Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 0-4 Stefán Hirst Friðriksson á KR-velli skrifar 16. september 2012 16:15 Titilvonir KR-inga eru endanlega úti eftir 4-0 sigur Breiðabliks á liðinu í nítjándu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Frammistaða Vesturbæjarliðsins var hörmuleg og sigurinn sannarlega verðskuldaður. Kristinn Jónsson, Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Blikar eru í bullandi baráttu um Evrópusæti eftir sigurinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og voru Blikar sprækari á upphafsmínútunum en marktækifærin féllu í hendur heimamanna í KR. Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Emil Atlason voru báðir nálægt þvi að koma sínum mönnum yfir en bæði skotin höfnuðu í tréverki andstæðinganna. Það var svo á 22. mínútu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson var felldur inn í teig og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Gary Martin steig á punktinn en Ingvar Kale greip slaka vítaspyrnu hans. Blikar komust svo yfir á 34. mínútu nokkuð gegn gangi leiksins. Þá skoraði Kristinn Jónsson algjört draumamark úr aukaspyrnu af löngu færi. Lítið gerðist á næstu mínútum og Blikar því með forystu þegar flautað var til hálfleiks. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiksins en síðustu tuttugu mínútur hans voru eign Blika en þeir gerðu þrjú mörk á þessum tíma. Fyrst var það Nichlas Rohde sem kom sínum mönnum í 2-0 áður en að Elfar Árni Aðalsteinsson bætti þriðja markinu við. Tómas Óli Garðarsson innsiglaði svo sigurinn á lokamínútunni með stórkostlegu marki en hann snéri boltann upp í vinkilinn frá vítateigshorninu. Stórsigur Breiðabliks því staðreynd og sigurinn svo sannarlega verðskuldaður.Rúnar: Erfitt að útskýra þetta slaka gengi „Þetta voru skelfileg úrslit fyrir okkur. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleiknum en þeir skora úr drauma aukaspyrnu og leiddu í hálfleik. Við stjórnuðum svo leiknum í upphafi seinni hálfleiksins en náum ekki að nýta það og ganga þeir svo á lagið og því fór sem fór," sagði Rúnar. Rúnar var ómyrkur í máli í lok leiks og sagði gengi liðsins að undanförnu illskiljanlegt „Það er erfitt að útskýra gengi okkar í undanförnum leikjum. Við höfum lagt leikina upp með því að reyna að vinna þá en það virðist ekkert ganga né falla með okkur," bætti Rúnar við. Við erum bara búnir að ná í átta stig í síðari umferðinni sem er skelfileg uppskera og erum við alls ekki sáttir við það. Við erum bikarmeistarar en erum búnir að missa af titlinum og er það sárt og svekkjandi. Við stefndum á að ná að vinna deildina líka en það gekk ekki eftir," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR að lokum.Ólafur: Ætlum okkur Evrópusæti „Þrjú stig, halda hreinu og skora fjögur mörk, það er virkilega ljúft. Þeir fengu góð færi í fyrri hálfleik til þess að skora mér fannst við vera þrautseigir og unnum við vel úr því sem við fengum í leiknum" sagði Ólafur. „Evrópusætið er inn í myndinni og höfum við ætlað að ná okkur í það sæti í langan tíma. Þessi sigur gefur okkur stuð í bakið í þessari baráttu og voru þetta mjög mikilvæg þrjú stig. Við þurfum að koma vel stemmdir inn í næsta leik og klára þetta mót með sæmd," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Titilvonir KR-inga eru endanlega úti eftir 4-0 sigur Breiðabliks á liðinu í nítjándu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Frammistaða Vesturbæjarliðsins var hörmuleg og sigurinn sannarlega verðskuldaður. Kristinn Jónsson, Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Blikar eru í bullandi baráttu um Evrópusæti eftir sigurinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og voru Blikar sprækari á upphafsmínútunum en marktækifærin féllu í hendur heimamanna í KR. Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Emil Atlason voru báðir nálægt þvi að koma sínum mönnum yfir en bæði skotin höfnuðu í tréverki andstæðinganna. Það var svo á 22. mínútu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson var felldur inn í teig og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Gary Martin steig á punktinn en Ingvar Kale greip slaka vítaspyrnu hans. Blikar komust svo yfir á 34. mínútu nokkuð gegn gangi leiksins. Þá skoraði Kristinn Jónsson algjört draumamark úr aukaspyrnu af löngu færi. Lítið gerðist á næstu mínútum og Blikar því með forystu þegar flautað var til hálfleiks. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiksins en síðustu tuttugu mínútur hans voru eign Blika en þeir gerðu þrjú mörk á þessum tíma. Fyrst var það Nichlas Rohde sem kom sínum mönnum í 2-0 áður en að Elfar Árni Aðalsteinsson bætti þriðja markinu við. Tómas Óli Garðarsson innsiglaði svo sigurinn á lokamínútunni með stórkostlegu marki en hann snéri boltann upp í vinkilinn frá vítateigshorninu. Stórsigur Breiðabliks því staðreynd og sigurinn svo sannarlega verðskuldaður.Rúnar: Erfitt að útskýra þetta slaka gengi „Þetta voru skelfileg úrslit fyrir okkur. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleiknum en þeir skora úr drauma aukaspyrnu og leiddu í hálfleik. Við stjórnuðum svo leiknum í upphafi seinni hálfleiksins en náum ekki að nýta það og ganga þeir svo á lagið og því fór sem fór," sagði Rúnar. Rúnar var ómyrkur í máli í lok leiks og sagði gengi liðsins að undanförnu illskiljanlegt „Það er erfitt að útskýra gengi okkar í undanförnum leikjum. Við höfum lagt leikina upp með því að reyna að vinna þá en það virðist ekkert ganga né falla með okkur," bætti Rúnar við. Við erum bara búnir að ná í átta stig í síðari umferðinni sem er skelfileg uppskera og erum við alls ekki sáttir við það. Við erum bikarmeistarar en erum búnir að missa af titlinum og er það sárt og svekkjandi. Við stefndum á að ná að vinna deildina líka en það gekk ekki eftir," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR að lokum.Ólafur: Ætlum okkur Evrópusæti „Þrjú stig, halda hreinu og skora fjögur mörk, það er virkilega ljúft. Þeir fengu góð færi í fyrri hálfleik til þess að skora mér fannst við vera þrautseigir og unnum við vel úr því sem við fengum í leiknum" sagði Ólafur. „Evrópusætið er inn í myndinni og höfum við ætlað að ná okkur í það sæti í langan tíma. Þessi sigur gefur okkur stuð í bakið í þessari baráttu og voru þetta mjög mikilvæg þrjú stig. Við þurfum að koma vel stemmdir inn í næsta leik og klára þetta mót með sæmd," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira