Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Selfoss 2-0 Benedikt Bóas Hinriksson í Lautinni skrifar 16. september 2012 00:01 Það var ekki besti fótboltaleikur heimsins sem fór fram í Lautinni í dag. Það var eins og leikmenn væru ryðgaðir eftir landsleikjahléð. Það vantaði einhvern neista, einhverja greddu. Viðvörunarbjöllurnar fóru snemma að hringja upp við mark gestanna. Davíð Ásbjörnsson skoraði á fjórðu mínutu en var réttilega dæmdur rangstæður. Skömmu síðar komst Árni Guðna í gegn en lét sig falla og fékk gult spjald fyrir skelfilegan leikaraskap. Á 24. mínútu kom fyrsta áfall Selfyssinga. Robert Sandnes fékk þá beint rautt spjald. Straujaði Magnús Þóri sem lá óvígur eftir. Vissulega rann Sandnes og sögðu gestirnir að þetta væri slys. En úr blaðamannastúkunni leit tæklingin hrikalega út. Svo hrikalega að hún verðskuldaði rautt spjald. Tómasi Leifssyni var kippt af velli og Ivar Skjerve var settur inn. Tómas var ekki ánægður og lét menn á bekknum heyra það. Ásmundur svaraði þessum breytingum með því að setja Davíð Ásbjörnsson í hægri bakvörðinn og Elís Rafn á miðjuna. Heimamenn héldu boltanum en voru hugmyndasnauðir í sóknarleiknum. Gestirnir vörðust og treystu á að Jón Daði og Viðar Örn myndu bjarga þeim fram á við. 0-0 í hálfleik og setti Ásmundur gamla refinn Sigurvin Ólafsson inn á. Hann var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hann fékk Stefán Ragnar á sig. Stefán tók tveggja fóta tæklingu og slíkt er víst bannað. Sérstaklega á gamla menn. Hárrétt hjá Vilhjálmi að gefa rautt spjald en gestunum var ekki skemmt. Tveimur færri í 40 mínútur er öllum liðum erfitt. Nánast strax á eftir var Vilhjálmur dómari aftur í aðalhlutverki. Jón Daði stakk boltanum inn á Viðar sem barðist við Kjartan Ágúst. Kjartan togaði en Viðar stóð það af sér og var að sleppa í gegn. En Vilhjálmur flautaði þá og stoppaði leikinn. Viðar er reyndar búinn að vera skelfilegur að nýta færin í sumar og kannski ekki mikill möguleiki að hann hefði klárað þetta - en Vilhjálmur stal þarna færinu af honum. Rétt á eftir kom fyrsta markið. Ingimundur Níels var með góðan sprett fram hægri kanntinn, boltinn silgdi í gegnum teiginn þar sem Magnús Þórir lúrði á fjær og skoraði. Vel klárað. Gestirnir voru hins vegar ekki af baki dottnir og fengu ágætis hálffæri. Enn var það Viðar sem reyndi en Bjarni sá við honum og varði vel. Rothöggið kom síðan á 71. mínútu þegar Björgólfur Takefúsa skoraði með góðum skalla. Eftir það var leikurinn búinn í raun og heimamenn pössuðu sig að meiðast ekki og gestirnir létu allt sem Vilhjálmur flautaði á fara í taugarnar á sér. Fínn sigur hjá heimamönnum sem þar með eru búnir að kveðja falldrauginn. Hinsvegar lúrir sá draugur yfir Selfossi sem verða að girða sig allduglega í brók ef ekki á illa að fara.Logi: Rauðu spjöldin réðu úrslitum „Ég held að þessi rauðu spjöld ráði úrslitum leiksins, ég er ekki í vafa um það," sagði Logi Ólafsson þjálfari Selfyssinga eftir 2-0 tap gegn Fylki í dag. „Fyrra spjaldið er alls ekkert rautt spjald. Maður sem rennur vegna vallarðastæðna á vellinum, ég skil ekki hvernig er hægt að refsa honum með rauðu spjaldi.“ Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi í leikinn en Logi ákvað að ræða ekki við hann eftir leikinn. „Við höfum fengið þrjú rauð spjöld á þessu tímabili og hann á þau öll þessi dómari. Ég fékk mér kaffi með honum þegar hann rak Endre Ove Brenne og það var engu tauti við hann komið svo ég sé enga ástæðu til að tala við hann.“Ásmundur: Ekki mitt að dæma „Frábær þrjú stig og gott að halda hreinu - höfum ekki gert mikið af því í sumar,“ sagði ásmundur Arnarson þjálfari Fylkis glaður í bragði eftir sigurinn í kvöld. „Við þurftum að hrókera aðeins í liðinu og ekkert af góðu. Við vorum tæklaðir duglega í þessum leik en ég er með fjölhæft lið í höndunum og menn leystu sínar stöður vel. Selfoss kom hingað til að spila fast - það var ljóst. Það eru tveir laskaðir eftir þessi átök. David og Davíð Ásbjörns eru laskaðir og við verðum að sjá til með hvernig það þróast.“ Ásmundur sagðist skilja að Vilhjálmur hafi hent upp rauða spjaldinu í tvígang. „Það er ekki mitt að dæma um þessi atvik en þetta er einhversstaðar þarna á gult rautt svæðinu og dómarinn mat þetta sem grófar sólatæklingar en það er ekki mitt að dæma.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Það var ekki besti fótboltaleikur heimsins sem fór fram í Lautinni í dag. Það var eins og leikmenn væru ryðgaðir eftir landsleikjahléð. Það vantaði einhvern neista, einhverja greddu. Viðvörunarbjöllurnar fóru snemma að hringja upp við mark gestanna. Davíð Ásbjörnsson skoraði á fjórðu mínutu en var réttilega dæmdur rangstæður. Skömmu síðar komst Árni Guðna í gegn en lét sig falla og fékk gult spjald fyrir skelfilegan leikaraskap. Á 24. mínútu kom fyrsta áfall Selfyssinga. Robert Sandnes fékk þá beint rautt spjald. Straujaði Magnús Þóri sem lá óvígur eftir. Vissulega rann Sandnes og sögðu gestirnir að þetta væri slys. En úr blaðamannastúkunni leit tæklingin hrikalega út. Svo hrikalega að hún verðskuldaði rautt spjald. Tómasi Leifssyni var kippt af velli og Ivar Skjerve var settur inn. Tómas var ekki ánægður og lét menn á bekknum heyra það. Ásmundur svaraði þessum breytingum með því að setja Davíð Ásbjörnsson í hægri bakvörðinn og Elís Rafn á miðjuna. Heimamenn héldu boltanum en voru hugmyndasnauðir í sóknarleiknum. Gestirnir vörðust og treystu á að Jón Daði og Viðar Örn myndu bjarga þeim fram á við. 0-0 í hálfleik og setti Ásmundur gamla refinn Sigurvin Ólafsson inn á. Hann var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hann fékk Stefán Ragnar á sig. Stefán tók tveggja fóta tæklingu og slíkt er víst bannað. Sérstaklega á gamla menn. Hárrétt hjá Vilhjálmi að gefa rautt spjald en gestunum var ekki skemmt. Tveimur færri í 40 mínútur er öllum liðum erfitt. Nánast strax á eftir var Vilhjálmur dómari aftur í aðalhlutverki. Jón Daði stakk boltanum inn á Viðar sem barðist við Kjartan Ágúst. Kjartan togaði en Viðar stóð það af sér og var að sleppa í gegn. En Vilhjálmur flautaði þá og stoppaði leikinn. Viðar er reyndar búinn að vera skelfilegur að nýta færin í sumar og kannski ekki mikill möguleiki að hann hefði klárað þetta - en Vilhjálmur stal þarna færinu af honum. Rétt á eftir kom fyrsta markið. Ingimundur Níels var með góðan sprett fram hægri kanntinn, boltinn silgdi í gegnum teiginn þar sem Magnús Þórir lúrði á fjær og skoraði. Vel klárað. Gestirnir voru hins vegar ekki af baki dottnir og fengu ágætis hálffæri. Enn var það Viðar sem reyndi en Bjarni sá við honum og varði vel. Rothöggið kom síðan á 71. mínútu þegar Björgólfur Takefúsa skoraði með góðum skalla. Eftir það var leikurinn búinn í raun og heimamenn pössuðu sig að meiðast ekki og gestirnir létu allt sem Vilhjálmur flautaði á fara í taugarnar á sér. Fínn sigur hjá heimamönnum sem þar með eru búnir að kveðja falldrauginn. Hinsvegar lúrir sá draugur yfir Selfossi sem verða að girða sig allduglega í brók ef ekki á illa að fara.Logi: Rauðu spjöldin réðu úrslitum „Ég held að þessi rauðu spjöld ráði úrslitum leiksins, ég er ekki í vafa um það," sagði Logi Ólafsson þjálfari Selfyssinga eftir 2-0 tap gegn Fylki í dag. „Fyrra spjaldið er alls ekkert rautt spjald. Maður sem rennur vegna vallarðastæðna á vellinum, ég skil ekki hvernig er hægt að refsa honum með rauðu spjaldi.“ Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi í leikinn en Logi ákvað að ræða ekki við hann eftir leikinn. „Við höfum fengið þrjú rauð spjöld á þessu tímabili og hann á þau öll þessi dómari. Ég fékk mér kaffi með honum þegar hann rak Endre Ove Brenne og það var engu tauti við hann komið svo ég sé enga ástæðu til að tala við hann.“Ásmundur: Ekki mitt að dæma „Frábær þrjú stig og gott að halda hreinu - höfum ekki gert mikið af því í sumar,“ sagði ásmundur Arnarson þjálfari Fylkis glaður í bragði eftir sigurinn í kvöld. „Við þurftum að hrókera aðeins í liðinu og ekkert af góðu. Við vorum tæklaðir duglega í þessum leik en ég er með fjölhæft lið í höndunum og menn leystu sínar stöður vel. Selfoss kom hingað til að spila fast - það var ljóst. Það eru tveir laskaðir eftir þessi átök. David og Davíð Ásbjörns eru laskaðir og við verðum að sjá til með hvernig það þróast.“ Ásmundur sagðist skilja að Vilhjálmur hafi hent upp rauða spjaldinu í tvígang. „Það er ekki mitt að dæma um þessi atvik en þetta er einhversstaðar þarna á gult rautt svæðinu og dómarinn mat þetta sem grófar sólatæklingar en það er ekki mitt að dæma.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira