Fleiri fréttir "KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning" Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. 19.7.2012 14:38 ÍA og KR hafa samið um kaupverð á Gary Martin Sóknarmaður Skagamanna Gary Martin nálgast KR eftir að félögin náðu samkomulagi um kaupverð á Martin í gærkvöldi. Þetta staðfesti Kristinn Kærnested formaður knattspyrnudeildar KR við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun. 19.7.2012 12:15 Björn Kristinn: Stressið í síðari hálfleik varð of mikið "Við skoruðum vissulega í blálokin en áttum níu dauðafæri í fyrri hálfleik, fjórum sinnum einn á móti markverði. Þær áttu eina sókn í fyrri hálfleik, komust einu sinni fram yfir miðju," sagði Björn Kristinn Björnsson þjálfari Selfyssinga að loknu 1-1 jafntefli liðsins gegn KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 18.7.2012 21:41 Katrín Ýr tryggði Selfyssingum stig KR-ingar voru sekúndum frá því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild kvenna er liðið fékk Selfoss í heimsókn í kvöld. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir jafnaði metin fyrir gestina í viðbótartíma. 18.7.2012 21:34 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-2 | Myndir úr Garðabænum Þór/KA er komið með fimm stiga forskot á toppi Pepsí deildar kvenna eftir ótrúlegan 2-1 sigur á Stjörnunni á útivelli í kvöld. Stjarnan fékk mun fleiri færi og var mikið sterkari aðilinn í leiknum en það er ekki spurt að því. Þór/KA nýtti sín fáu færi. 18.7.2012 15:31 Fréttum það í gegnum fjölmiðla að Gary væri á leiðinni til okkar Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segist fyrst hafa heyrt það frá fjölmiðlum að ÍA hefði samþykkt tilboð félagsins í Gary Martin og að leikmaðurinn væri við það að ganga til liðs við þá. Þetta kom fram í viðtali við formanninn í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun. 18.7.2012 14:45 Steven Lennon ósáttur með vinnubrögð forráðamanna Fram Skoski framherjinn, Steven Lennon, leikmaður Fram segist ósáttur með að hafa ekki fengið að vita af áhuga KR á að fá sig til liðs við félagið og vill burt úr Safamýrinni. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni, umsjónarmanni þáttarins. 18.7.2012 13:30 Ekki búið að ganga frá vistaskiptum Gary Martin í KR Kristinn Kjærnested formaður knattspyrnudeildar KR sagði í samtali við Hjört Hjartarson á Boltanum á X-inu 977 í dag að ekki væri búið að ganga frá vistaskiptum Gary Martin leikmanns ÍA. Eins og fram hefur komið hafa Skagamenn samþykkt tilboð KR-inga í enska framherjann en Kristinn segir að ekkert sé frágengið í þessu má 18.7.2012 11:35 Steven Lennon vill fara frá Fram í KR Steven Lennon, framherji Fram í Pepsi-deild karla, sagði í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í morgun að hann óski þess að komast í herbúðir KR. Lennon er ósáttur við forráðamenn Fram að hann hafi ekki fengið að vita af því að félögin hafi rætt formlega um vistaskipti hans. Lennon sagði að Fram hafi nú þegar hafnað tilboði KR. Viðtalið við Lennon mun birtast í heild sinni á Vísi síðar í dag. 18.7.2012 11:29 Þrjú mörk á fimm mínútum tryggðu Valskonum sigur á ÍBV | Myndasyrpa Valskonur skoruðu þrjú mörk á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik og tryggðu sér 3-0 sigur á ÍBV í 10. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. 