Einar: Þetta er rosalega stórt skref Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2012 08:30 Einar Hjörleifsson hefur varið mark Víkinga úr Ólafsvík í gegnum súrt og sætt undanfarin sjö ár. Fréttablaðið/daníel Víkingar úr Ólafsvík eru komnir upp í úrvalsdeildina og verða meðal tólf bestu fótboltaliða landsins í Pepsi-deild karla næsta sumar. Þeir gulltryggðu sætið með því að vinna 4-0 útisigur á KA á sunnudaginn og fylgja því Þór upp í efstu deild. Einar Hjörleifsson er markvörður liðsins og á stóran þátt í góðu gengi liðsins. „Þetta var ótrúlegur sunnudagur hjá okkur og það eru allir í skýjunum. Það muna örugglega allir Ólafsvíkingar alltaf eftir þessum degi," sagði Einar. „Þegar við vorum á leiðinni á völlinn sáum við rútuna sem fólkið kom í frá Ólafsvík. Um leið og við hlupum út á völl þá var fólkið að mæta og stemningin byrjuð. Þessi frábæri stuðningur gaf tóninn fyrir okkur í leiknum," sagði Einar. Víkingar hafa nú níu stiga forskot á KA þegar aðeins ein umferð er eftir. „Það er rosalegt sterkt að fara þangað og vinna 4-0 en 4-0 eru kannski ekki rétt úrslit miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Ég held að eftir allt saman þá áttum við skilið að vinna leikinn. 1-0 eða 4-0 skiptir ekki öllu heldur bara að vinna leikinn," sagði Einar. Það vita færri kannski að Einar var farinn á sjóinn eldsnemma í gær eða aðeins nokkrum tímum eftir að hann fagnaði úrvalsdeildarsæti með félögum sínum og öðrum Ólafsvíkingum. Náði fjögurra tíma svefni„Við duttum í smá partí eftir að við komum heim og maður náði kannski fjögurra tíma svefni áður en maður mætti í vinnuna hálfasnalegur. Vinnuframlagið mitt í dag verður kannski ekki til frásagnar. Skipstjórinn var fyrir norðan í gær og svo er einn fyrrverandi spilari úr liðinu með mér um borð. Það var því almennur skilningur á því hvað var í gangi enda er maður ekki svona á hverjum degi því þá væri þetta orðið vandamál," sagði Einar léttur. „Þetta er rosalega stórt skref og ég er ekki alveg búinn að átta mig á þessu. Þetta er í raun ótrúlegt því við vorum í 2. deildinni sumarið 2010 og lentum í ýmsu 2009. Þetta er búið að vera svolítið fljótt að gerast. Ég er búinn að upplifa bæði góða og slæma tíma en mestmegnis góða tíma. 2009 er leiðinlegasta tímabilið en annars er þetta búið að vera frábært öll árin og þetta versnar ekkert á næsta ári," segir Einar. Ejub Purisevic hefur þjálfað liðið undanfarin ár og hefur nú tekist að fara með Ólafsvíkinga alla leið upp í efstu deild. Búnir að þroskast saman„Ejub er búinn að gera mjög góða hluti. Við vissum að við værum með gott lið fyrir tímabilið en það voru allir að taka stig af öllum á tímabili og það voru engin afgerandi lið í gangi. Hann hefur náð að fínstilla menn og tókst að ná þessu jafnvægi í liðið sem nægði til að kroppa inn stigin. Hann hefur gert frábæra hluti og liðið í heild sinni er búið að þroskast mikið saman í sumar," segir Einar. Einar hélt hreinu í tveimur síðustu leikjunum og hefur aðeins fengið á sig 18 mörk í 21 leik í sumar. Hann er líka búinn að bíða lengi eftir þessari stundu enda búinn að spila með Víkingsliðinu samfellt í sjö tímabili. „Við fáum á okkur lítið af mörkum af því að við erum alvöru lið og ég er bara partur af því. Ég geri mitt og þeir gera sitt og þá kemur þetta út svona," segir Einar. Víkingar hafa náð í 13 stig af 15 mögulegum stigum út úr síðustu fimm leikjum eða allt frá því að þeir töpuðu 4-1 fyrir Þrótti. Rassskellingin í Laugardalnum„Við fengum ágætis rassskellingu í Laugardalnum. Menn rönkuðu aðeins við sér og fóru að gera þetta enn meira saman. Það hefur skilað þessum stigum sem við höfum fengið undanfarið," segir Einar. En þarf ekki liðið að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2013? „Það verður örugglega eitthvað um nýja leikmenn. Liðin sem hafa farið upp síðustu ár hafa verið að reyta til sín fullt af leikmönnum en ég er ekki viss um að við gerum slíkt. Ég held að menn reyni að velja frekar