Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Grindavík 2-1 | Grindavík fallið Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 16. september 2012 00:01 ÍBV vann góðan sigur á Grindvíkingum, 2-1, á Hásteinsvelli í dag. ÍBV skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en Grindavík náði að koma marki á Eyjamenn en nær komust þeir ekki. ÍBV komst því tímabundið upp í annað sæti deildarinnar en Grindvíkingar eru fallnir enda dugði þeim helst ekkert annað en sigur í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn miklu mun betur. Á 23. mínútu skoraði Christian Steen Olsen mark með vinstri fæti af frekar stuttu færi eftir frábæran undirbúning frá Víði Þorvarðarsyni, sem var hreint út sagt frábær í leiknum. Níu mínútum seinna eða á 32. mínútu fiskaði Víðir svo víti sem Andri Ólafsson skoraði úr af gríðarlegu öryggi. Vindurinn í Vestmannaeyjum í dag var sterkur og truflaði bæði lið í sínum aðgerðum, leikurinn varð því fyrir vikið aldrei mikið fyrir augað. Mikið var um tæklingar og baráttu en Garðar Örn Hinriksson leyfði leiknum vel að fljóta og var ekki að flauta mikið. Í seinni hálfleik komu Grindvíkingar mjög sterkir til leiks og skoruðu mark á 51. mínútu leiksins þegar sending kom inná teiginn sem Andri Ólafsson fyrirliði ÍBV, skallaði beint fyrir fætur Hafþórs Ægis Vilhjálmssonar sem þakkaði fyrir sig og skoraði mark úr markteignum. Eftir þetta var eins og að slökkt hefði verið á leikmönnum, Grindvíkingar reyndu aðeins að sækja en það gekk ekki vel og leikurinn fjaraði út. Niðurstaðan 2-1, sanngjarn sigur Eyjamanna sem með þessum sigri komu sjálfum sér upp í 2. sætið á betra markahlutfalli en KR og sendu Grindvíkinga niður í fyrstu deild, þrátt fyrir það að þrjár umferðir séu eftir af Íslandsmótinu.Víðir: Ekki gaman að sjá landsbyggðarlið falla "Þetta var fínn leikur af minni hálfu, en ég átti að dekka manninn sem skoraði markið, þannig að það er ekki allt gott í þessu," sagði Víðir Þorvarðarson leikmaður ÍBV, en hann átti stoðsendingu og fiskaði víti í leiknum í dag. „Það er aldrei gaman að landsbyggðarliðin fari niður, en það er betra að þetta voru þeir en ekki við," sagði Víðir, en Grindavík féll úr deildinni eftir þennan ósigur. „Það voru erfiðar aðstæður, völlurinn er erfiður og mikill vindur. Baráttuleikur, leikurinn var kannski ekki fallegur en stigin eru falleg. Völlurinn var blautur og erfiður en gríðarlega ánægjulegt að vinna," sagði Víðir í lokin en völlurinn varð fyrir skemmdum undanfarnar vikur vegna óveðurs.Guðjón: Margt hefur farið úrskeiðis „Þetta var erfitt á köflum þó sérstaklega í fyrri hálfleik, við mættum ekki nógu ákveðnir til leiks. Það virtist vera að menn áttuðu sig ekki á aðstæðum, þetta var erfið byrjun og það er mjög erfitt að vera 2-0 undir í hálfleik," sagði Guðjón Þórðarson eftir leik, en þetta er í fyrsta skiptið sem Guðjón fellur með lið. „Við náum að minnka muninn í seinni hálfleik en náðum ekki að fylgja því eftir þannig að staðreyndin er tap og fall. Margt hefur farið úrskeiðis og margir hlutir hafa gengið gegn okkur, hópurinn er fámennur og það er aldrei auðvelt," sagði Guðjón dapur í leikslok. „Staðreynd dagsins er sú að við erum fallnir og yfirleitt þegar lið falla er það vegna þess að þau eru ekki nógu góð. Það þurfa allir að kíkja á sína frammistöðu, ég þarf að kíkja á mína og mínir leikmenn þurfa að kíkja á sína. Við þurfum að meta það og vega hvernig við getum bætt það sem úrskeiðis hefur farið. Stundum þarf að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram, það er það sem við verðum að gera," sagði Guðjón en Grindavík er með góðan kjarna af ungum leikmönnum og Guðjón segir framtíðina bjarta.Magnús: Þurftum á þessu að halda „Já, við erum sáttir, byrjuðum leikinn frábærlega og spiluðum vel í fyrri hálfleik. Eftir að við byrjuðum að spila með vindinn í bakið versnaði þetta," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV í leikslok. „Það virðist vera að við séum betri með vindinn á móti okkur, við viljum halda boltanum á jörðinni og láta hann ganga, það kom í ljós í dag að við ráðum miklu betur við það að spila á móti vindinum heldur en nokkurntímann með honum," sagði Magnús, en sterkur vindur var á annað markið í dag. „Allt er þegar þrennt er, okkur tókst loksins að vinna þá hér í Eyjum. Auðvitað vill maður engum að falla, en við erum í bullandi baráttu um Evrópusæti þannig við þurftum nauðsynlega á þessum stigum að halda," sagði Magnús en ÍBV hefur undanfarin tvö ár átt erfitt með Grindavík í Eyjum. ÍBV lyfti sér tímabundið upp í annað sæti deildarinnar með þessum sigri. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
ÍBV vann góðan sigur á Grindvíkingum, 2-1, á Hásteinsvelli í dag. ÍBV skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en Grindavík náði að koma marki á Eyjamenn en nær komust þeir ekki. ÍBV komst því tímabundið upp í annað sæti deildarinnar en Grindvíkingar eru fallnir enda dugði þeim helst ekkert annað en sigur í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn miklu mun betur. Á 23. mínútu skoraði Christian Steen Olsen mark með vinstri fæti af frekar stuttu færi eftir frábæran undirbúning frá Víði Þorvarðarsyni, sem var hreint út sagt frábær í leiknum. Níu mínútum seinna eða á 32. mínútu fiskaði Víðir svo víti sem Andri Ólafsson skoraði úr af gríðarlegu öryggi. Vindurinn í Vestmannaeyjum í dag var sterkur og truflaði bæði lið í sínum aðgerðum, leikurinn varð því fyrir vikið aldrei mikið fyrir augað. Mikið var um tæklingar og baráttu en Garðar Örn Hinriksson leyfði leiknum vel að fljóta og var ekki að flauta mikið. Í seinni hálfleik komu Grindvíkingar mjög sterkir til leiks og skoruðu mark á 51. mínútu leiksins þegar sending kom inná teiginn sem Andri Ólafsson fyrirliði ÍBV, skallaði beint fyrir fætur Hafþórs Ægis Vilhjálmssonar sem þakkaði fyrir sig og skoraði mark úr markteignum. Eftir þetta var eins og að slökkt hefði verið á leikmönnum, Grindvíkingar reyndu aðeins að sækja en það gekk ekki vel og leikurinn fjaraði út. Niðurstaðan 2-1, sanngjarn sigur Eyjamanna sem með þessum sigri komu sjálfum sér upp í 2. sætið á betra markahlutfalli en KR og sendu Grindvíkinga niður í fyrstu deild, þrátt fyrir það að þrjár umferðir séu eftir af Íslandsmótinu.Víðir: Ekki gaman að sjá landsbyggðarlið falla "Þetta var fínn leikur af minni hálfu, en ég átti að dekka manninn sem skoraði markið, þannig að það er ekki allt gott í þessu," sagði Víðir Þorvarðarson leikmaður ÍBV, en hann átti stoðsendingu og fiskaði víti í leiknum í dag. „Það er aldrei gaman að landsbyggðarliðin fari niður, en það er betra að þetta voru þeir en ekki við," sagði Víðir, en Grindavík féll úr deildinni eftir þennan ósigur. „Það voru erfiðar aðstæður, völlurinn er erfiður og mikill vindur. Baráttuleikur, leikurinn var kannski ekki fallegur en stigin eru falleg. Völlurinn var blautur og erfiður en gríðarlega ánægjulegt að vinna," sagði Víðir í lokin en völlurinn varð fyrir skemmdum undanfarnar vikur vegna óveðurs.Guðjón: Margt hefur farið úrskeiðis „Þetta var erfitt á köflum þó sérstaklega í fyrri hálfleik, við mættum ekki nógu ákveðnir til leiks. Það virtist vera að menn áttuðu sig ekki á aðstæðum, þetta var erfið byrjun og það er mjög erfitt að vera 2-0 undir í hálfleik," sagði Guðjón Þórðarson eftir leik, en þetta er í fyrsta skiptið sem Guðjón fellur með lið. „Við náum að minnka muninn í seinni hálfleik en náðum ekki að fylgja því eftir þannig að staðreyndin er tap og fall. Margt hefur farið úrskeiðis og margir hlutir hafa gengið gegn okkur, hópurinn er fámennur og það er aldrei auðvelt," sagði Guðjón dapur í leikslok. „Staðreynd dagsins er sú að við erum fallnir og yfirleitt þegar lið falla er það vegna þess að þau eru ekki nógu góð. Það þurfa allir að kíkja á sína frammistöðu, ég þarf að kíkja á mína og mínir leikmenn þurfa að kíkja á sína. Við þurfum að meta það og vega hvernig við getum bætt það sem úrskeiðis hefur farið. Stundum þarf að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö skref áfram, það er það sem við verðum að gera," sagði Guðjón en Grindavík er með góðan kjarna af ungum leikmönnum og Guðjón segir framtíðina bjarta.Magnús: Þurftum á þessu að halda „Já, við erum sáttir, byrjuðum leikinn frábærlega og spiluðum vel í fyrri hálfleik. Eftir að við byrjuðum að spila með vindinn í bakið versnaði þetta," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV í leikslok. „Það virðist vera að við séum betri með vindinn á móti okkur, við viljum halda boltanum á jörðinni og láta hann ganga, það kom í ljós í dag að við ráðum miklu betur við það að spila á móti vindinum heldur en nokkurntímann með honum," sagði Magnús, en sterkur vindur var á annað markið í dag. „Allt er þegar þrennt er, okkur tókst loksins að vinna þá hér í Eyjum. Auðvitað vill maður engum að falla, en við erum í bullandi baráttu um Evrópusæti þannig við þurftum nauðsynlega á þessum stigum að halda," sagði Magnús en ÍBV hefur undanfarin tvö ár átt erfitt með Grindavík í Eyjum. ÍBV lyfti sér tímabundið upp í annað sæti deildarinnar með þessum sigri.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira