breyting sem eftir lifir móts.”Logi Ólafsson: Það koma engin mörk á slæmum tíma “Það er mikil ánægja með þennan sigur og með útfærsluna á leiknum þó svo að þeir hafi sett smá spennu í þetta í lokin þegar þeir skoruðu þetta stórkostlega mark. Mér fannst við vera spila virkilega vel nánast allan tímann og það var ekki að sjá á þessu liði að það væri eitthvað plagað af stöðu sinni í deildinni og mikil yfirvegun.” “Það var erfitt að skora fyrsta markið en menn þurfa að koma sér fyrir í leikjunum og ná að vinna ákveðan baráttu og við förum inn í alla leiki með það í huga að ná yfirhöndinni hvað það varðar og ef og þegar það tekst þá nýtast okkar fínu hæfileikar.” “Markið frá Agli einfaldaði vissulega hálfleiksræðuna en það koma öll mörk á góðum tíma, það koma engin mörk á slæmum tíma en þetta var extra sætt og gaman fyrir Egil sem hefur komið inn í okkar lið og styrkt það verulega og gert virkilega fína hluti.” “Ég held ég horfi ekki á Framleikinn, ég held ég komi mér í burtu þar sem ég næ engu sambandi enda hefur það ekki gefið sig vel að vera fylgjast með keppinautum okkar.”Egill Jónsson: Vonandi búinn að opna fyrir einhverja flóðgátt “Ég er virkilega ánægður með leikinn. Við gerðum okkur þetta reyndar full erfitt í lokin og hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Við fengum miklu fleiri færi en þeir en við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli.” “Ég er nú ekki frá því að þetta sé eitt flottasta mark sem ég hef skorað í meistaraflokki. Ég hef nú ekki skorað mörg mörkin með KR og búin að vera hálfgerð markaþurrð hjá mér undanfarið en ég vona bara að ég hafi verið að opna fyrir einhverja flóðgátt þarna.” “Ég er að finna mig vel á Selfossi, það er náttúrulega mikil samkeppni í KR og það var kominn sá tímapunktu hjá mér að ég vildi fara spila leiki og ég er bara virkilega sáttur við ákvörðun mína um að hafa komið á Selfoss í glugganum. Ég get engu svarað um hvort það sé einhver möguleiki á áframhaldandi dvöl hérna eftir tímabilið, ég legg bara áherslu á að hjálpa til við að Selfoss haldi sér uppi í efstu deild, það er númer eitt, tvö og þrjú.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Selfyssingar sýndu styrk sinn í fallbaráttunni í dag og sigruðu Keflvíkinga 2-1 sanngjarnlega. Leikurinn var líflegur, gestirnir bitu frá sér á köflum en heimamenn stjórnuðu þó leiknum þorra leiksins og sóttu öll stigin þrjú. Það var aðeins eitt lið á vellinum fyrsta hálftímann og Selfyssingar áttu mörg hálffæri en þó skapaðist aldrei gríðarleg hætta við mark Keflvíkinga. Gestirnir áttu örfáar skyndisóknir en það sama var upp á teningnum og hættan aldrei alvarleg. Þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik virtust Keflvíkingar komast betur og betur inn í leikinn og fóru að sækja meira að marki Selfyssinga. Það kom síðan eins og þruma úr heiðskíru lofti í uppbótartíma fyrri hálfleiks að boltinn barst til Egils Jónssonar, sem lág rétt fyrir framan miðju andstæðingana, sem hamraði boltann af rúmlega 25 metra færi í samskeytin og Ómar Jóhannsson kom engum vörnum við. Þetta var síðasta spyrnan áður en Kristinn Jakobsson, ágætur dómari leiksins, flautaði til leikhlés og heimamenn komnir með forystu. Í upphafi síðari hálfleiks virtust Keflvíkingar ætla að sækja meira og áttu ágætis sókn strax á fyrstu mínútunni. Skömmu síðar áttu heimamenn hins vegar góða sókn og léku varnarmenn gestanna grátt sem endaði á að Jóhann Ragnar Benediktsson braut á Jóni Daða Böðvarsyni og vítaspyrna dæmd. Viðar Örn Kjartansson steig á vítapunktinn og setti boltann öruggt niðri hægra meginn þó svo að Ómar hafi skutlað sér í rétt horn. Staðan 2-0 og Selfyssingar með leikinn í sínum höndum. Eftir fimmtán mínútna leik meiðist Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflvíkinga og þarf að fara af velli. Skömmu síðar gerir Zoran Ljubicic tvær aðrar breytingar á liðinu og ferskar fætur hleypa lífi í leik Keflvíkinga. Þar ber hæst að nefna Jóhann Birni Guðmundsson sem átti nokkra fína spretti og hélt uppi sóknarleik Keflvíkinga. Á áttugustu mínútu náði Jóhann síðan að minnka muninn með stórkostlegu marki utanfótar í fjærhornið. Sending hans fyrir markið var kýld í burtu aftur fyrir fætur Jóhanns sem þakkaði pent fyrir sig. Það var mikil spenna síðustu tíu mínúturnar. Bæði lið gerðu sig líkleg til að skora og ekki munaði miklu hjá báðum liðum. Fleiri mörk voru hins vegar ekki skoruð og heimamenn með mikilvægan sigur og þrjú stig í botnbaráttunni. Selfoss og Fram eru nú jöfn að stigum en Fram með þriggja marka betri markatölu og óhætt að segja að spennan sé á botni deildarinnar þetta árið fyrir síðustu tvær umferðirnar.Zoran Ljubicic: Við ætlum ekkert að hætta “Þetta var slæmt tap. Við vorum í dauðafæri í dag að koma okkur upp í baráttuna um Evrópusæti en við virtumst bara ekki mæta stemdir til leiks. Við vissum að þetta væri erfiður útivöllur og Selfoss liðið er mjög vel mannað en það virtist vera miklu meiri vilji í Selfossliðinu í dag.” “Við byrjuðum leikinn alls ekki vel en þegar líða tók á leikinn fengum við fína möguleika til að skora. Við gáfum boltann allt of auðveldlega frá okkur á miðsvæðinu og vorum að klúðra einföldum sendingum síðan í lok hálfleiksins að fá þetta mark á okkur var hrikalegt.” “Við fórum inn í hálfleik 1-0 undir og reyndum að þjappa liðinu saman en fáum svo á okkur vítaspyrnu sem var mikið áfall. Það var algjör óþarfi en ég ákvað að taka smá áhættu og gera breytingar sem heppnuðust og við náðum að skora eitt mark en það var bara ekki nóg.” “Þessar skiptingar voru gerðar til að breyta leiknum, eins og flestar skiptingar eru, en ég er virkilega ósáttur við þetta tap í dag, að vera í fínum séns fyrir þessa umferð og kasta því frá okkur. Við áttum að gera miklu betur. Mér sýnist að menn hafi bara verið saddir eftir síðasta leik.” “Við ætlum ekkert að hætta, förum í alla leiki til að vinna þá, á því verður engin breyting sem eftir lifir móts.”Logi Ólafsson: Það koma engin mörk á slæmum tíma “Það er mikil ánægja með þennan sigur og með útfærsluna á leiknum þó svo að þeir hafi sett smá spennu í þetta í lokin þegar þeir skoruðu þetta stórkostlega mark. Mér fannst við vera spila virkilega vel nánast allan tímann og það var ekki að sjá á þessu liði að það væri eitthvað plagað af stöðu sinni í deildinni og mikil yfirvegun.” “Það var erfitt að skora fyrsta markið en menn þurfa að koma sér fyrir í leikjunum og ná að vinna ákveðan baráttu og við förum inn í alla leiki með það í huga að ná yfirhöndinni hvað það varðar og ef og þegar það tekst þá nýtast okkar fínu hæfileikar.” “Markið frá Agli einfaldaði vissulega hálfleiksræðuna en það koma öll mörk á góðum tíma, það koma engin mörk á slæmum tíma en þetta var extra sætt og gaman fyrir Egil sem hefur komið inn í okkar lið og styrkt það verulega og gert virkilega fína hluti.” “Ég held ég horfi ekki á Framleikinn, ég held ég komi mér í burtu þar sem ég næ engu sambandi enda hefur það ekki gefið sig vel að vera fylgjast með keppinautum okkar.”Egill Jónsson: Vonandi búinn að opna fyrir einhverja flóðgátt “Ég er virkilega ánægður með leikinn. Við gerðum okkur þetta reyndar full erfitt í lokin og hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Við fengum miklu fleiri færi en þeir en við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli.” “Ég er nú ekki frá því að þetta sé eitt flottasta mark sem ég hef skorað í meistaraflokki. Ég hef nú ekki skorað mörg mörkin með KR og búin að vera hálfgerð markaþurrð hjá mér undanfarið en ég vona bara að ég hafi verið að opna fyrir einhverja flóðgátt þarna.” “Ég er að finna mig vel á Selfossi, það er náttúrulega mikil samkeppni í KR og það var kominn sá tímapunktu hjá mér að ég vildi fara spila leiki og ég er bara virkilega sáttur við ákvörðun mína um að hafa komið á Selfoss í glugganum. Ég get engu svarað um hvort það sé einhver möguleiki á áframhaldandi dvöl hérna eftir tímabilið, ég legg bara áherslu á að hjálpa til við að Selfoss haldi sér uppi í efstu deild, það er númer eitt, tvö og þrjú.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira