Fleiri fréttir

Ekki fyrir lofthrædda að skipta um perur í flóðljósunum á Laugardalsvelli

Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvelli á morgun en þetta verður fyrsti leikur liðanna í undankeppni HM 2014. Laugardalsvöllur er í sínu besta standi fyrir leikinn og það er meira segja búið að skipta um perurnar í flóðljósunum á Laugardalsvelli eins og kom fram í frétt inn á heimasíðu KSÍ.

Sparkaði ekki í bolta í rúma tvo mánuði en það dugði ekki til

Margrét Lára Viðarsdóttir, aðalmarkaskorari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með í lokaleikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Þetta eru leikir á móti Norður-Írlandi og Noregi og þar geta íslensku stelpurnar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári. Það er mikið áfall fyrir landsliðið að vera án markadrottningarinnar í þessum mikilvægu leikjum.

Þór/KA Íslandsmeistari - myndir

Það var sögulegt kvöld á Akureyri er Þór/KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna með 9-0 sigri á Selfoss.

Jóhann Kristinn: Við erum eins og leiðinlegt skordýr

"Ég fór inn í þetta mót til að keppa við stór og sterk lið eins og Stjörnuna, Val, Breiðablik og ÍBV. Við vildum troða okkur inn í þennan pakka,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson sigurreifur þjálfari Þórs/KA um hver markmið liðsins voru fyrir sumarið.

Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn

Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins.

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 18. umferð

Þrír leikir fóru fram í Pepsi-deildar karla í gærkvöldi og lauk þar með 18. umferð. Farið var yfir gang mála í öllum leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport í gær og má nálgast upptöku af þættinum á Vísi. Markaregnið er að þessu sinni skreytt með tónlist frá The Constellations – Perfect day.

Pepsi-mörkin: Umfjöllun um 18. umferð í heild sinni á Vísi

Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í leikjunum úr 18. umferð Pepsideildar karla á Stöð 2 sport í gær. Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni á Vísi. Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson voru sérfræðingar þáttarins.

Það rennur ekki blóðið í þjálfaranum okkar

Lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti með sigri á Selfossi á Akureyri í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Norðankonur hafa spilað frábærlega í sumar og eru með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni.

FH nálgast titilinn - myndir

FH-ingar færðust skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum í kvöld er þeir unnu sannfærandi sigur á Keflvíkingum í Krikanum.

Jóhann Birnir: Ég býð Guðjóni ekki í afmælið mitt

"Þú verður að spyrja Guðjón Árna að því. Þá getur þú séð hvort hann sé jafn óheiðarlegur í svörum og í atburðum úti á vellinum. Ég vil ekkert segja um þetta mál. Þið getið skoðað þetta og séð úr hverju Guðjón Árni er gerður," sagði reiður Jóhann Birnir Guðmundsson, allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 3-0

FH er komið með tíu stiga forystu á toppi Pepsí deildar karla eftir 3-0 sigur á Keflavík á Kaplakrikavelli. FH var mun betri aðilinn í leiknum og fékk fjölmörg færi í leiknum en Keflavík var einum færri í rúman hálftíma eftir að Jóhann Birnir fékk sitt seinna gula spjald í stöðunni 0-0.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Fylkir 4-0

Framarar unnu frábæran sigur á Fylki, 4-0, á Laugardalsvellinum í Pepsi-deild karla í kvöld. Heimamenn settu þrjú mörk í síðari hálfleiknum og keyrðu gjörsamlega yfir Fylkismenn. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks og allt fór á versta veg eftir það.

Willum Þór rekinn frá Leikni

Willum Þór Þórsson hefur verið sagt upp störfum hjá Leikni sem leikur í 1. deildinni. Það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag.

Eyjólfur: Viljum gefa yngri leikmönnum reynslu

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs karla, segir að hann hafi kosið frekar að gefa yngri leikmönnum tækifæri í lokaleik Íslands í riðlinum en að velja bestu leikmennina sem völ er á.

Björn Bergmann meiddur | Kolbeinn kemur til landsins

Eins og sagt var frá á Vísi í gær hefur Gunnar Heiðar Þorvaldsson verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn. Björn Bergmann Sigurðarson hefur dregið sig úr hópnum vegna meiðsla.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 0-2

Stjarnan vann frábæran sigur, 2-0, á Val að Hlíðarenda í kvöld en bæði mörk liðsins komu í fyrri hálfleik. Liðið komst því í þriðja sætið og skaust upp fyrir ÍBV og ÍA en Stjarnan er sem stendur með 29 stig, aðeins tveimur stigum á eftir KR.

Þórsarar komnir upp í Pepsi-deildina á ný

Þórsarar frá Akureyri endurheimtu sæti sitt í Pepsi-deild karla í fótbolta í dag eftir 3-1 sigur á Víkingum í Fossvoginum í 19. umferð 1. deild karla í dag. Þetta var áttundi deildarsigur Þórsliðsins í röð og liðið er nú með xx stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.

Sjá næstu 50 fréttir