17.7.2012 22:17 Fjölnir kafsigldi Hauka og skellti sér á toppinn Fjölnismenn nýttu sér tap Ólsara í Víkinni í kvöld og skelltu sér á topp deildarinnar með 4-0 sigri á Haukum í toppslag 1. deildar karla. 17.7.2012 22:08 Víkingar höfðu betur gegn Ólsurum | ÍR vann Breiðholtsslaginn Víkingur Reykjavíkur vann kærkominn 2-1 sigur gegn toppliði 1. deildar karla, Víkingi frá Ólafsvík, í viðureign liðanna í Fossvoginum í kvöld. ÍR-ingar lögðu Leiknismenn í Breiðholtsslag og Tindastóll lagði Þrótt. 17.7.2012 22:03 Rakel skoraði þrennu gegn Fylki | Jafntefli í Kaplakrika Rakel Hönnudóttir skoraði þrennu í 4-0 stórsigri Breiðabliks á Fylki í tíundu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þá skildu FH og Afturelding jöfn 2-2 í fallslag í Kaplakrika. 17.7.2012 21:45 Pétur Markan tryggði Djúpmönnum stig á Akureyri Pétur Georg Markan skoraði tvívegis fyrir BÍ/Bolungarvík í 2-2 jafntefli liðsins gegn KA í norðan heiða í 1. deild karla í dag. 17.7.2012 20:13 Gummi Torfa: Vísar umræðu um eftirmenn Þorvalds á bug Guðmundur Torfason, stjórnarmaður hjá Fram, vísar á bug vangaveltum um mögulega eftirmenn Þorvalds Örlygssonar, þjálfara meistaraflokks Fram. Þorvaldur sé þjálfari liðsins. 17.7.2012 19:31 Doninger á leið frá ÍA Enski miðjumaðurinn Mark Doninger er á leið frá Skagamönnum. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolti.net í dag. 17.7.2012 16:04 Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 3-0 | Pepsi-deild kvenna Valskonur sýndu styrk sinn á fimm mínútna kafla þegar þær gerðu út um leik sinn gegn ÍBV á Vodafone vellinum í Pepsi deild kvenna í kvöld. 17.7.2012 15:34 Pepsi-mörkin: Markaregnið úr elleftu umferð Keppni er hálfnuð í Pepsi-deild karla en elleftu umferð lauk í gærkvöld með þremur leikjum. Umferðin var gerð upp í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gær, og þar voru öll mörkin sýnd í þessari markasyrpu. 17.7.2012 15:15 ÍA getur ekki keppt við stóru liðin um leikmenn Þórður Guðjónsson, framkvæmdarstjóri Knattspyrnufélags ÍA segir félagið ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að halda sínum bestu leikmönnum þegar liðin á höfuðborgarsvæðinu sækist eftir þeim. Þau séu einfaldlega ríkari en ÍA. Þetta sagði Þórður í viðtali í Boltanum á X-inu í morgun þegar við hann var rætt um fyrirhugaða sölu félagsins á framherjanum öfluga, Gary Martin til KR. 17.7.2012 14:42 Gary Martin: Þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um Allt stefnir í að Gary Martin, enski framherji úrvalsdeildarliðs ÍA verði orðinn leikmaður KR áður en langt um líður. Forráðamenn KR hafa lagt fram formlegt tilboð í leikmanninn sem Skagamenn fara nú yfir. Líklegt þykir að samkomulag um kaupin náist, hugsanlega strax á morgun. 17.7.2012 13:45 Pepsi-mörkin: Ellismellurinn | Logi Ólafsson Atriði úr gömlum íþróttaþáttum Stöðvar 2 sport hafa vakið athygli í þættinum Pepsi-mörkunum í sumar. Í síðasta þætti var ráðning Loga Ólafssonar sem landsliðsþjálfara árið 1996 rifjuð upp þar sem að Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður ræddi við Loga um nýja starfið. 17.7.2012 11:15 Pepsi-mörkin: Reynir Leósson fékk kveðjugjöf Reynir Leósson, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 sport, er hættur að spila fótbolta en hann hefur leikið með Víkingum í næst efstu deild í sumar. Reynir lék lengst af með ÍA á Akanesi og hann var um tíma atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir fékk kveðjugjöf í Pepsi-mörkunum í gærkvöld þar sem eina deildarmark varnarmannsins sterka var í aðalhlutverki og hljómsveitin Chicago sá um tónlistina. 17.7.2012 11:00 Árni: Ég harma það að missa Helenu Helena Ólafsdóttir hætti með FH þrátt fyrir ósk FH-inga um að hún héldi áfram starfi sínu hjá félaginu. Þetta staðfesti Árni Guðmundsson, formaður rekstrarstjórnar meistaraflokks kvenna hjá FH, í samtali við Vísi í kvöld. 16.7.2012 23:15 Skagamenn skoruðu mörkin | Myndasyrpa Skagamenn pökkuðu Selfyssingum saman 4-0 í viðureign liðanna á Skipaskaga í kvöld. Skagamenn leiddu með marki í hálfleik en skoruðu þrjú í síðari hálfleik og fögnuðu sínum fyrsta sigri frá því 20. maí. 16.7.2012 23:03 Draumur Daníels Leós breyttist í martröð | Myndasyrpa Hinn sextán ára Daníel Leó Gretarsson kom inn í lið Grindavíkur á síðustu stundu vegna meiðsla sem Mikael Eklund varð fyrir í upphitun. Daníel kom gestunum yfir en gaf að lokum vítaspyrnuna sem tryggði Fylki sigur í leiknum. 16.7.2012 22:30 Stjörnumenn misstu af tækifærinu gegn Blikum | Myndasyrpa Stjörnunni mistókst að nýta sér töpuð stig FH-inga og KR-inga gegn Blikum í kvöld. Þeir náðu þó einu stigi úr leiknum en Blikar höfðu forystu langt fram í síðari hálfleik. 16.7.2012 22:23 Gary Martin á leið til KR Knattspyrnukappinn Gary Martin hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Pepsi-deildarlið Skagamanna. 16.7.2012 21:41 Helena Ólafsdóttir hætt hjá FH Helena Ólafsdóttir er hætt þjálfun meistaraflokksliðs kvenna í knattspyrnu hjá FH. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu hennar og meistaraflokksráðs Fimleikafélagsins sem birt var á heimasíðu félagsins í dag. 16.7.2012 18:38 Danskur landsliðsmaður til Vals Danski framherjinn Johanna Rasmussen er gengin í raðir Valskvenna á láni frá Kristianstad í Svíþjóð. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag. 16.7.2012 18:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-1 Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari. 16.7.2012 15:43 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Grindavík 2-1 Ingimundur Níels Óskarsson skoraði tvívegis í síðari hálfleik og tryggði Fylki 2-1 sigur á vængbrotnu liði Grindavíkur í Árbænum. 16.7.2012 15:39 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Selfoss 4-0 ÍA vann öruggan 4-0 sigur á Selfoss í kvöld á heimavelli sínum á Akranesi. ÍA sýndi sínar bestu hliðar í leiknum og gjörsigraði nýliðaslaginn. Staðan í hálfleik var 1-0. 16.7.2012 15:37 Pepsi-mörkin í beinni útsendingu Elleftu umferð í Pepsi-deild karla verður gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 16.7.2012 21:45 Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. 16.7.2012 19:00 Valsmenn í banastuði - myndir Valsmenn gerðu sér lítið fyrir í kvöld og lögðu heitasta lið Pepsi-deildar karla, FH, um þessar mundir. Eftir að hafa lent undir komu Valsmenn til baka og unnu góðan sigur. 15.7.2012 23:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - FH - 3-1 Valsmenn komu heldur betur á óvart og unnu FH, 3-1, á Vodafone-vellinum í Pepsi-deild karla í kvöld. FH-ingar komust yfir í upphafi leiksins en Valsmenn svöruðu með þremur mörkum. 15.7.2012 14:29 Magnús Gylfason: Við verðum að teljast heppnir með þennan sigur "Þetta var algjör vinnusigur hjá okkur í dag,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir sigurinn gegn Fram fyrr í dag. Eyjamenn unnu sinn fimmta sigur í röð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. 15.7.2012 18:43 Framarar gáfu ekki viðtöl eftir tapið í Eyjum Framarar voru ekki borubrattir eftir tapið gegn ÍBV í dag. Þetta var áttunda tap Fram í ellefu leikjum og liðið er aðeins með níu stig þegar mótið er hálfnað. 15.7.2012 18:39 Spear til Víkings R. | Dani á leiðinni Víkingur frá Reykjavík hefur fengið góðan liðsstyrk því Aaron Spear, leikmaður ÍBV, hefur verið lánaður til félagsins út sumarið. 15.7.2012 18:33 Umfjöllun og einkunnir: ÍBV - Fram 3-2 Eyjamenn unnu frábæran sigur, 3-2, gegn Fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. 15.7.2012 14:25 Arnór Ingvi og Sigurbergur á leið til Noregs Ungstirnin í Keflavíkurliðinu, Arnór Ingvi Traustason og Sigurbergur Elísson, fara á þriðjudaginn til reynslu hjá norska liðinu Sandnes Ulf. 14.7.2012 17:15 Serbneskar landsliðskonur semja við KR Botnlið KR í Pepsi-deild kvenna hefur fengið liðsstyrk fyrir seinni hluti mótsins því tvær serbneskar landsliðskonur hafa samið við félagið. 14.7.2012 11:30 Bjarni framlengdi við KR Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, er búinn að skrifa undir nýjan samning við KR og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2014. 14.7.2012 10:59 Grásleppan hefur verið að fara illa með okkur 3. deildarlið Snæfells er lélegasta lið íslensku deildarkeppninnar í ár. Liðið er búið að tapa öllum sínum leikjum, ekki skorað mark og fær á sig rúmlega 15 mörk í leik. Yngsti leikmaður liðsins er 13 ára og sá elsti 46 ára. 14.7.2012 07:00 Stjarnan í undanúrslit - myndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar komust í undanúrslit Borgunarbikars kvenna í kvöld með glæsilegum 1-3 sigri á Blikum á Kópavogsvelli í kvöld. 13.7.2012 22:45 Sjá næstu 50 fréttir
"KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning" Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. 19.7.2012 14:38
ÍA og KR hafa samið um kaupverð á Gary Martin Sóknarmaður Skagamanna Gary Martin nálgast KR eftir að félögin náðu samkomulagi um kaupverð á Martin í gærkvöldi. Þetta staðfesti Kristinn Kærnested formaður knattspyrnudeildar KR við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun. 19.7.2012 12:15
Björn Kristinn: Stressið í síðari hálfleik varð of mikið "Við skoruðum vissulega í blálokin en áttum níu dauðafæri í fyrri hálfleik, fjórum sinnum einn á móti markverði. Þær áttu eina sókn í fyrri hálfleik, komust einu sinni fram yfir miðju," sagði Björn Kristinn Björnsson þjálfari Selfyssinga að loknu 1-1 jafntefli liðsins gegn KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld. 18.7.2012 21:41
Katrín Ýr tryggði Selfyssingum stig KR-ingar voru sekúndum frá því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild kvenna er liðið fékk Selfoss í heimsókn í kvöld. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir jafnaði metin fyrir gestina í viðbótartíma. 18.7.2012 21:34
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-2 | Myndir úr Garðabænum Þór/KA er komið með fimm stiga forskot á toppi Pepsí deildar kvenna eftir ótrúlegan 2-1 sigur á Stjörnunni á útivelli í kvöld. Stjarnan fékk mun fleiri færi og var mikið sterkari aðilinn í leiknum en það er ekki spurt að því. Þór/KA nýtti sín fáu færi. 18.7.2012 15:31
Fréttum það í gegnum fjölmiðla að Gary væri á leiðinni til okkar Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segist fyrst hafa heyrt það frá fjölmiðlum að ÍA hefði samþykkt tilboð félagsins í Gary Martin og að leikmaðurinn væri við það að ganga til liðs við þá. Þetta kom fram í viðtali við formanninn í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun. 18.7.2012 14:45
Steven Lennon ósáttur með vinnubrögð forráðamanna Fram Skoski framherjinn, Steven Lennon, leikmaður Fram segist ósáttur með að hafa ekki fengið að vita af áhuga KR á að fá sig til liðs við félagið og vill burt úr Safamýrinni. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni, umsjónarmanni þáttarins. 18.7.2012 13:30
Ekki búið að ganga frá vistaskiptum Gary Martin í KR Kristinn Kjærnested formaður knattspyrnudeildar KR sagði í samtali við Hjört Hjartarson á Boltanum á X-inu 977 í dag að ekki væri búið að ganga frá vistaskiptum Gary Martin leikmanns ÍA. Eins og fram hefur komið hafa Skagamenn samþykkt tilboð KR-inga í enska framherjann en Kristinn segir að ekkert sé frágengið í þessu má 18.7.2012 11:35
Steven Lennon vill fara frá Fram í KR Steven Lennon, framherji Fram í Pepsi-deild karla, sagði í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í morgun að hann óski þess að komast í herbúðir KR. Lennon er ósáttur við forráðamenn Fram að hann hafi ekki fengið að vita af því að félögin hafi rætt formlega um vistaskipti hans. Lennon sagði að Fram hafi nú þegar hafnað tilboði KR. Viðtalið við Lennon mun birtast í heild sinni á Vísi síðar í dag. 18.7.2012 11:29
Þrjú mörk á fimm mínútum tryggðu Valskonum sigur á ÍBV | Myndasyrpa Valskonur skoruðu þrjú mörk á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik og tryggðu sér 3-0 sigur á ÍBV í 10. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. 17.7.2012 22:17
Fjölnir kafsigldi Hauka og skellti sér á toppinn Fjölnismenn nýttu sér tap Ólsara í Víkinni í kvöld og skelltu sér á topp deildarinnar með 4-0 sigri á Haukum í toppslag 1. deildar karla. 17.7.2012 22:08
Víkingar höfðu betur gegn Ólsurum | ÍR vann Breiðholtsslaginn Víkingur Reykjavíkur vann kærkominn 2-1 sigur gegn toppliði 1. deildar karla, Víkingi frá Ólafsvík, í viðureign liðanna í Fossvoginum í kvöld. ÍR-ingar lögðu Leiknismenn í Breiðholtsslag og Tindastóll lagði Þrótt. 17.7.2012 22:03
Rakel skoraði þrennu gegn Fylki | Jafntefli í Kaplakrika Rakel Hönnudóttir skoraði þrennu í 4-0 stórsigri Breiðabliks á Fylki í tíundu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þá skildu FH og Afturelding jöfn 2-2 í fallslag í Kaplakrika. 17.7.2012 21:45
Pétur Markan tryggði Djúpmönnum stig á Akureyri Pétur Georg Markan skoraði tvívegis fyrir BÍ/Bolungarvík í 2-2 jafntefli liðsins gegn KA í norðan heiða í 1. deild karla í dag. 17.7.2012 20:13
Gummi Torfa: Vísar umræðu um eftirmenn Þorvalds á bug Guðmundur Torfason, stjórnarmaður hjá Fram, vísar á bug vangaveltum um mögulega eftirmenn Þorvalds Örlygssonar, þjálfara meistaraflokks Fram. Þorvaldur sé þjálfari liðsins. 17.7.2012 19:31
Doninger á leið frá ÍA Enski miðjumaðurinn Mark Doninger er á leið frá Skagamönnum. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolti.net í dag. 17.7.2012 16:04
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 3-0 | Pepsi-deild kvenna Valskonur sýndu styrk sinn á fimm mínútna kafla þegar þær gerðu út um leik sinn gegn ÍBV á Vodafone vellinum í Pepsi deild kvenna í kvöld. 17.7.2012 15:34
Pepsi-mörkin: Markaregnið úr elleftu umferð Keppni er hálfnuð í Pepsi-deild karla en elleftu umferð lauk í gærkvöld með þremur leikjum. Umferðin var gerð upp í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gær, og þar voru öll mörkin sýnd í þessari markasyrpu. 17.7.2012 15:15
ÍA getur ekki keppt við stóru liðin um leikmenn Þórður Guðjónsson, framkvæmdarstjóri Knattspyrnufélags ÍA segir félagið ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að halda sínum bestu leikmönnum þegar liðin á höfuðborgarsvæðinu sækist eftir þeim. Þau séu einfaldlega ríkari en ÍA. Þetta sagði Þórður í viðtali í Boltanum á X-inu í morgun þegar við hann var rætt um fyrirhugaða sölu félagsins á framherjanum öfluga, Gary Martin til KR. 17.7.2012 14:42
Gary Martin: Þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um Allt stefnir í að Gary Martin, enski framherji úrvalsdeildarliðs ÍA verði orðinn leikmaður KR áður en langt um líður. Forráðamenn KR hafa lagt fram formlegt tilboð í leikmanninn sem Skagamenn fara nú yfir. Líklegt þykir að samkomulag um kaupin náist, hugsanlega strax á morgun. 17.7.2012 13:45
Pepsi-mörkin: Ellismellurinn | Logi Ólafsson Atriði úr gömlum íþróttaþáttum Stöðvar 2 sport hafa vakið athygli í þættinum Pepsi-mörkunum í sumar. Í síðasta þætti var ráðning Loga Ólafssonar sem landsliðsþjálfara árið 1996 rifjuð upp þar sem að Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður ræddi við Loga um nýja starfið. 17.7.2012 11:15
Pepsi-mörkin: Reynir Leósson fékk kveðjugjöf Reynir Leósson, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 sport, er hættur að spila fótbolta en hann hefur leikið með Víkingum í næst efstu deild í sumar. Reynir lék lengst af með ÍA á Akanesi og hann var um tíma atvinnumaður í Svíþjóð. Reynir fékk kveðjugjöf í Pepsi-mörkunum í gærkvöld þar sem eina deildarmark varnarmannsins sterka var í aðalhlutverki og hljómsveitin Chicago sá um tónlistina. 17.7.2012 11:00
Árni: Ég harma það að missa Helenu Helena Ólafsdóttir hætti með FH þrátt fyrir ósk FH-inga um að hún héldi áfram starfi sínu hjá félaginu. Þetta staðfesti Árni Guðmundsson, formaður rekstrarstjórnar meistaraflokks kvenna hjá FH, í samtali við Vísi í kvöld. 16.7.2012 23:15
Skagamenn skoruðu mörkin | Myndasyrpa Skagamenn pökkuðu Selfyssingum saman 4-0 í viðureign liðanna á Skipaskaga í kvöld. Skagamenn leiddu með marki í hálfleik en skoruðu þrjú í síðari hálfleik og fögnuðu sínum fyrsta sigri frá því 20. maí. 16.7.2012 23:03
Draumur Daníels Leós breyttist í martröð | Myndasyrpa Hinn sextán ára Daníel Leó Gretarsson kom inn í lið Grindavíkur á síðustu stundu vegna meiðsla sem Mikael Eklund varð fyrir í upphitun. Daníel kom gestunum yfir en gaf að lokum vítaspyrnuna sem tryggði Fylki sigur í leiknum. 16.7.2012 22:30
Stjörnumenn misstu af tækifærinu gegn Blikum | Myndasyrpa Stjörnunni mistókst að nýta sér töpuð stig FH-inga og KR-inga gegn Blikum í kvöld. Þeir náðu þó einu stigi úr leiknum en Blikar höfðu forystu langt fram í síðari hálfleik. 16.7.2012 22:23
Gary Martin á leið til KR Knattspyrnukappinn Gary Martin hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Pepsi-deildarlið Skagamanna. 16.7.2012 21:41
Helena Ólafsdóttir hætt hjá FH Helena Ólafsdóttir er hætt þjálfun meistaraflokksliðs kvenna í knattspyrnu hjá FH. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu hennar og meistaraflokksráðs Fimleikafélagsins sem birt var á heimasíðu félagsins í dag. 16.7.2012 18:38
Danskur landsliðsmaður til Vals Danski framherjinn Johanna Rasmussen er gengin í raðir Valskvenna á láni frá Kristianstad í Svíþjóð. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag. 16.7.2012 18:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-1 Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari. 16.7.2012 15:43
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Grindavík 2-1 Ingimundur Níels Óskarsson skoraði tvívegis í síðari hálfleik og tryggði Fylki 2-1 sigur á vængbrotnu liði Grindavíkur í Árbænum. 16.7.2012 15:39
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Selfoss 4-0 ÍA vann öruggan 4-0 sigur á Selfoss í kvöld á heimavelli sínum á Akranesi. ÍA sýndi sínar bestu hliðar í leiknum og gjörsigraði nýliðaslaginn. Staðan í hálfleik var 1-0. 16.7.2012 15:37
Pepsi-mörkin í beinni útsendingu Elleftu umferð í Pepsi-deild karla verður gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 16.7.2012 21:45
Miðstöð Boltavaktarinnar | Allir leikirnir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. 16.7.2012 19:00
Valsmenn í banastuði - myndir Valsmenn gerðu sér lítið fyrir í kvöld og lögðu heitasta lið Pepsi-deildar karla, FH, um þessar mundir. Eftir að hafa lent undir komu Valsmenn til baka og unnu góðan sigur. 15.7.2012 23:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - FH - 3-1 Valsmenn komu heldur betur á óvart og unnu FH, 3-1, á Vodafone-vellinum í Pepsi-deild karla í kvöld. FH-ingar komust yfir í upphafi leiksins en Valsmenn svöruðu með þremur mörkum. 15.7.2012 14:29
Magnús Gylfason: Við verðum að teljast heppnir með þennan sigur "Þetta var algjör vinnusigur hjá okkur í dag,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir sigurinn gegn Fram fyrr í dag. Eyjamenn unnu sinn fimmta sigur í röð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. 15.7.2012 18:43
Framarar gáfu ekki viðtöl eftir tapið í Eyjum Framarar voru ekki borubrattir eftir tapið gegn ÍBV í dag. Þetta var áttunda tap Fram í ellefu leikjum og liðið er aðeins með níu stig þegar mótið er hálfnað. 15.7.2012 18:39
Spear til Víkings R. | Dani á leiðinni Víkingur frá Reykjavík hefur fengið góðan liðsstyrk því Aaron Spear, leikmaður ÍBV, hefur verið lánaður til félagsins út sumarið. 15.7.2012 18:33
Umfjöllun og einkunnir: ÍBV - Fram 3-2 Eyjamenn unnu frábæran sigur, 3-2, gegn Fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. 15.7.2012 14:25
Arnór Ingvi og Sigurbergur á leið til Noregs Ungstirnin í Keflavíkurliðinu, Arnór Ingvi Traustason og Sigurbergur Elísson, fara á þriðjudaginn til reynslu hjá norska liðinu Sandnes Ulf. 14.7.2012 17:15
Serbneskar landsliðskonur semja við KR Botnlið KR í Pepsi-deild kvenna hefur fengið liðsstyrk fyrir seinni hluti mótsins því tvær serbneskar landsliðskonur hafa samið við félagið. 14.7.2012 11:30
Bjarni framlengdi við KR Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, er búinn að skrifa undir nýjan samning við KR og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2014. 14.7.2012 10:59
Grásleppan hefur verið að fara illa með okkur 3. deildarlið Snæfells er lélegasta lið íslensku deildarkeppninnar í ár. Liðið er búið að tapa öllum sínum leikjum, ekki skorað mark og fær á sig rúmlega 15 mörk í leik. Yngsti leikmaður liðsins er 13 ára og sá elsti 46 ára. 14.7.2012 07:00
Stjarnan í undanúrslit - myndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar komust í undanúrslit Borgunarbikars kvenna í kvöld með glæsilegum 1-3 sigri á Blikum á Kópavogsvelli í kvöld. 13.7.2012 22:45