Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-3 | Valur og KR líka áfram

Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunar bikarsins með góðum 3-1 sigri á Breiðabliki á útivelli í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta markið en Stjarnan var mun beinskeyttari í leik sínum og eftir að liðið skoraði tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi.

Paul McShane hættur hjá Grindavík

Skoski miðjumaðurinn Ian Paul McShane hefur leikið sinn síðasta leik fyrir knattspyrnulið Grindavíkur. Þetta kemur fram á Fótbolti.net í dag.

Úrslit kvöldsins í 1. deild karla

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld. Haukar lögðu Víking en Þróttur og Fjölnir gerðu jafntefli í fjörugum leik.

Tryggvi byrjar á bekknum í kvöld

Tryggvi Guðmundsson, framherji ÍBV á við smávægilega meiðsli að stríða og mun af þeim sökum hefja leik á varamannabekknum í Evrópuleik Eyjamanna gegn St. Patricks sem fram fer á Hásteinsvelli í kvöld.

Félagaskiptaglugginn opnar á sunnudaginn

Sunnudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn fyrir leikmenn meistaraflokka í knattspyrnu og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Markvörður KR valinn í Ólympíuhóp Breta

Norður-Írinn Emma Higgins, sem varið hefur mark KR-inga í Pepsi-deild kvenna í sumar, hefur verið valin í landslið Breta sem leikur á Ólympíuleikunum í London í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Danka Podovac og Guðrún Arnardóttir hlutu verðlaun

Danka Podovac, miðjumaður ÍBV, og Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Breiðabliks, voru í gær verðlaunaðar af Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu fyrir frammistöðu sína í júnímánuði.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - KR 1-1

Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Keflavíkur og KR í kvöld en leiknum lauk 1-1 í Keflavík. KR náðu forystunni fljótlega eftir hálfleik en Keflvíkingar voru fljótir að svara og náði hvorugt liðið að kreista fram sigur.

Brons til liðs við Selfoss

Karlalið Selfoss í Pepsi-deild karla hefur samið við norska miðvörðinn Bernard Petrus Brons. Frá þessu er greint á fréttavefnum Sunnlenska.is.

Tíu Fjölnismenn náðu í stig gegn Þór

Fjölnismenn styrktu stöðu sína í 2. sæti 1. deildar karla í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Þór. Fjölnismenn léku manni færri stærstan hluta leiksins.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grindavík 0-3

Grindvíkingar komust í kvöld í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir öruggan 3-0 sigur á heimamönnum í Víkingi. Pape Mamadou Faye, Alexander Magnússon og Ray Anthony Jónsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 1-2 | Óskar Örn hetja KR

KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunar bikarsins með því að leggja ÍBV 2-1 að velli á Hásteinsvelli í Eyjum í dag. ÍBV var lengi vel yfir en Óskar Örn Hauksson var hetja KR og skoraði tvö mörk á fimm síðustu mínútum leiksins.

Kristján frá í 4-6 vikur

Kristján Valdimarsson fór úr axlarlið í leik Fylkis gegn KR í gær og verður frá næstu 4-6 vikurnar.

Myndir frá Evrópuævintýrum íslensku liðanna

FH, ÍBV og Þór voru í eldlínunni í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi. ÍBV og Þór léku á Írlandi en FH-ingar tóku á móti Eschen-Mauren í Kaplakrika.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Keflavík - 0-4

Keflavík bar sigur úr býtum gegn lánlausum Blikum, 4-0, í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Kópavogsvellinum. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn og skoruðu öll mörk sín í síðari hálfleiknum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - ÍA 2-0

Fram vann langþráðan sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar Skagamenn komu í heimsókn. Steven Lennon og Sveinbjörn Jónasson skoruðu hvor sitt markið fyrir Safamýrarpilta sem komust með sigrinum úr fallsæti.

Þrjú íslensk lið hefja leik í Evrópukeppninni

FH, ÍBV og Þór spila öll sína fyrri leiki í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. FH-ingar spila á heimavelli en lið ÍBV og Þórs eru bæði stödd í Dyflinni á Írlandi.

Bein útsending: Pepsi-mörkin á Vísi

Nýliðin umferð í Pepsi-deild karla verður gerð upp í nýjasta þætti Pepsi-markanna sem sýndur verður í beinni útsendingu hér á Vísi.

Sjá næstu 50 fréttir