fáa en góða," sagði Einar að lokum.ooj@frettabladid.is Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Víkingar úr Ólafsvík eru komnir upp í úrvalsdeildina og verða meðal tólf bestu fótboltaliða landsins í Pepsi-deild karla næsta sumar. Þeir gulltryggðu sætið með því að vinna 4-0 útisigur á KA á sunnudaginn og fylgja því Þór upp í efstu deild. Einar Hjörleifsson er markvörður liðsins og á stóran þátt í góðu gengi liðsins. „Þetta var ótrúlegur sunnudagur hjá okkur og það eru allir í skýjunum. Það muna örugglega allir Ólafsvíkingar alltaf eftir þessum degi," sagði Einar. „Þegar við vorum á leiðinni á völlinn sáum við rútuna sem fólkið kom í frá Ólafsvík. Um leið og við hlupum út á völl þá var fólkið að mæta og stemningin byrjuð. Þessi frábæri stuðningur gaf tóninn fyrir okkur í leiknum," sagði Einar. Víkingar hafa nú níu stiga forskot á KA þegar aðeins ein umferð er eftir. „Það er rosalegt sterkt að fara þangað og vinna 4-0 en 4-0 eru kannski ekki rétt úrslit miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Ég held að eftir allt saman þá áttum við skilið að vinna leikinn. 1-0 eða 4-0 skiptir ekki öllu heldur bara að vinna leikinn," sagði Einar. Það vita færri kannski að Einar var farinn á sjóinn eldsnemma í gær eða aðeins nokkrum tímum eftir að hann fagnaði úrvalsdeildarsæti með félögum sínum og öðrum Ólafsvíkingum. Náði fjögurra tíma svefni„Við duttum í smá partí eftir að við komum heim og maður náði kannski fjögurra tíma svefni áður en maður mætti í vinnuna hálfasnalegur. Vinnuframlagið mitt í dag verður kannski ekki til frásagnar. Skipstjórinn var fyrir norðan í gær og svo er einn fyrrverandi spilari úr liðinu með mér um borð. Það var því almennur skilningur á því hvað var í gangi enda er maður ekki svona á hverjum degi því þá væri þetta orðið vandamál," sagði Einar léttur. „Þetta er rosalega stórt skref og ég er ekki alveg búinn að átta mig á þessu. Þetta er í raun ótrúlegt því við vorum í 2. deildinni sumarið 2010 og lentum í ýmsu 2009. Þetta er búið að vera svolítið fljótt að gerast. Ég er búinn að upplifa bæði góða og slæma tíma en mestmegnis góða tíma. 2009 er leiðinlegasta tímabilið en annars er þetta búið að vera frábært öll árin og þetta versnar ekkert á næsta ári," segir Einar. Ejub Purisevic hefur þjálfað liðið undanfarin ár og hefur nú tekist að fara með Ólafsvíkinga alla leið upp í efstu deild. Búnir að þroskast saman„Ejub er búinn að gera mjög góða hluti. Við vissum að við værum með gott lið fyrir tímabilið en það voru allir að taka stig af öllum á tímabili og það voru engin afgerandi lið í gangi. Hann hefur náð að fínstilla menn og tókst að ná þessu jafnvægi í liðið sem nægði til að kroppa inn stigin. Hann hefur gert frábæra hluti og liðið í heild sinni er búið að þroskast mikið saman í sumar," segir Einar. Einar hélt hreinu í tveimur síðustu leikjunum og hefur aðeins fengið á sig 18 mörk í 21 leik í sumar. Hann er líka búinn að bíða lengi eftir þessari stundu enda búinn að spila með Víkingsliðinu samfellt í sjö tímabili. „Við fáum á okkur lítið af mörkum af því að við erum alvöru lið og ég er bara partur af því. Ég geri mitt og þeir gera sitt og þá kemur þetta út svona," segir Einar. Víkingar hafa náð í 13 stig af 15 mögulegum stigum út úr síðustu fimm leikjum eða allt frá því að þeir töpuðu 4-1 fyrir Þrótti. Rassskellingin í Laugardalnum„Við fengum ágætis rassskellingu í Laugardalnum. Menn rönkuðu aðeins við sér og fóru að gera þetta enn meira saman. Það hefur skilað þessum stigum sem við höfum fengið undanfarið," segir Einar. En þarf ekki liðið að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2013? „Það verður örugglega eitthvað um nýja leikmenn. Liðin sem hafa farið upp síðustu ár hafa verið að reyta til sín fullt af leikmönnum en ég er ekki viss um að við gerum slíkt. Ég held að menn reyni að velja frekar fáa en góða," sagði Einar að lokum.ooj@frettabladid.is
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira