Íslenski boltinn

Hermann: Gekk allt hratt fyrir sig

Hermann Hreiðarsson segir að hann hafi ekki tekið sér langan umhugsunartíma þegar honum stóð til boðast að gera þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla.

Hermann tekur við liðinu að tímabilinu loknu en hann er nú að klára sitt þjálfaranám. Magnús Gylfason var áður þjálfari liðsins en hann hætti í gær.

„Þetta gekk allt saman hratt fyrir sig. En um leið og þeir buðu mér starfið þá vissi ég að það yrði farsæl lausn á þessum viðræðum," sagði Hermann við Valtý Björn Valtýsson í kvöld.

„Stefnan var að vera úti í vetur og koma svo heim og halda áfram sem spilandi aðstoðarþjálfari. En þetta er draumastarfið fyrir mig og þegar mér stóð þetta til boða þá breyttist aðstæður."

„Ég er búinn að vera í fimmtán ár úti og nú tekur við nýtt tímabil í lífinu. Þetta starf kemur mér enn betur inn í samfélagið," sagði Hermann en viðtalið má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×