Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 2-1 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli skrifar 20. september 2012 16:15 Íslandsmeistarar FH sigruðu ÍA 2-1 með dramatísku sigurmarki Atla Guðnasonar úr síðustu spyrnu leiksins. ÍA komst yfir þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum en FH sótti án afláts á loka kafla leiksins og uppskar tvö mörk og verðskuldaðan sigur. Fyrri hálfleikur var allt annað en fjörugur. ÍA réð vel við sóknir FH en Skagamenn gerður sjálfir lítið fram á við. Einar Karl Ingvarsson átti tvö góð skot sem Páll Gísli Jónsson varði vel en annars var fátt um fína drætti sóknarlega hjá liðunum. Allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. FH náði að hrista af sér fögnuð vikunnar eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í vikunni og sóttu mikið. Skyndisóknir ÍA voru einnig mun betri en í fyrri hálfleik og uppskáru gestirnir mark eftir eina slíka á 62. mínútu þegar Dean Martin nýtti sér mistök Gunnleifs í markinu og skallaði fyrirgjöf Andra Adolphssonar yfir marklínuna. Heimir Guðjónsson þjálfari FH skipti tveimur 19 ára piltum inn á um miðbik seinni hálfleiks, Emil Pálssyni og Kristjáni Gauta Emilssyni, og hresstu þeir báðir upp á sóknarleik FH. FH átti sérstaklega auðvelt með að sækja upp hægri kantinn og reyndi Þórður Þórðarson að svara því með að skipta Einari Loga Einarssyni af leikvelli fyrir Guðjón Heiðar Sveinsson en án árangurs. Það er eftir fyrirgjöf frá hægri sem jöfnunarmark FH kom, Einar Karl átti fyrirgjöfina, Kristján Gauti skallaði á markið sem Páll Gísli varði vel og Emil Pálsson fylgdi á eftir. Allt 19 ára gamlir leikmenn þar að verki hjá FH. FH pressaði og pressaði út leikinn og þegar ÍA virtist ætla að halda stiginu náði FH skyndisókn þar sem tvær sendingar frá vítateig fór inn fyrir vörn ÍA þar sem Atli Guðnason stakk sér og skoraði sigurmarkið á síðasta andartaki leiksins. Karakter FH í sumar krystallaðist í sigurmarkinu, liðið hættir aldrei og eins marks sigur staðreynd. ÍA varð af mikilvægu stigi í baráttunni um Evrópusæti og ljóst að liðið þarf sex stig í síðustu leikjunum tveimur til að eiga möguleika á að taka þátt í Evrópukeppni næsta sumar. Heimir: Eitt lið á vellinum síðustu tuttugu„Fyrri hálfleikur var ekki góður af okkar hálfu. Við komum út og boltinn gekk ekki hratt á milli manna. Við vorum að klappa boltanum of mikið. Það vantaði hreyfingu og þeir náðu að loka á okkur með því að spila agaðan og mjög góðan varnarleik. Í seinni hálfleik var meiri hreyfing á liðinu og við náðum að halda boltanum innan liðsins og náðum að klára þetta. Síðustu tuttugu mínúturnar fannst mér eitt lið vera á vellinu," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í leikslok. „Við vissum að þetta gæti orðið erfiður leiki og fyrri hálfleikur sýndi það en menn spýttu í lófana í seinni hálfleik og líka í ljósi þess að stuðningsmenn FH voru að koma hingað á fimmtudegi klukkan fimm. Þeir hafa stutt okkur frábærlega í síðustu leikjum og áttu skilið að við sýndum á einhverjum tímapunkti alvöru knattspyrnu. „Kristján Gauti kom gríðarlega öflugur inn í liði og Emil Pálsson líka. Þeir hresstu upp á leik liðsins og jöfnunarmarkið var Einar Karl, Kristján Gauti, Emil Páls, allt strákar fæddir 1993. Framtíðin er björt hjá FH," sagði sigurreifur Heimir Guðjónsson í leikslok. Þórður: Hefðum sætt okkur við stig„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við vorum mjög vinnusamir í leiknum og áttum skilið miðað við þá vinnu að minnsta kosti eitt stig,“ sagði svekktur Þórður Þórðarson þjálfari ÍA. „Mér fannst mínir menn spila leikinn ágætlega. Við lögðum upp með að vera þéttir til baka og loka vissum svæðum sem við gerðum að stærstu leiti allan leikinn mjög vel og beita skyndisóknum sem við gerðum mjög vel. Við fengum færi til að skora alveg eins og þeir. Þeir voru vissulega meira með boltann en það er svekkelsi að ná ekki neinu út úr leiknum miðað við vinnuna. „FH er með besta liðið, taflan lýgur engu með það. Við vissum að við myndum spila erfiðan leik á móti góðu sóknarliði. Mér fannst við heilt yfir ná að loka ágætlega á þá. „FH fær margfallt betri færi en mörkin koma upp úr. Markmaðurinn hjá mér á auðvitað að hirða krossinn í fyrra markinu. Hann er fastur á línunni. Í öðru markinu eigum við of stutta sendingu inn fyrir vörnina sem þeir skalla frá og þeir bruna á okkur, sending inn fyrri og mark. Það var aulaskapur hjá okkur. FH-ingar fengu betri færi til að skora en þetta en nýttu það ekki. „Við hefðum alveg sætt okkur við eitt stig á móti besta liði landsins á heimavelli þeirra. Evrópubaráttan er ekki búin. Við förum í tvo síðustu leikina til að vinna, eins og við ætluðum að gera í dag líka en það er ekki alltaf allt með