Íslenski boltinn

Framarar gáfu ekki viðtöl eftir tapið í Eyjum

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram.
Framarar voru ekki borubrattir eftir tapið gegn ÍBV í dag. Þetta var áttunda tap Fram í ellefu leikjum og liðið er aðeins með níu stig þegar mótið er hálfnað.

Framarar gáfu ekki kost á viðtölum við fjölmiðlamenn þegar eftir því var leitað.

Það hefur verið umtalað að það sé orðið heitt undir Þorvaldi Örlygssyni, þjálfara Fram, og hvort eitthvað sé til í því skal ósagt látið en eitt er ljóst - pressan minnkaði ekki með tapinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×