Íslenski boltinn

Ólafsvíkur-Víkingar geta komist upp á morgun

Óskar Ófeigur Jónson skrifar
Einar Hjörleifsson á mikinn þátt í að Víkingar hafa fengið á sig fæst mörk allra liða í 1. deildinni.
Einar Hjörleifsson á mikinn þátt í að Víkingar hafa fengið á sig fæst mörk allra liða í 1. deildinni. Mynd/Daníel
Víkingar úr Ólafsvík geta tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla á næsta sumri með hagstæðum úrslitum á móti KA á Akureyrarvelli í 21. umferð 1. deildar karla á morgun.

Þórsarar eru þegar komnir upp en KA er eina liðið sem getur náð öðru sætinu af Víkingsliðinu. Víkingar eru með sex stiga forskot á KA-menn þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Ólafsvíkur-Víkingar tryggja sér því sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins með því að ná í stig í leiknum sem hefst kl. 14.00.

KA-menn hafa reyndar verið á miklu flugi síðan í ágústbyrjun og náð 16 stigum út úr síðustu sjö leikjum sínum. Það má því búast við hörkuleik á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×