manni,“ sagði Þórður að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Íslandsmeistarar FH sigruðu ÍA 2-1 með dramatísku sigurmarki Atla Guðnasonar úr síðustu spyrnu leiksins. ÍA komst yfir þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum en FH sótti án afláts á loka kafla leiksins og uppskar tvö mörk og verðskuldaðan sigur. Fyrri hálfleikur var allt annað en fjörugur. ÍA réð vel við sóknir FH en Skagamenn gerður sjálfir lítið fram á við. Einar Karl Ingvarsson átti tvö góð skot sem Páll Gísli Jónsson varði vel en annars var fátt um fína drætti sóknarlega hjá liðunum. Allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. FH náði að hrista af sér fögnuð vikunnar eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í vikunni og sóttu mikið. Skyndisóknir ÍA voru einnig mun betri en í fyrri hálfleik og uppskáru gestirnir mark eftir eina slíka á 62. mínútu þegar Dean Martin nýtti sér mistök Gunnleifs í markinu og skallaði fyrirgjöf Andra Adolphssonar yfir marklínuna. Heimir Guðjónsson þjálfari FH skipti tveimur 19 ára piltum inn á um miðbik seinni hálfleiks, Emil Pálssyni og Kristjáni Gauta Emilssyni, og hresstu þeir báðir upp á sóknarleik FH. FH átti sérstaklega auðvelt með að sækja upp hægri kantinn og reyndi Þórður Þórðarson að svara því með að skipta Einari Loga Einarssyni af leikvelli fyrir Guðjón Heiðar Sveinsson en án árangurs. Það er eftir fyrirgjöf frá hægri sem jöfnunarmark FH kom, Einar Karl átti fyrirgjöfina, Kristján Gauti skallaði á markið sem Páll Gísli varði vel og Emil Pálsson fylgdi á eftir. Allt 19 ára gamlir leikmenn þar að verki hjá FH. FH pressaði og pressaði út leikinn og þegar ÍA virtist ætla að halda stiginu náði FH skyndisókn þar sem tvær sendingar frá vítateig fór inn fyrir vörn ÍA þar sem Atli Guðnason stakk sér og skoraði sigurmarkið á síðasta andartaki leiksins. Karakter FH í sumar krystallaðist í sigurmarkinu, liðið hættir aldrei og eins marks sigur staðreynd. ÍA varð af mikilvægu stigi í baráttunni um Evrópusæti og ljóst að liðið þarf sex stig í síðustu leikjunum tveimur til að eiga möguleika á að taka þátt í Evrópukeppni næsta sumar. Heimir: Eitt lið á vellinum síðustu tuttugu„Fyrri hálfleikur var ekki góður af okkar hálfu. Við komum út og boltinn gekk ekki hratt á milli manna. Við vorum að klappa boltanum of mikið. Það vantaði hreyfingu og þeir náðu að loka á okkur með því að spila agaðan og mjög góðan varnarleik. Í seinni hálfleik var meiri hreyfing á liðinu og við náðum að halda boltanum innan liðsins og náðum að klára þetta. Síðustu tuttugu mínúturnar fannst mér eitt lið vera á vellinu," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í leikslok. „Við vissum að þetta gæti orðið erfiður leiki og fyrri hálfleikur sýndi það en menn spýttu í lófana í seinni hálfleik og líka í ljósi þess að stuðningsmenn FH voru að koma hingað á fimmtudegi klukkan fimm. Þeir hafa stutt okkur frábærlega í síðustu leikjum og áttu skilið að við sýndum á einhverjum tímapunkti alvöru knattspyrnu. „Kristján Gauti kom gríðarlega öflugur inn í liði og Emil Pálsson líka. Þeir hresstu upp á leik liðsins og jöfnunarmarkið var Einar Karl, Kristján Gauti, Emil Páls, allt strákar fæddir 1993. Framtíðin er björt hjá FH," sagði sigurreifur Heimir Guðjónsson í leikslok. Þórður: Hefðum sætt okkur við stig„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við vorum mjög vinnusamir í leiknum og áttum skilið miðað við þá vinnu að minnsta kosti eitt stig,“ sagði svekktur Þórður Þórðarson þjálfari ÍA. „Mér fannst mínir menn spila leikinn ágætlega. Við lögðum upp með að vera þéttir til baka og loka vissum svæðum sem við gerðum að stærstu leiti allan leikinn mjög vel og beita skyndisóknum sem við gerðum mjög vel. Við fengum færi til að skora alveg eins og þeir. Þeir voru vissulega meira með boltann en það er svekkelsi að ná ekki neinu út úr leiknum miðað við vinnuna. „FH er með besta liðið, taflan lýgur engu með það. Við vissum að við myndum spila erfiðan leik á móti góðu sóknarliði. Mér fannst við heilt yfir ná að loka ágætlega á þá. „FH fær margfallt betri færi en mörkin koma upp úr. Markmaðurinn hjá mér á auðvitað að hirða krossinn í fyrra markinu. Hann er fastur á línunni. Í öðru markinu eigum við of stutta sendingu inn fyrir vörnina sem þeir skalla frá og þeir bruna á okkur, sending inn fyrri og mark. Það var aulaskapur hjá okkur. FH-ingar fengu betri færi til að skora en þetta en nýttu það ekki. „Við hefðum alveg sætt okkur við eitt stig á móti besta liði landsins á heimavelli þeirra. Evrópubaráttan er ekki búin. Við förum í tvo síðustu leikina til að vinna, eins og við ætluðum að gera í dag líka en það er ekki alltaf allt með manni,“ sagði Þórður að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira